Sælir
Er með Thinkpad T42 og var að strauja hann í gær,
notaði skipunina "dd if=/dev/zero of=/dev/sdb bs=1M".
En áður en ég gerði þetta þá skoðaði ég diskinn í Gparted
og sá þar bara NTFS. Ég hafði ekki hugmynd um þetta svokallaða Rescue Partition.
Svo setti ég tölvuna þannig upp að hún leitar fyrst á geisladrifinu og svo harða diskinum.
Eftir það setti ég Windows XP disk í og þá kom voðalega skrítið geisladrifahljóð,
svolítið eins og urg eða eins og að hún sé að leita í drifinu en endurtekur sig alltaf aftur.
Ég prófaði að setja inn Ubuntu Live og alternate diskana, einnig Ultimate Boot CD, Windows 2000
en ekkert kemur nema svartur skjár og þetta strik "_" sem blikkar. Líka búinn að setja Pre??Area á disabled en ekkert kemur.
Ég er líka búinn að strauja diskinn nokkrum sinnum, skipta honum í tvennt, eitt NTFS og hitt FAT32 fyrir Rescue Partition,
setja NTFS sem unformatted!
Og mín spurning er: Hvað í dauðanum er að þessu helvíti? Ég er búinn að leita allsstaðar á Google en ekkert finn ég.
PS.
Ef einhver á þennan RescueCD þá má hann endilega deila honum.
Með fyrirfram þökk, Sprelli
Thinkpad T42 vandamál
Re: Thinkpad T42 vandamál
Vandamálið er klárlega geisladrifið.
Drifið er ekki að ná að lesa boot sectorinn af diskunum í minni.
Panta nýtt af Ebay (Nýherji er ekki þekktur fyrir hófleg verð) eða plögga USB tengdu drifi við vélina og keyra upp af því.
Drifið er ekki að ná að lesa boot sectorinn af diskunum í minni.
Panta nýtt af Ebay (Nýherji er ekki þekktur fyrir hófleg verð) eða plögga USB tengdu drifi við vélina og keyra upp af því.
Re: Thinkpad T42 vandamál
Já, kannski það sé rétt hjá þér. Þetta er nefnilega eitthvað svo skrýtið
því mér tókst í gær að keyra Windows og setja það inn, þ.e.a.s. bara afritun á diskinn,
en svo þér tölvan ætlaði að setja það upp að fullu þá fann hún ekki drifið.
því mér tókst í gær að keyra Windows og setja það inn, þ.e.a.s. bara afritun á diskinn,
en svo þér tölvan ætlaði að setja það upp að fullu þá fann hún ekki drifið.
Re: Thinkpad T42 vandamál
Sprelli skrifaði:en svo þér tölvan ætlaði að setja það upp að fullu þá fann hún ekki drifið.
Byrjaði semsagt Windows setupið með GUI viðmótinu að kvarta undan því að það fyndi ekki geisladrifið?
Re: Thinkpad T42 vandamál
Já, sko ég gleymdi kannski að segja þetta áðan.
Ég gerið dd skipunina, setti svo Windows diskinn í drifið, öll afritun tókst og svo
í GUI kemur þessi villa. Eftir það hefur geisladrifið greinilega ekki virkað.
BIOS finnur það samt alveg, allt rétt þar.
Ég gerið dd skipunina, setti svo Windows diskinn í drifið, öll afritun tókst og svo
í GUI kemur þessi villa. Eftir það hefur geisladrifið greinilega ekki virkað.
BIOS finnur það samt alveg, allt rétt þar.
Re: Thinkpad T42 vandamál
ég lenti í sama veseni með t43 vél, og ég þurfti að ýta á geisladrifið upp og niður allan tímann meðan ég setti windows inn og er búnað gera það nokkrum sinnum.