Spila sitthvora bíomyndina samtímis á tveim skjám.

Svara

Höfundur
dos
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:05
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Spila sitthvora bíomyndina samtímis á tveim skjám.

Póstur af dos »

Veit einhver ef maður er með 2 skjákort (eða 2 tv-out), hvort maður geti spilað sitthvort videoið á þeim á sitthvoru sjónvarpinu. (og þá með 2 hljókort væntanlega).
Vona að það skiljist hvað ég er að meina :-k
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Póstur af mind »

Þetta er hægt.

Ég notaði yfirleitt VLC til að gera þetta(með þá einu skjákorti)

Athugaðu að ég notaði Nvidia skjákort til að gera þetta, ef þú ert með ATI getur verið það sé öðruvísi.

Það eru 2 spilarar sem mögulega geta þetta og það eru VLC(Videolan) og Mplayer(meira þekktur fyrir linux).

Hvorugt tveggja leyfir þér að velja hvaða útgang þú vilt nota fyrir hljóð.

Ef þú færð bara mynd á annað þeirra þarftu að fikta í "overlay".

Þessar upplýsingar gilda bara fyrir DVI/VGA. Ég hef ekki prufað þetta með S-VHS og stillingarnar fyrir það eru líklega öðruvísi. Forritin bæði ættu samt að leyfa þér að gera þetta.

Ef þig vantar nákvæmari leiðbeiningar segðu þá hvaða hardware, software þú ert að notast við.
Svara