Upplausn breytist þegar slökkt er á skjánum

Svara

Höfundur
valur
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 25. Okt 2002 00:52
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Upplausn breytist þegar slökkt er á skjánum

Póstur af valur »

Sælir
Vandamálið er eftirfarandi:
Ég er með Shuttle tölvu með innbyggðu Intel GMA 3100 skjákorti sem er tengt með HDMI við 42" LCD sjónvarp. Upplausnin er stillt á 1360x768 sem er alveg hæfilegt og sjónvarpið ræður vel við. Þegar ég slekk á sjónvarpinu og kveiki aftur er upplausnin í tölvunni komin niður í 1280x768 á meðan sjónvarpið sjálft er ennþá í 1360x768. Sem þýðir að tölvan er ekki að fylla almennilega uppí sjónvarpið.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=859
Þetta er tölvan, er búin að prófa bæði nýjasta driver frá shuttle OG nýjasta driver frá intel. Vandamálið er ennþá til staðar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað gæti verið að.. og þá hvernig ég gæti lagað það?

kv.
Valur
Svara