Heyrnartól - pælingar
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Heyrnartól - pælingar
jæja.. ætli maður fái sér ekki bara svona stór heyrnartól.. með hverju mæliði.. helst ekki mikið uppfyrir 5k
var búinn að pæla aðeins í þessum:
http://www.computer.is/vorur/5751
http://www.computer.is/vorur/6606
hvernig er þetta að standa sig??
var búinn að pæla aðeins í þessum:
http://www.computer.is/vorur/5751
http://www.computer.is/vorur/6606
hvernig er þetta að standa sig??
Re: Heyrnartól - pælingar
HD 555 og HD 215 eru þau sem ég á og ég mæli hiklaust með báðum, þú tekur ekki eftir því að HD 555 séu á hausnum á þér og þvílík hljómgæði.
Baara svo þú vitir hverju þú ert að missa af
Fáðu þér samt opin heyrnatól, mun betra. [í skólanum]
Baara svo þú vitir hverju þú ert að missa af
Fáðu þér samt opin heyrnatól, mun betra. [í skólanum]
Modus ponens
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Heyrnartól - pælingar
vá, ég er nýliði í þessu.. hver er munurinn á lokuðum og opnum??
ok held ég skilji þetta, en afhverju eru opin betri?? kem sennilega ekkert til með að nota þetta í skólanum, bara heima í leikina og svo þegar ég fer eitthvert í langferðir eða eitthvað.. kennarar eru eitthvað misgeðgóðir á þetta, þannig að maður kemur bara til með að nota svona lítil í skólanum
ok held ég skilji þetta, en afhverju eru opin betri?? kem sennilega ekkert til með að nota þetta í skólanum, bara heima í leikina og svo þegar ég fer eitthvert í langferðir eða eitthvað.. kennarar eru eitthvað misgeðgóðir á þetta, þannig að maður kemur bara til með að nota svona lítil í skólanum
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Heyrnartól - pælingar
er póstum hérna breytt af stjórnendum??
ég er 100% viss á að hafa skrifað nýliði í staðinn fyrir nýliði
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... cts_id=828
hvað með þessi??
ég er 100% viss á að hafa skrifað nýliði í staðinn fyrir nýliði
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... cts_id=828
hvað með þessi??
Re: Heyrnartól - pælingar
Póstum á ekki að vera breytt af stjórnendum.... en britney ætlaði sennilega ekki að snoða sig og nota fíkniefni heldur.
Allavega með heyrnatól.
Það er töluvert erfiðara að smíða góð lokuð heyrnatól en opin, bara einfaldlega vegna þess hvernig hljóðbylgjur og einangrun virkar.
Því færðu betri heyrnatól að öllu jöfnu fyrir peninginn ef þú kaupir opin.
Reyndu að forðast heyrnatól sem eru ekki með innfelda púða nema þú sért viss um að þú getir lifað með þeim (sbr 437 & 457 & 465 eru ekki með innfelda púða)
Þá er samt í raun bara eftir 200 & 500 serían.
Áður en þú vilt ekki eyða meiru en 5k í heyrnatól myndi ég fara í Pfaff eða Tölvulistann sem báðir eru með Sennheisser stand og aðeins skoða og prufa muninn á þessum heyrnatólum, ég hef átt flest allar týpur af sennheisser og 595 eru langtum betri og þægilegri heldur en öll önnur sem ég hef prufað. Og ég hingað til prufað í lengri tíma 201(stútaði þeim á bara mánuð),202(stútaði),280(reyndar mjög lokuð heyrnatól), 457,465,515,555 og 595
Allavega með heyrnatól.
Það er töluvert erfiðara að smíða góð lokuð heyrnatól en opin, bara einfaldlega vegna þess hvernig hljóðbylgjur og einangrun virkar.
Því færðu betri heyrnatól að öllu jöfnu fyrir peninginn ef þú kaupir opin.
Reyndu að forðast heyrnatól sem eru ekki með innfelda púða nema þú sért viss um að þú getir lifað með þeim (sbr 437 & 457 & 465 eru ekki með innfelda púða)
Þá er samt í raun bara eftir 200 & 500 serían.
Áður en þú vilt ekki eyða meiru en 5k í heyrnatól myndi ég fara í Pfaff eða Tölvulistann sem báðir eru með Sennheisser stand og aðeins skoða og prufa muninn á þessum heyrnatólum, ég hef átt flest allar týpur af sennheisser og 595 eru langtum betri og þægilegri heldur en öll önnur sem ég hef prufað. Og ég hingað til prufað í lengri tíma 201(stútaði þeim á bara mánuð),202(stútaði),280(reyndar mjög lokuð heyrnatól), 457,465,515,555 og 595
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2569
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Heyrnartól - pælingar
mind skrifaði:Póstum á ekki að vera breytt af stjórnendum.... en britney ætlaði sennilega ekki að snoða sig og nota fíkniefni heldur.
Allavega með heyrnatól.
Það er töluvert erfiðara að smíða góð lokuð heyrnatól en opin, bara einfaldlega vegna þess hvernig hljóðbylgjur og einangrun virkar.
Því færðu betri heyrnatól að öllu jöfnu fyrir peninginn ef þú kaupir opin.
Reyndu að forðast heyrnatól sem eru ekki með innfelda púða nema þú sért viss um að þú getir lifað með þeim (sbr 437 & 457 & 465 eru ekki með innfelda púða)
Þá er samt í raun bara eftir 200 & 500 serían.
Áður en þú vilt ekki eyða meiru en 5k í heyrnatól myndi ég fara í Pfaff eða Tölvulistann sem báðir eru með Sennheisser stand og aðeins skoða og prufa muninn á þessum heyrnatólum, ég hef átt flest allar týpur af sennheisser og 595 eru langtum betri og þægilegri heldur en öll önnur sem ég hef prufað. Og ég hingað til prufað í lengri tíma 201(stútaði þeim á bara mánuð),202(stútaði),280(reyndar mjög lokuð heyrnatól), 457,465,515,555 og 595
Ég er með Hd 650 og þau eru tífalt betri en 595
þau kosta bara doldið mikið og þarf amp með
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Heyrnartól - pælingar
KermitTheFrog skrifaði:er póstum hérna breytt af stjórnendum??
Stundum jú, þá aðalega titlum á þráðum þar sem hann hefur ekki verið nógu lýsandi (og þar af leiðandi stenst ekki kröfurnar sem settar eru á titlum í reglum spjallsins), sjá 2. gr. í reglunum.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Heyrnartól - pælingar
nýliði
ef maður skrifar "n 0 0 b" (án bila) þá kemur sjálfkrafa "nýliði"
ef maður skrifar "n 0 0 b" (án bila) þá kemur sjálfkrafa "nýliði"
Re: Heyrnartól - pælingar
Gúrú skrifaði:Fáðu þér samt opin heyrnatól, mun betra. [í skólanum]
WHAT! Hvað áttu við? ertu ekki að snúa þessu algjörlega við?
Ef ég væri að fara að versla mér headphone fengi ég mér þessi: http://www.sennheiser.com/sennheiser/ho ... uct=004974
Ég hef aldrei skilið fólk sem er tilbúið að kaupa sér svaka hljóðkort en fer svo að spara þegar að kemur að því að hlusta á e-h úr þeim.
Re: Heyrnartól - pælingar
boot.ini skrifaði:Gúrú skrifaði:Fáðu þér samt opin heyrnatól, mun betra. [í skólanum]
WHAT! Hvað áttu við? ertu ekki að snúa þessu algjörlega við?
Nei
Modus ponens
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Heyrnartól - pælingar
http://www.computer.is/vorur/6606
http://www.computer.is/vorur/5751
Nú er ég svona aðallega að spá í þessum tveimur.. Hvort er betra að vera með opin eða lokuð?? Ekkert í skólanum eða neitt, bara heima í tölvunni og þegar ég er að fara eitthvert með iPodinn
http://www.computer.is/vorur/5751
Nú er ég svona aðallega að spá í þessum tveimur.. Hvort er betra að vera með opin eða lokuð?? Ekkert í skólanum eða neitt, bara heima í tölvunni og þegar ég er að fara eitthvert með iPodinn
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Heyrnartól - pælingar
Ég er sjálfur að nota HD435 sem eru opin, þau eru mjög þægileg en hleypa inn utanaðkomani hljóðum sem getur verið pirrandi fyrir suma. Lokuð hleypa minni af hljóðum inn.
Það sem ég myndi gera er að fá að prófa bæði tólin, þú finnur strax hvor þú fílar betur.
Það sem ég myndi gera er að fá að prófa bæði tólin, þú finnur strax hvor þú fílar betur.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Re: Heyrnartól - pælingar
[quote="KermitTheFrog"]http://www.computer.is/vorur/6606
http://www.computer.is/vorur/5751
Nú er ég svona aðallega að spá í þessum tveimur.. Hvort er betra að vera með opin eða lokuð?? Ekkert í skólanum eða neitt, bara heima í tölvunni og þegar ég er að fara eitthvert með iPodinn[/quote]
Sagði áður með gæði en ef þú ert að tala um þægindi þá finnst fólki almennt Opin heyrnatól þægilegri þegar kemur að því að vera með þau á sér í lengri tíma. (bara einfaldlega vegna hönnunar, þau þurfa ekki að vera eins þröng um hausinn til að stoppa hljóð, yfirleitt léttari, lofta betur uppá hita o.s.f.)
Ég myndi passa mig örlítið á HD 435 sökum þess að þau eru ekki með innfelda púða, prufaðu þau til að vera viss það henti þínum stíl.
HD202 eru frekar dýr þarna
http://www.pfaff.is/hljomtaeki/heyrnartol/lokud/
http://www.tl.is/vara/9977
http://www.computer.is/vorur/5751
Nú er ég svona aðallega að spá í þessum tveimur.. Hvort er betra að vera með opin eða lokuð?? Ekkert í skólanum eða neitt, bara heima í tölvunni og þegar ég er að fara eitthvert með iPodinn[/quote]
Sagði áður með gæði en ef þú ert að tala um þægindi þá finnst fólki almennt Opin heyrnatól þægilegri þegar kemur að því að vera með þau á sér í lengri tíma. (bara einfaldlega vegna hönnunar, þau þurfa ekki að vera eins þröng um hausinn til að stoppa hljóð, yfirleitt léttari, lofta betur uppá hita o.s.f.)
Ég myndi passa mig örlítið á HD 435 sökum þess að þau eru ekki með innfelda púða, prufaðu þau til að vera viss það henti þínum stíl.
HD202 eru frekar dýr þarna
http://www.pfaff.is/hljomtaeki/heyrnartol/lokud/
http://www.tl.is/vara/9977
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Heyrnartól - pælingar
Ok, TL er líka nær mér
Takk fyrir þetta.. Skelli mér á þetta í næstu viku
Takk fyrir þetta.. Skelli mér á þetta í næstu viku