
Ég er, einsog eflaust fleiri hérna, að ljúka framhaldsskólagöngu minni núna í vor. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að fara beint í háskóla eftir framhaldsskóla, en fyrir örfáaum vikum fékk ég þá flugu í hausinn að taka mér ársfrí og vinna, slappa af, prófa eitthvað nýtt og skoða heiminn. Ég get bara ómögulega gert upp við mig hvað mig langar að gera og væri alveg til í að heyra ykkar skoðanir.
Ég átta mig á að þetta er rosalega einstaklingsbundið, en ef þú, eða einhver sem þú þekkir, tók sér ársfrí (eða ekki) megið þið endilega deila reynslunni.
kv. MezzUp