Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Svara

Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af Harvest »

Góðan dag.

Þar sem mér finst hafa verið pínu lægð yfir vaktinni undanfarna klukkutíma :) (og sérstaklega þessum skemmtilega umræðuhóp) langar mig til að þið vaktarar sýnið okkur hverning innviði kassanna ykkar er með þemað "hýsing harðra diska". En þið megið líka sýna okkur hvernig þið hagræðið t.d. eitthverjum hlutum í kössunum ykkar (mini-mods osf).

Ég vil nú sjá alvöru vaktara taka við sér og sýna okkur myndir og skrifa netta lýsingar á dótinu sínu (þeas. kassa-týpa, vélbúnaður, fjöldi harðra diska, kælibúnaður, breytingar frá uppruna ofl.).

Með þessu vona ég að vaktarar vakni upp við blautan draum og sýni á sér punginn.

Þetta þarf ekkert að vera eitthvað hrikalega mikið sem þið eruð að gera eins og áður sagði. Bara eitthvað sem gæti örvað frjósemi annarra.



Ég ætla að starta þessu með mynd sem ég fann á netinu, gott dæmi:

Mynd


Mættuð gjarnan upplýsa mig um hvaða kassi þetta sé.

(hendi inn myndum af mínu dóti um leið og ég fæ myndavélina mína til baka :evil: )
Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af urban »

Tjahh þessa mynd sá ég fyrst fyrir mörgum mörgum árum þá var aðili semm að kallaði sig OFI, var op á dci á sínum tíma og hann vildi alltaf meina það að þetta væri sín vél, ég reyndar trúði honum aldrei :D
hvort að það sé satt veit ég nú ekki.

en ég er semsagt með í vélinni hjá mér
1x74 GB raptor
1x 200 GB dl disk
1x 200 GB flakkara
og síðan á ég 500 GB tv flakkara

bróðir minn er síðan með hjá sér 500 GB í vélinni og 500 GB tv flakkara

síðan er í vélinni hjká múttu 2 160 GB diskar.

þannig að þetta er eitthvað rétt um það bil 2 TB samtals hérna á heimilinu.

1.4 TB laus ca (vá hvað við þurfum að vera duglegari við að dla við bræðurnir)
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

littel-jake
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Lau 18. Ágú 2007 20:04
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af littel-jake »

Ég mundi gjarnan vilja fá eitt stikki af þessu móðurborði :P
E8400@3gHz---Intel 775-Ga-P35-DS3L--- GeForce8800GT512mb---560W aflgjafi (með wattmæli)---2x2gb DDR2 @800Mhz--- Geimt í óttalegum bakaraofni frá Aspire
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af Gúrú »

littel-jake skrifaði:Ég mundi gjarnan vilja fá eitt stikki af þessu móðurborði :P
http://kisildalur.is/?p=2&id=134" onclick="window.open(this.href);return false;

^^
Modus ponens
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af ManiO »

Af myndinni að dæma eru þetta flest allt IDE diskar, þeas sýnist mér. Og þessir gulu kaplar eru skuggalega líkir köplunum sem fylgdu DFI LanParty borðinu sem ég á.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af urban »

Þetta eru alveg pottþétt IDE diskar
allavega ef að ég man rétt þá kemur SATA ekki í gagnið fyrr en 2003 eða 2004

ég sá þessa mynd fyrst í kringum 2001
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

DaRKSTaR
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af DaRKSTaR »

mjög líklega scsi diskar.

hver scsi controller tekur gríðarlegt magn af þeim já og tekur lítið sem ekkert cpu að keyra þá.

gæti verið að nýta ide controllerinn á borðinu fyrir nokkra og rest verið scsi.
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af ManiO »

Ef þetta eru SCSI diskar þá eru þettar gífurlegir fjármunir sem við erum að horfa á :shock:
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af urban »

DaRKSTaR skrifaði:mjög líklega scsi diskar.

hver scsi controller tekur gríðarlegt magn af þeim já og tekur lítið sem ekkert cpu að keyra þá.

gæti verið að nýta ide controllerinn á borðinu fyrir nokkra og rest verið scsi.
ég hugsa að þetta séu nú bara IDE
ok þetta eru ca 22 diskar.
gerum ráð fyrir að það séu 2 tengi á móðurborði og þar að leiðandi 4 diskar tengdir þar.

þá eru eftir 18 diskar sem að deilast á 9 rásir.
ekkert mál að koma því fyrir á ide pci tengispjöldum

aftur á móti hugsa ég að það sé svolítið MIKILL hiti í þessum blessaða kassa, þar sem að þetta er jú bara veggur af hddum að framan og víraflækja fyrir aftan þá.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af ManiO »

Eru SCSI diskar líka með svona þykkum snúrum og molex tengjum?
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af TechHead »

Þetta eru IDE diskar ekki SCSI.

Það eru engin SCSI terminal tengi á diskunum á þessari mynd.

kbg
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af kbg »

Svona lítur hýsingin út hjá mér :D

Mynd

Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af Harvest »

kbg skrifaði:Svona lítur hýsingin út hjá mér :D

Mynd

Þetta er eitt það magnaðasta ráð sem ég hef séð :D

Loftar vel um diskinn og hann víbrar ekkert!

Frábærlega útfært og ódýrt.
Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af Gúrú »

kbg skrifaði:Svona lítur hýsingin út hjá mér :D

Mynd
Snilld, snilld.
Modus ponens

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af TechHead »

kbg skrifaði:Svona lítur hýsingin út hjá mér :D

Mynd
Góð lausn, en ég myndi fjárfesta í öðruvísi teygjum þar sem þessar hefðbundnu gúmmíteygjur þorna fljótt upp og slitna auðveldlega.

kbg
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af kbg »

TechHead skrifaði: Góð lausn, en ég myndi fjárfesta í öðruvísi teygjum þar sem þessar hefðbundnu gúmmíteygjur þorna fljótt upp og slitna auðveldlega.
Já ég hef stundum skipt um teygjur öðru hverju, ég setti líka afgangs paxmate undir diskinn til að taka við högginu ef hann dettur.
En hann hangir bara 1 millimetra fyrir ofan þannig að það er ekkert stórmál ef það gerist :)

Spurning hvar maður fær betri teygjur? Er einhver almennileg teygjubúð hérna á klakanum? :wink:

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Innvið tölvunnar ykkar, þema: "hýsingar harðra diska"

Póstur af Blackened »

kbg skrifaði:
TechHead skrifaði: Góð lausn, en ég myndi fjárfesta í öðruvísi teygjum þar sem þessar hefðbundnu gúmmíteygjur þorna fljótt upp og slitna auðveldlega.
Já ég hef stundum skipt um teygjur öðru hverju, ég setti líka afgangs paxmate undir diskinn til að taka við högginu ef hann dettur.
En hann hangir bara 1 millimetra fyrir ofan þannig að það er ekkert stórmál ef það gerist :)

Spurning hvar maður fær betri teygjur? Er einhver almennileg teygjubúð hérna á klakanum? :wink:
Væri hægt að nota slöngu úr reiðhjóladekki reikna ég með.. helsterkur andskoti
Svara