Ég sá á heimasíðu Task.is að þeir voru farnir að selja Asetek Waterchill settið, þannig að ég ákvað að skella mér á það þar sem það hafði verið að fá glimrandi dóma. Þegar ég fékk settið fór ég strax í það að gera pláss í kassanum, boraði gat fyrir 120mm viftuna í toppinn og festi vatnskassann þar. Í settinu voru tveir kubbar, einn fyrir örgjörvan og einn fyrir kubbasettið.
Ég lenti í smá hrakförum með chip-set kubbinn, hann var ekki nægilega vel skrúfaður saman þannig að hann lak, en ég leiðrétti það með sexkanti sem fylgdi með. Þegar allt var komið saman ýtti ég á power takkann en ekkert gerðist. Ég fékk hjartaáfall...
Eftir smá tíma fór ég að skoða þetta, reif öll drif úr sambandi og reyndi aftur, og viti menn! Hún þaut í gang!
Ég er núna að keyra AMD +1700XP (AXDA1700DUT3C / JIUHB 0309MPMW) á 2.2Ghz. Ég er að vonast til að ná hærra því þetta er hraðinn sem ég toppaði í á Thermaltake Volcano 11+ heatsinkinu (með Vantec Tornado 80mm skrímsli). Hitinn stendur í 35°C idle og fer mest í 39°C undir álagi.

Ég vill þakka Kára Sig. hjá Task.is fyrir að koma mér í þetta glæsilega sett, þetta er ólýsanlega vel gert kit. Allur frágangur er til fyrirmyndar og er nánast hljóðlaust (miðað við 80mm kvikindið allavega). Ég mæli eindregið með þessu setti...