Viftustýringar og hvaða viftu?

Svara

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Viftustýringar og hvaða viftu?

Póstur af Geit »

Sælir

Ég þekki voða lítið til svona viftustýringa og svoleiðis hluta, en ég er einmitt að fara að fá mér svoleiðis núna til að geta ráðið aðeins um hraðann og þetta allt saman.

Ég var að spá í ÞESSA hjá Start.is eða ÞESSA hjá Tölvutækni.

Hvernig virka annars svona stýringar, þarf ég að tengja allar viftur við stýringuna eða er þetta eitthvað í gegnum móðurborðið bara?

Svo eitt enn, ég er að fara að fá mér viftu ofan á kassann minn, sem blæs út að sjálfsögðu, og var að spá hvaða viftu ég ætti að fá mér?

Datt í hug Golfball 12cm hjá Kísildal eða ÞESSA hjá Start.
Hverju mæliði með?



Vona að ég fái flott og góð svör :-)
Endilega bara fræðið mig um þetta allt saman :-)

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Jæja.. hvað segiði ? :)

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

ég er með 2 golfball, eina á örgjörvanum og eina fyrir aftan það og það heyrist ekkert voðalega mikið í þeim og þær eru alveg ágætar bara.

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Oki, en hvernig tengir maður viftur við svona hraðastýringu?
Tengir maður þær bara í móðurborðið og svo stýringuna líka í móðurborðið eða þurfa vifturnar að tengjast stýringuni?
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Viftur í stýringu, samt misjaft, sumar viftur eru tengdar með 4 pinna molex en aðrar með 3pinna "litlum" tengjum, svo þú þarft að athuga hvernig viftur þú ætlar að fá þér og hvort þær passi við stýringuna.
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

það er alltaf hægt að fá breytistykki úr 4 pinna í 3 pinna held ég, og með mögum fylgir það.

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Ok, en þessar viftur eru bara með einu tengi sem fer beint í móbóið er það ekki?

Myndi þær allar fá rafmagn úr stýringunni í staðin eða?

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

já, stýringin fær rafmagn með 4 pinna tengi (eins og harður diskur, floppy) og þaðan fá vifturnar rafmagn, held að stýringin sé bara með tengi fyrir 3 pinna.

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Ok, ég er semsagt með viftuna sem er í ÞESSUM kassa, SVONA og SVONAviftur svo í kassanum.
Ég ætla svo að fá mér golfball 12cm viftu líklega og SVONA viftustýringu.
Passar þetta saman, og ef ekki, hvað þarf ég að fá mér?

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Ég myndi halda að best væri að hafa viftuna á örgjörvanum tengda í móðurborðið vegna þess að þá er ekki hætta á því að þú gleymir að hækka hana þegar þú ert að vinna mikið.

Mér sýnist að þessi viftustýring sé fyrir 4 þriggja pinna viftur og 2 tveggja pinna, þannig að þú getur bara haft 4 venjulegar tengdar við hana. (kannski þetta sé rangt hjá mér?)

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Ég tékkaði aðeins inní tölvuna, þar er ein viftan sem ég tjékkaði með 3 pinna, og hin er örugglega sama, nema hún er tengd einhverstaðar annarstaðar, nennti ekki að vera að fikta í því.
Get ég ekki keypt þessa stýringu þó hún sé með 4 pinna tengjum og keypt bara svona millistykki, þarf samt örugglega framlengingu líka.
Og jú, ég ætla að hafa örgjörvaviftuna bara automatic í móbóinu.

Gæti líka verið að þessi síðasta sé tengd beint í aflgjafann? hún stefnir þangað og ég sé hana ekki koma út aftur :þ

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Þú hefur eitthvað misskilið mig, Viftustýringin fær rafmagn úr 4 pinna tengjunum (eins og harði diskurinn og geisladrifið). Vifturnar fá sitt rafmagn úr viftustýringunni í gegnum 3ja pinna tengi (eins og þú sást)
4. 3-pin extension cable for convenient installation - for use when the fan's wire length is too short
Þarna stendur eitthvað um það ef viftukapallinn er of stuttur.

Mynd af viftustýringunni og framlengingunum
http://i2.photobucket.com/albums/y10/by ... rol_01.jpg

skýringarmynd af tengingunum
http://www.cooltechpc.com/ctpc/images/m ... ctions.jpg
Á þessari mynd sýnist mér að ekki sé nauðsynlegt að hafa örgjörvaviftuna tengda í móðurborðið því að það er einhver snúra þangað líka. Getur einhver sagt mér til hvers það er?
Last edited by Dazy crazy on Sun 24. Feb 2008 23:29, edited 1 time in total.

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Já, ég er að tala um að tengja vifturnar í viftustýringuna. Veistu hvernig pinnar eru í viftustýringuni? kapalinn á viftuni er 3 pinna.
Ég er ekki að tala um hvað viftustýringin þarf sjálf, heldur það að tengja vifturnar í stýringuna :)

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Til að tengja vifturnar í viftustýringuna þarftu ekkert annað en það sem þú ert með, viftu með 3ja pinna tengi.

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Ertu viss um að það séu tengi fyrir 3 pinna enda á stýringuni?

ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Staða: Ótengdur

Póstur af ErectuZ »

Af hverju bara ferðu ekki upp í Tölvutækni eða þá búð sem þú ætlar að versla stýringuna af, talar við afgreiðslufólkið og færð einfaldlega að sjá aftan á stýringuna hvernig tengi hún er með?

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Já ég er nokkuð viss um að það eru fjögur 3ja pinna tengi á viftustýringunni því það stendur í auglýsingunni.
1) 4 Channels : Speed adjustment of 3-pin connector type DC fan(7W or less) with the Fan speed

Höfundur
Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Já, bara vera viss :þ

Takk maður ;)

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Það var nú svolítið. :wink: :twisted:

hérna eru nokkur línurit

http://www.hardware.info/en-US/productd ... enchmarks/

http://www.hardware.info/en-US/productd ... enchmarks/

Skrítið finnst mér að sharkoonin er með sama min og max, ég veit allavega að ég get breytt hraðanum á mínum. Þeir kunna kannski ekki á viftustýringar hehe.

RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Staða: Ótengdur

Póstur af RaKKy »

Golfball er víst að standa sig ágætlega ^^

En ZM3 viftan er enþá á toppnum þegar kemur cfm/db
Svara