Mac Mini sem HTPC

Svara
Skjámynd

Höfundur
ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Mac Mini sem HTPC

Póstur af ManiO »

Var að enda við að koma 2.0 GHz mac mini upp sem HTPC sem media center fyrir foreldra mína og vildi deila með ykkur hvaða forrit ég er að nota ásamt kostum og göllum sem ég hef lent í.

Kostirnir

-Mjög lítill og nettur kassi
-OSX í stað Windows :roll:
-Optical í gegnum mini-jack


Gallar

-Heyrist frekar mikið í geisladrifinu (en þar sem það er ekki Blu-Ray/HD-DVD drif skiptir það svo sem litlu)
-Lítill diskur (80GB eða 120 GB stærst, en alltaf er hægt að streama yfir innra netið)
-Gæti verið vesen fyrir suma að hafa ekki HDMI tengi


Afspilunar forrit:

-OSX XBMC - Eina forritið sem ég hef náð að spila 1080p filea með án hökts, þeir sem hafa notað þetta á XBox ættu sennilega að kannast við flest þarna enda er þetta byggt á XBMC fyrir XBox. Hægt er að nálgast forritið hérna -> http://www.osxbmc.com/

-VLC Player - Ef 1080p er ekki nauðsyn þá er að sjálfsögðu hinn klassíski VLC player snilld, hægt er að nálgast hann hér -> http://www.videolan.org


BitTorrent client:

-Transmission - Lítið og einfalt forrit, eins nálægt og hægt er að komast að uTorrent á OSX. Reyndar er nýjasta útgáfan ekki leyfð á sumum trackerum en sú sem kom á undan er leyfð (og mun þetta líklegast breytast á næstunni). Hægt er að nálgast nýjustu útgáfuna hér -> http://www.transmissionbt.com/

-Azureus - Þarf lítið að kynna þetta forrit, en ég lenti í veseni með nýjustu útgáfuna á OSX með að stilla port og svo er það ansi þungt í vinnslu. Hægt er að nálgast það hér -> http://azureus.sourceforge.net/



Annað sem mætti kannski taka fram er að það heyrist smá í viftunni, en ekkert sem heyrist þegar horft er á mynd.


P.s. Ég mun sennilega grúska aðeins í þessum þræði á næstu dögum, setja hann betur upp og bæta við upplýsingum þannig að ef það er eitthvað endilega komið því á framfæri.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mac Mini sem HTPC

Póstur af GuðjónR »

Mac all the way.
Svara