Það fer eiginlega bara eftir því hvað þú ert að nota tölvuna þína í. Ef þú sért með eitthvað serverdæmi í gangi þá er Intel Xeon trúlegast besti kosturinn, en ef þú ert mikið að vinna í 3d grafík þá er AMD langbesti kosturinn.
Ok, AMD er án efa meiri hraði fyrir peninginn þrátt fyrir færri ghz, en Intel er kaldari, sparsamari á orku og með góða power-saving features, þar af leiðandi yfirgnæfandi í fartölvum. Þeir styðja einnig miklu fleiri staðla fyrir framtíðina, betri í yfirklukkun og heppilegri í servera en AMD.
Og líka eitt, þá er bara hægt að nota ddr minni fyrir AMD en vegna þess að fsb-inn á Athlon XP er bara 266mhz þá græðir maður meira á að nota hratt ddr minni með p4 örgjörva, eða bara rdram.
[quote="halanegri":ddmptrin]Ok, AMD er án efa meiri hraði fyrir peninginn þrátt fyrir færri ghz, en Intel er kaldari, sparsamari á orku og með góða power-saving features, þar af leiðandi yfirgnæfandi í fartölvum. Þeir styðja einnig miklu fleiri staðla fyrir framtíðina, betri í yfirklukkun og heppilegri í servera en AMD.
síðasta sem ég kíkti á var það amd í hag, öll þyngri forrit eins og stóru 3D forritin og nýrri leikir en intel hafði vinningin í auðveldri vinni sem reynir á eldri tækni eins og quake3.