Linux media center

Svara

Höfundur
Frikkasoft
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Staðsetning: USA
Staða: Ótengdur

Linux media center

Póstur af Frikkasoft »

Er að hugsa um að fjárfesta í náinni framtíð í græju, svipað og MuGGz var að selja hér, í þeim tilgangi að setja upp linux media center LinuxMCE inn í stofu

Eftir að ég sá Þetta video (í alvörunni horfið á þetta), þá kitlar mér í puttana að netvæða allt heima hjá mér, s.s ljós, eldhús...

Mér datt í hug að spyrja fyrst hvort einhver hér væri með svipað setup og hvernig þetta hefur reynst?

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Gaf mér loksins tíma til að horfa á þetta.
Mjög svalt.

Hardwarelega séð þá er ég með svipaða vél í stofunni, en hún keyrir Vista home premium media center, það hefur dugað ágætlega. Þetta er mín 4 HTPC vél og lang besta lausnin hingað til.

Spurning að prufa þetta Linux ef ég hef tíma, virkar allavega mjög svalt og leysir mikið af vandamálum. Ætti að vera staðalbúnaður í hverrju húsi :wink: .

frr
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Staða: Ótengdur

Linux MEdia Centere

Póstur af frr »

Ég prófaði þetta.

Tek það fram að ég hef talsverða reynslu af Linux, þó ég segi sjálfur frá, ég var einn af þeim fyrstu á landinu sem setti upp Linux (um áramótin 91-92)

Verð að segja það að þetta olli vonbrigðum, en ég prófaði nýjustu betuna.
Vonbrigðin eru í kringum það að setja þetta upp og halda þessu við, ekki með notandaásjónuna sem slíka.

Ég er með gamla Media center vél sem er MSI 651. 1.7 Ghz P4 768MB innbyggt via skjákort BT878 sjónvarpskort með tuner.
Þráðlaust TRUST usb netkort (dongle)
Sjónvarpið er 1376*768 lcd

Install byrjar ágætlega en tekur ótrúlega langan tíma, Ég hef aldrei verið eins lengi að setja upp stýrikerfi. Ég notaði DVD (4GB) disk sem er afritaður á vélina í restina á installinu, skýrir hluta af þessu, en hvern fjandann er verið að afrita/installa á skitna mediacenter vél? cd install er hins vegar tveir diskar.

Fyrsta rebootið þar til að "install wizardinn" byrjaði tók langan tíma.
Gellan sem á að leiðbeina manni í gegnum þetta sást ekki, bara svartur rammi, en það gæti tengst skjákortinu,en....

netið kom ekki inn, sem er kannski skiljanlegt.

Mythv var einhvern veginn verri að eiga við en mig minnir, en fór svo að virka. ekkert autoconfigure á móti heimsins algengasta sjónvarpskorti.


Það sem felldi þetta að mínu mati er að þrennt.
Vélin er ferlega lengi upp, líklega hátt í 10 mínútur, sem er hreint rugl.
Aðaltíminn fer í að ræsa þjónustur í kringum þetta (t.d. sql gagnagrunn), það birtist á upplausn, sem ekki virðist hægt að breyta, líklega 1600*1200.
Ef maður breytir stillingum verulega, þá heimtar vélin reboot...

Þegar ég tengi flakkkara við, VERÐ ég að sega að hann sé internal, mér býðst ekkert annað... Hún hefði átt að bjóða mér að afrita þetta eða skrifa catalog.

Wizardinn neyðir þig í gegnum hluti sem flestir þurfa ekkert. Mun betra hefði verið að byrja á media dótinu og hafa herbergjastýringu o.þ.h. sem option.


Interfaceið er ekki eins notadrjúgt og xbox media center, sem er það besta sem ég hef séð hingað til.
ég að vísu þurfti að sætta mig við lélegasta lookið af þremur mögulegum, því hitt svaraði svo illa (þ.e. það flottasta, prófaði ekki miðjuna).
Það er þó auðvelt að stjórna því, en á aðalvalmyndinni er allt, líka það sem þú hefur ekkert að gera með.

Ég er með tvær fjarstýringar með vélinni (vélin sjálf og tvkortið), en hvorugt supportað. Ég á að vísu usb infrared tengi sem hefði örugglega virkað með.


Ég ætla að henda nvidia korti í vélina og sjá hvort þetta líti betur út.


Eins og er, er mun betra að lifa við það að nota mythtv beint og mediaforrit á hitt. Síðan væri líklega betra að vera með sérforrit fyrir fjarstýringuna og forrita hana beint, þ.e. keyboard shortcuts o.þ.h. á hnappana á fjarstýringunni.

Þetta lofar góðu, ef þú ætlar þér aldrei að slökkva á vélinni.

Best er sennilega að púsla vél út frá hugbúnaðinum, nota hardware sem pottþétt virkar. Það þýðir sýnist mér t.d. nvidia skjákort og þekkt wifinetkort og tuner, ásamt standard usb infrared skynjara, líklega tvo ef þú vilt að vélin stjórni afruglaranum.

Annað ætti að virka.
Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af tms »

Ef ég myndi tíma pening í flatskjá og tölvu væri ég eflaust að nota Ubuntu og elisa.
Svara