Keypti N9600GT hjá tölvulistanum á tilboði, Intel E7300, 4gb Corsair 800mhz og MSI P7N SLI móðurborð. Þrusu sáttur með tölvuna, augljóst að gamla dótið mitt var úrelt fyrir löngu síðan

*/Edit
Sælir.
Núna er kominn tími á uppfærslu hjá mér. Ég stefni á að vera búinn að kaupa nýtt í tölvuna fljótlega eftir áramót.
Það sem ég mun nota tölvuna í er að mestu leiti vefráp, myndvinnsla og tölvuleikir, með einstaka myndbandsvinnslu inn á milli. Þannig hún þarf að vera nokkuð öflug. Tölvan þarf líka að endast eitthvað, þar sem að ég ætla ekki að fara að uppfæra aftur allavega næstu 2 árin. Þessi sem ég er að nota núna er búin að duga mér í langan tíma eða í kringum 4 ár og eina sem ég hef uppfært í henni eru harðir diskar og DVD skrifari.
Tölvan sem að ég er með núna:
Móðurborð: Abit AV8
Örgjörvi: AMD Athlon 64 3500+ (2.25 GHz)
Minni: 1GB
Skjákort: ATI Radeon X800XT P.E. 256mb AGP
HDD: 2x 320gb WD sata
Mig vantar svo sem ekki meira en móðurborð, örgjörva, innra minni og skjákort en mig langar í nýjan tölvukassa líka, þar sem að minn er orðinn brotinn og rispaður og lúinn. Kassinn þarf að svartur, hljóðlátur og með skúffum fyrir hörðu diskana.
Ég vil helst ekki eyða meira en 70þús kalli í þessa hluti en eitthvað aðeins yfir það skaðar ekki mikið.
Takk fyrir.