Bios og móðurborð: 1.47 GHz varð 1.05 GHz

Svara

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Bios og móðurborð: 1.47 GHz varð 1.05 GHz

Póstur af Palm »

Fór með tölvuna mína í viðgerð í Tölvulistann nýlega þar sem hún skyndilega virkaði ekki. Hún er í ábyrgð.
Tölvan sem ég fór var með 1.47 GHz minnir mig en var samt alltaf auglýst sem 1.6 GHz á sínum tima.

Þeir eru búnir að laga tölvuna og þeir skiptu um móðurborð í henni - þegar ég svo fer núna í My Computer þá sést þar bara 1.05 GHz
Ég hélt auðvitað að þeir hafi verið eitthvað að svindla á mér svo ég hringdi í þá og þá segja þeir að þetta sé bara stilling i bios sem valdi þessum mun.

Kannist þið eitthvað við þessa stillingu í bios sem getur valdið þessu - hvaða stilling er þetta eiginlega?

Ég er ekki ennþá búinn að skoða bios-inn en vildi fyrst fá smá álit frá ykkur á þessu.

Palm
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

Þú ert þá líklega með AMD örgjörva. (alltaf gott að taka svona hluti fram). Það sem hefur mögulega gerst er að annaðhvort margfaldaranum (multiplier) eða front side businum (FSB) hefur verið breytt. Hvað þær stillingar eiga að vera er ég ekki með á hreinu, líklega á FSB að vera 266 (eða 133) og margfaldarinn 5,5 eða 11.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

þú áttir náttla að láta þá segja þér hvaða stillingum þú þarft að breyta
Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af OverClocker »

Maður sendir ekki vél frá sér án þess að stilla biosinn!!
Hvers lags amatörar eru að vinna þarna ?

Maður hefði nú haldið að Tölvulistinn hefði efni á að hafa góða viðgerðarmenn...

Buddy
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 22:11
Staða: Ótengdur

Póstur af Buddy »

Palm hringdu í þá aftur og láttu þá leiðbeina þér í gegnum þetta.

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Póstur af Palm »

Takk fyrir öll svörin.

Eftir símtal við tölvulistann og öll svörin frá ykkur þá gekk vel að laga þetta. Þetta er sem sagt komið í lag.

Reyndar virðist vera lítið mál að yfirklukka akkúrat þetta móðurborð og örgjörva - er það þess virði?

Palm
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

Þarft mikla kælingu í það, skoðaðu bara þræðina hérna, menn eru á þessu á fullu. :8)
Voffinn has left the building..
Svara