Ethernet yfir raflínur

Svara

Höfundur
dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Ethernet yfir raflínur

Póstur af dadik »

Sælir vaktarar,

Ég keypti Devolo Micro Link dLAN Highspeed Ethernet Adapter 85Mbps hjá Símanum fyrir 2 árum þegar ég var að taka sjónvapið yfir adsl. Síðan skipti ég yfir í Digital Ísland og þetta hefur legið ónotað síðan.

Þangað til í gær að ég fór að prófa að stream-a myndum yfir á ps3 vélina. Það gekk skrykkjótt, þannig að ég náði í þessa gaura og nettengdi ps3 vélina yfir rafmangsvírana. Sem gekk ágætlega, en:

1 - Ég er ekki að ná nema ca. 30 Mbps með þessu dóti. Þetta er betra en þráðlausa, en samt ansi langt frá þessum uppefnu 85 Mbps.

2 - Ég er að fá í kringum 2% pakkatap:

Kóði: Velja allt

Reply from 192.168.1.36: bytes=32 time=2ms TTL=255

Ping statistics for 192.168.1.36:
    Packets: Sent = 46545, Received = 45156, Lost = 1389 (2% loss),
Approximate round trip times in milli-seconds:
    Minimum = 2ms, Maximum = 132ms, Average = 6ms
Control-C
Er þetta ásættanlegt? Mér finnst 2% alveg í það mesta ..
ps5 ¦ zephyrus G14

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Re: Ethernet yfir raflínur

Póstur af Yank »

Þú færð aldrei uppgefin hraða 85Mbps, að deila í með 2 væri nær við kjöraðstæður.
Ekki tengja í fjöltengi, það gefur lakari hraða.

Meira um þessa tækni hér http://www.tech.is/?s=1&sm=&read=3484" onclick="window.open(this.href);return false;

Harvest
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Re: Ethernet yfir raflínur

Póstur af Harvest »

Ég var að setja þetta í hjá mér. Það skipti ÖLLU máli að vera ekki með þetta í millistykkjum.

Ég fékk líka rafvirkja til að henda þessu á einhverja fasa :P - ekki spurja mig hvað það er.
Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ethernet yfir raflínur

Póstur af jonsig »

Ef það er þrífasi heima hjá þér þá hefur hann einfaldlega svissað fasa á greininni heima hjá þér.

þetta tip hjá þér með fjöltengin er 50% rétt hjá þér . önnur tæki tengd í sama fasa eða kló í sama rými getur "gárað" riðstraumskúrvuna eins og þetta væri í raðtengi , þar sem þetta er jú allt hliðtengt og tenglar í rýminu hlið/gegnumtengdir stundum. en þá er ég að tala um orkufrek tæki sem mynda "högg" á rásina , ryksugur og slíkt sem er að taka til sín ójafnan straum. gætu látið errora koma upp , samt innan við 2-4%
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 233
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Staða: Ótengdur

Re: Ethernet yfir raflínur

Póstur af akarnid »

Mín reynsla er sú að ekki vera með þetta í fjöltengi með öðrum orkufrekum tækjum. Það geta líka verið rafmagnstæki eins og t.d. eldri magnarar/heimabíómagnarar. Sjónvörp líka, þó svo að LCDar/plasmar sleppi þar sem orkuþörf þeirra er ekki eins mikil.

Hins vegar þvottavélar/þurrkarar/ryksugur/uppþvottavélar. Allt augljóslega mekanískt - ekki hafa það á sömu grein og powerline.


Annars hefur mér fundist að þetta skipta ekki eins miklu máli þetta pakkatap þegar um er að ræða bara venjulega ethernetumferð milli tölva. Þetta verður miklu meira áberandi þegar verið er að bera TV umferð um þetta, því bara nokkrir dropped packets skila sér strax í myndtruflunum og hljóðtruflunum.


Þess vegna voru gömlu Devolo tengin (þessi bláu) óttalegt skran, eða gátu verið það. Það er komin ný týpa, sem er býður upp á allt að 200 Mbps (raunhraði samt kannski 50) og þau eru mun stabílli fyrir IPTV.

Að vísu dýrari...


:)
Skjámynd

OliA
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mið 19. Mar 2003 01:23
Staða: Ótengdur

Re: Ethernet yfir raflínur

Póstur af OliA »

akarnid skrifaði: Hins vegar þvottavélar/þurrkarar/ryksugur/uppþvottavélar. Allt augljóslega mekanískt - ekki hafa það á sömu grein og powerline.
Yfirleitt, (sem er oftast, en ekki alltaf) eru þvottavélar/þurrkarar og uppþvottavélar á sér grein, þ.e. á sér öryggi og bara einn tengill fyrir þau tæki.
Harvest skrifaði:Ég fékk líka rafvirkja til að henda þessu á einhverja fasa - ekki spurja mig hvað það er.
Ef rafkerfið heima hjá þér er þriggja fasa (230V/400V) á ertu með þrjá fasaleiðara sem bera straum, 230V er frá fasa í núll og 400V frá fasa í fasa. Í þriggja fasa kefri er möguleiki á að vera með aflmikil tæki en að þau dragi minni straum í hverjum leiðara.
dadik skrifaði:Þangað til í gær að ég fór að prófa að stream-a myndum yfir á ps3 vélina. Það gekk skrykkjótt, þannig að ég náði í þessa gaura og nettengdi ps3 vélina yfir rafmangsvírana
Ef þú getur, þá ættiru að downloada myndinni á ps3 vélina og horfa svo ;) (Á ekki ps3 og hef ekki hugmynd hvort það sé valmöguleik)
akarnid skrifaði:Annars hefur mér fundist að þetta skipta ekki eins miklu máli þetta pakkatap þegar um er að ræða bara venjulega ethernetumferð milli tölva. Þetta verður miklu meira áberandi þegar verið er að bera TV umferð um þetta, því bara nokkrir dropped packets skila sér strax í myndtruflunum og hljóðtruflunum.
Ef mögulegt er þá ætti sjónvarpið að vera tengt með CAT, en síminn selur/seldi þessa töfralausn sem virkar ekkert voðalega vel þegar þú þarft að vera með stöðuga umferð, en eins og þú segir þá er þetta mjög fínt í venjulega netnotkun.
The real problem with hunting elephants is carrying the decoys.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Ethernet yfir raflínur

Póstur af ManiO »

OliA skrifaði:
dadik skrifaði:Þangað til í gær að ég fór að prófa að stream-a myndum yfir á ps3 vélina. Það gekk skrykkjótt, þannig að ég náði í þessa gaura og nettengdi ps3 vélina yfir rafmangsvírana
Ef þú getur, þá ættiru að downloada myndinni á ps3 vélina og horfa svo ;) (Á ekki ps3 og hef ekki hugmynd hvort það sé valmöguleik)

Er alveg hægt, en að streama er bara svo miklu þægilegra og tala nú ekki um fljótlegra.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ethernet yfir raflínur

Póstur af jonsig »

Olia .. útskýrði það sem ég sagði ,, tnx Olia

Ég á erfitt með "mannamál"

Væri ekki best ef hann tæki þetta úr örygginu sem 6q vírinn fer inná straumskinnuna ,ss beint úr neonsed´inu :japsmile
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara