Ég fæ mér nýja tölvu á svona fimm ára fresti þannig að mig langar að fara all in og ekki þurfa að pæla í uppfærslu á næstunni.
Nokkrir hlutir sem ég er búinn að ákveða að fá mér, eins og t.d.;
Intel Core 2 duo E8600 3.3GHz
nVidia Geforce GTX 280 1024MB
Gigabyte GA-X48T-DQ6
Samkvæmt mínum útreikningum ætti þetta að passa nokkuð vel sama, en endilega leiðréttið mig ef þetta er einhver steipa.
Svo hef ég verið að skoða vinnsluminni, sem sagt ddr3. Er það ekki rétt hjá mér að ef örgjörfinn er með fsb upp á 1333MHz þá muni vinnsluminni með 1333MHz ganga best ?
Svo er það OS'ið. Hef notað XP pro 32bit hingað til. Hvernig hefur Vista 64bit verið að koma út, hverjir eru kostir vs. gallar. Hef nefninlega ætlað mér að vera með 4-6Gb vinnsluminni. Eða er kannski XP 64bit skárra ?
Megin tilgangur vélarinnar er nýjustu leikirnir og þung myndvinnsla, og bara vera með klikkaða vél
