Í Smíðum - Custom External Vatnskæling


Höfundur
TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Í Smíðum - Custom External Vatnskæling

Póstur af TechHead »

Jæja kæru vaktarar, nú er maður kominn í ruglið :D

Ég festi kaup á þessum fínu vatnskælingar pörtum hjá fletch um daginn og ég
hef ákveðið að smíða mér eitt stykki utanáliggjandi vatnskælingar unit.

Hugmyndin er að hafa Dæluna, Vatnskassann, Forðabúrið og PSU til að keyra
dælu og viftur í External boxi sem komið verður fyrir á skrifborðinu.


Úr boxinu munu liggja Inn/Út 1/2" túbur að tölvukassanum sem staðsettur er
undir skrifborðinu. Ég mun notast við Koolance Quick Disconnect Fittings á
samskeyti túbanna milli Vatnskælibox og Tölvukassa.
http://www.koolance.com/water-cooling/product_info.php?product_id=616
http://www.koolance.com/water-cooling/product_info.php?product_id=620

En nóg komið af bulli, ég set Google SketchUp módelið sem ég gerði með í
hér í póstinn.
Til að skoða módelið þá er hægt að hala niður ókeypis útgáfu af sketchup @ http://sketchup.google.com/download.html

Gaman væri að fá skoðanir um efnisval í boxið, áferð og hvort eitthvað
mætti betur fara í hönnuninni :)

ath. sketchup skráin er í 3 .rar pörtum.
Viðhengi
Vatn_External1.part3.rar
(104.99 KiB) Skoðað 89 sinnum
Vatn_External1.part2.rar
(512 KiB) Skoðað 40 sinnum
Vatn_External1.part1.rar
sketchup módel
(512 KiB) Skoðað 43 sinnum

dezeGno
has spoken...
Póstar: 192
Skráði sig: Mið 27. Des 2006 04:46
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af dezeGno »

Setja upp .jpg af þessu :) ?

Höfundur
TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Jpg eins og um var beðið :wink:
Viðhengi
Vatnskæling_external.jpg
Vatnskæling_external.jpg (382.07 KiB) Skoðað 960 sinnum
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Helvíti töff maður, eitt út að það að setja væri ekki betra að draga loft inn í gegn um radiatorinn. Ss. kaldara loft en þú væri að blása út úr kassanum.
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Póstur af MuGGz »

Zedro skrifaði:Helvíti töff maður, eitt út að það að setja væri ekki betra að draga loft inn í gegn um radiatorinn. Ss. kaldara loft en þú væri að blása út úr kassanum.


sammála þessu, myndi halda að það kæmi kaldara loft að utan heldur innan úr kassanum

Ætti að vera lítið mál að snúa þessu við, setja bara 3 flottar viftuhlífar á hliðina á kassanum, gera þetta að smá lúkker :8)

annars er þetta helvíti töff! P182 kassinn minn væri snilld við svona unit þar sem það eru 2 göt aftan á kassanum tilbúnar fyrir slöngur inn og út :D

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Well , - 1/2 er óþarfi nú til dags =/ gætir allt eins farið í 3/8 ( Jafnvel betra )

Ef þú ætlar að radda gegnum sona stórt utanályggjandi kerfi gengur þessi pumpa ekki.

Einnig verður að hafa í huga að ef resinn er svona langt frá henni verður hún þyrst og gæti endað á því að spóla á vatninu.

Betra að hafa stóra rads á pull í staðinn fyrir push =/ -

Eitt sem ég skil ekki =/ - Afhverju villtu hafa þetta external? Þetta er frekar lítið rig og kæmist auðveldlega fyrir í kassa. Það myndi ekki aðins auka afkastagetu þessu heldur væri það mun hentugra og sparsamara.

Höfundur
TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

RaKKy skrifaði:Well , - 1/2 er óþarfi nú til dags =/ gætir allt eins farið í 3/8 ( Jafnvel betra )
Nú? Útskýrðu nánar afhverju það er betra að vera með slöngur sem flytja minna magn af vatni þegar maður kemur hugsanlega til með að kæla CPU/GPU og NB.

RaKKy skrifaði:Ef þú ætlar að radda gegnum sona stórt utanályggjandi kerfi gengur þessi pumpa ekki.

Hvaða pumpu mæliru þá með í staðinn og hefuru statík til að bakka það?

RaKKy skrifaði:Einnig verður að hafa í huga að ef resinn er svona langt frá henni verður hún þyrst og gæti endað á því að spóla á vatninu.

Ha? Útskýrðu nánar og þá helst með reliable source, ekki það sem þér "finnst".

RaKKy skrifaði:Betra að hafa stóra rads á pull í staðinn fyrir push =/

Var búinn að gera ráð fyrir því og það var þannig að ég held á teikningunni.

RaKKy skrifaði:Eitt sem ég skil ekki =/ - Afhverju villtu hafa þetta external? Þetta er frekar lítið rig og kæmist auðveldlega fyrir í kassa. Það myndi ekki aðins auka afkastagetu þessu heldur væri það mun hentugra og sparsamara.


Í mínu tilfelli væri það ekki hentugra. Er með lítinn kassa og aðstaðan mín leyfir ekki stærri kassa. Einnig hef ég "gaman" af því að búa svona til og ef þetta yrði ekki að virka eins og ég vildi þá væri ég allavegana búinn að skemmta mér við að smíða þetta og reyna á það í praxis. Þannig að ef þetta er að blíva í enda dags þá er það bara +

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

cool project

Höfundur
TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Yank skrifaði:cool project


Takk fyrir það :)

Þar sem þetta er ennþá í fæðingarhríðunum þá væri ég til í að fá comment á efnisval og útfærslu á samskeyta festingum.

Mér var búið að detta í hug Ál en þar sem maður þyrfti helst að komast í CNC Water Jet Cutter þá er sú hugmynd kannski ekki að gera sig kostnaðarlega séð....

Og svo er það nátturulega hinn klassíski viður, spurning bara hvers kyns við....

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Hvað með furu, trélím, skrúfur :?:

http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=1 ... ory_id=528

kostar svolítið þó.
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Viður vær fekking geðveikt, mjög spennandi project hér á ferð.
Er spenntur fyrir útkomunni ;) mundu eftir myndavélinni....!
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Nú? Útskýrðu nánar afhverju það er betra að vera með slöngur sem flytja minna magn af vatni þegar maður kemur hugsanlega til með að kæla CPU/GPU og NB.


Nú einfaldlega vegna þess að flow-rate er ekki allt , kerfið þarf einnig að halda stöðugum þrýsting og þá sérstaklega þar sem þú ert með svo stórt kerfi.

Cathar mældi þetta svona :

Mynd

Þar sem kerfið þitt er einstaklega stórt gæti hP farið vel niður í 2.

Hvaða pumpu mæliru þá með í staðinn og hefuru statík til að bakka það?


Pumpan sem þú ert með á myndinni ( MCP655 ) er gerð fyrir low pressure smákerfi - þeas hún virkar best þegar í littlu loopi enda skilar hún aðins 10ft hP og í kerfi eins og því sem þú ætlar að setja upp þarftu að minnsta kosti 18-20. og færi ég þá heldur í MCP355 með topp ( ef ekki tvær )

Ef ég væri í þínum sporum færi ég að lesa hvað það er sem gerir vatnskælingu góða. Byrjendur halda að flow-rate sé allt en í raun er það mjög vegalítið.

RaKKy skrifaði:Einnig verður að hafa í huga að ef resinn er svona langt frá henni verður hún þyrst og gæti endað á því að spóla á vatninu.


Ég bjó ekki til þessa pumpu og get því miður ekki útskýrt þetta fyrir þér - En þegar þú býrð til kerfi hefuru það ávalt að markmiði að hafa sem styst á milli kerfa og reserv ávalt beint fyrir ofan pumpuna svo hún sé ekki taka tvöfalt á sig.

Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur hérna , það bara vill svo til að vatnskælingafræði er algjört Rocket Science -_-

Lestu allt sem þú kemur höndum yfir -

Höfundur
TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Takk fyrir info´ið Rakky :D

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Spurning hvort hægt væri að fá Kaemka til að pósta hérna -_-

Hann er nú einusinni vatnskælinga expertinn <.<
Skjámynd

Kobbmeister
Tölvutryllir
Póstar: 659
Skráði sig: Sun 24. Feb 2008 00:02
Staðsetning: Í himnaríki kobbans
Staða: Ótengdur

Póstur af Kobbmeister »

flott :D

en afhverju ekki bara gera "frystikistu" og láta viftur blása kalda loftinu upp í kassan ? :P(smá spekúlering hjá mér)
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Póstur af SolidFeather »

Kobbmeister skrifaði:flott :D

en afhverju ekki bara gera "frystikistu" og láta viftur blása kalda loftinu upp í kassan ? :P(smá spekúlering hjá mér)


Raki
Skjámynd

Kobbmeister
Tölvutryllir
Póstar: 659
Skráði sig: Sun 24. Feb 2008 00:02
Staðsetning: Í himnaríki kobbans
Staða: Ótengdur

Póstur af Kobbmeister »

SolidFeather skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:flott :D

en afhverju ekki bara gera "frystikistu" og láta viftur blása kalda loftinu upp í kassan ? :P(smá spekúlering hjá mér)


Raki


meynar skil þig en það væri samt góð kæling :D(eða skyldi kæla vel)

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Kobbmeister skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:flott :D

en afhverju ekki bara gera "frystikistu" og láta viftur blása kalda loftinu upp í kassan ? :P(smá spekúlering hjá mér)


Raki


meynar skil þig en það væri samt góð kæling :D(eða skyldi kæla vel)


Slatta af hálfvitum sem gera eitthvað í þessa átt og enda með sc'aðar tölvur.

Ef þú kælir tölvuna niður fyrir 20-22° án þess einangra og koma í veg fyrir raka máttu búast við skemmdum á innan við klst.
Skjámynd

Kobbmeister
Tölvutryllir
Póstar: 659
Skráði sig: Sun 24. Feb 2008 00:02
Staðsetning: Í himnaríki kobbans
Staða: Ótengdur

Póstur af Kobbmeister »

RaKKy skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:flott :D

en afhverju ekki bara gera "frystikistu" og láta viftur blása kalda loftinu upp í kassan ? :P(smá spekúlering hjá mér)


Raki


meynar skil þig en það væri samt góð kæling :D(eða skyldi kæla vel)


Slatta af hálfvitum sem gera eitthvað í þessa átt og enda með sc'aðar tölvur.

Ef þú kælir tölvuna niður fyrir 20-22° án þess einangra og koma í veg fyrir raka máttu búast við skemmdum á innan við klst.


auðvitað skildi maður einangra, en ég er nú bara að tala um ca -5-7° :P

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Þegar þú fynnur kistu sem getur haldið tölvu svo svell kaldri skal ég kaupa hana á staðnum.

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Það er ein úti í vélageymslu sem ekkert er notuð, hún getur örugglega haldið tölvunni þinni undir frostmarki eins og kjötinu. Hvað býðurðu. :wink:

Hvernig væri það samt að hafa svona kerfi eins og Techhead er búinn að hanna ofan í frystikistu og láta bara í staðinn fyrir vatn vera frostlög.

Þetta er alveg frábærlega vel teiknað finnst mér og flott verkefni hjá þér.

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Ég man ekki hve mikill hiti það var en ég held það sé eitthvað í kringum 500-1200w af hita sem tölvur nútildags gefa frá sér. Það langt um meira en nokkur kista tekur ^^
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

dagur90 skrifaði:Það er ein úti í vélageymslu sem ekkert er notuð, hún getur örugglega haldið tölvunni þinni undir frostmarki eins og kjötinu. Hvað býðurðu. :wink:

Hvernig væri það samt að hafa svona kerfi eins og Techhead er búinn að hanna ofan í frystikistu og láta bara í staðinn fyrir vatn vera frostlög.

Þetta er alveg frábærlega vel teiknað finnst mér og flott verkefni hjá þér.


munurinn er sá að um leið og kjötið er orðið frosið, þá gefur það ekki frá sér hita, það aftur ´amóti gerir tölvan
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Póstur af Blackened »

RaKKy skrifaði:Ég man ekki hve mikill hiti það var en ég held það sé eitthvað í kringum 500-1200w af hita sem tölvur nútildags gefa frá sér. Það langt um meira en nokkur kista tekur ^^


1kW af hita er býsna mikið sko.. hugsa að tölvan mín gæti ekki gefið af sér þvílíkan hita

Tekur bara stóran rafmagnsþilofn sem er 1kW.. maður snertir hann varla þegar hann er í botni.. og samt er hann býsna stór

Ef þessar tölur standast.. þá verð ég hissa :D

..(Given að það fara ekki einusinni 1000W af rafmagni inní þessa meðal tölvu) :D

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Well , -

Q6600 gefur frá sér 100w stock - umþb 200w undir heavy klukki.

Svo er það aflgjafinn , Harðidiskurinn , skjákortið svo ég tali nú ekki um tvö , northbridge , southbridge , rams , allir mosf og minniskubbarnir sem eru ekki kældir.

Þetta hleðst upp.
Svara