Þannig er málið að ég var að fá mér nýja tölvu (specs í undirskrift). Er að downloada 3dMark06 as I type þannig ég kem með results úr því í kvöld.
En hvernig er með OC á þessa vél? Borgar það sig eða mun einhver annar hlutur bottlenecka í staðinn bara? Minnið er sagt 1066mhz og 5-5-5-15 timings en ég fæ allt aðra timings samkv. CPU-Z (5-7-7-20 minnir mig). Ég var eitthvað örlítið að fikta áðan bara og hækkaði cpu voltin uppí 1.2 og fór með FSBinn í 400 þannig E8400 örrinn er núna að runna á 3.6Ghz. Ásamt því prófaði ég að manually set'a multiplierinn í 2 þannig minnið er núna að keyra á 800mhz en núna eru timings orðnir eins og þeir eiga að vera samkv. CPU-Z, 5-5-5-15.
Eru einhver ákveðin tests (stress test?) sem ég get runnað kannski til að gefa ykkur betra info hvernig hún er að vinna atm? Þannig að þið getið þá kannski ráðlaggt mér (ef þið vilduð vera svo vænir) hvort ég græði eitthvað á OC eða hvort það er eitthvað að bottlenecka hjá mér?
Hvernig líst ykkur annars á þessa vél? Ég hef venjulega verið frekar extreme þegar ég kaupi nýja hluti en við vitum hvernig staðan er á efnahagslífinu í dag, maður hefur ekki lengur efni á öllu hehe, þannig að ég var "örlítið" að passa budgetið þegar þessi var versluð. En eftir að ég skoðaði reviews af mörgum hlutunum og fékk hana svo í hendurnar, er ég mjög sáttur. En ég hef ekki neitt vit á hardware þannig séð


Öllum spurningum verður svarað og öllum ábendingum tekið vel, ásamt allri hjálp

Kveðja,
Siggi