mind skrifaði:Veit ekki alveg afhverju þú myndir vilja GX2 skjákort , sérstaklega með bara 22" skjá.
Frekar 4850/4870 ef þú ert að pæla mest fyrir peninginn. Spara 10-15þús. Veit ekki hvort þú þarf 4gb minni ef þú vilt spara annan 5þús kall
Með kassann og orkugjafann þá er það bæði í frekar háum gæða/kostnaðarstaðli, 34.000 er svolítið mikið fyrir bara kassann og orkugjafa.
Ég veit ekki alveg af hverju þú myndir ekki vilja GX2 skjákort, sérstaklega með 22" skjá Miðað við verðið sem þessi kort eru komin á þá myndi ég nú segja að þetta séu einna beztu kaupin, eru í flestum tilfellum að afkasta töluvert betur heldur en 4870, sbr. http://www.anandtech.com/video/showdoc.aspx?i=3341&p=1
Annars tók hann það ekki fram í póstinum hér, allt í góðu með það, en hann bað um pakka í kringum 180þús.
Síðan er það matsatriðið hvernig kassa maður ætti að velja, sjálfur myndi ég aldrei spara í hvorki aflgjafanum né kassanum, enda kassinn búnaður sem úreldist seint (nema miklar breytingar verði á stöðluðum stærðum og lengdum), svo að það væri frekar að spara á öðrum stöðum þar sem breytingar og verðlækkanir eru meiri, auk þess að með góðum kassa með góðu loftflæði ertu að stuðla að betri kælingu og þar með betri endingu vélbúnaðar. Aflgjafinn ætti að þjóna honum vel, stöðugur, öflugur, hljóðlátur og góður. Ef þú ert að fara að kaupa þér tölvu fyrir 140þús. þá myndi ég ekki spara í aflgjafanum, getur verið ávísun á óþarfa vandræði.
En þetta eru bara mínar skoðanir og má vel vera að fólk sé á allt öðru máli Þó svo að 4870 séu að koma andskoti vel út þá, miðað við verðið sem hægt er að bjóða GX2 kortin á, myndi ég segja að það væru beztu kaupin í dag í öflugri vélarnar, en að sjálfsögðu er það matsatriði eins og svo margt annað.
Það er munur á að spara og vera ekki að kaupa óþarflega dýra hluti. Annars myndi ég réttlæta kaup á Ferrari með því að mér vantaði bíl.
Ég tók það nú líka fram að kassinn og orkugjafinn væri í frekar háum gæða/kostnaðarstaðli, í þessu tilviki telur það fyrir 20% af heildarkostnaði tölvunnar sem ég held að flestum myndi finnast mikið.
En ég var líka svara útfrá þeim forsendum að hann vildi eyða 140-150þús krónum.
Þess má nú líka kannski geta að skv heimasíðu tölvutækni er ekki til HD4870 hjá ykkur
mind skrifaði:sbr þessu þá er HD4870 að gera álíka hluti en er töluvert ódýrara. Ég tók það nú líka fram að kassinn og orkugjafinn væri í frekar háum gæða/kostnaðarstaðli, í þessu tilviki telur það fyrir 20% af heildarkostnaði tölvunnar sem ég held að flestum myndi finnast mikið.
Kassi og aflgjafi nýtast nú jafnvel í næstu tölvu á eftir svo ekkert að því að spara lítið í þeim geira
Auk þess góður aflgjafi kemur í veg fyrir skemmdir á búnaðinum.