Neytendamál: "Bait and switch"

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Neytendamál: "Bait and switch"

Póstur af Dagur »

In retail sales, a bait and switch is a form of fraud in which the party putting forth the fraud lures in customers by advertising a product or service at an unprofitably low price, then reveals to potential customers that the advertised good is not available but that a substitute is. The goal of the bait-and-switch is to convince some buyers to purchase the substitute good as a means of avoiding disappointment over not getting the bait, or as a way to recover sunk costs expended to try to obtain the bait. It suggests that the seller will not show the original product or product advertised but instead will demonstrate a more expensive product.
...
Likewise, advertising a sale while intending to stock a limited amount of, and thereby sell out, the loss-leading item advertised is legal in the United States. The purveyor can escape liability if they make clear in their advertisements that quantities of items for which a sale is offered are limited.
http://en.wikipedia.org/wiki/Bait_and_switch

Það er ekkert nýtt að sumar búðir hér á landi hafa verið að auglýsa vörur á góðu verði og síðan þegar maður kemur í búðina þá er hún uppseld en svipuð (en dýrari) vara er ennþá í boði.
Ég hef lent í þessu tvisvar og bæði skiptin kom ég snemma sama dag og varan var auglýst til sölu.
Siðast var um að ræða 1GB fartölvuminni sem var auglýst á 3990kr en þeir voru búnir með það en áttu aðra tegund á 4990kr. Ég spurði hversu mörg eintök hafi verið til af hinu og þeir sögðu um 20 stykki.

Nú legg ég til að það verði búinn til listi yfir þær búðir sem gera þetta (hann verður eflaust langur). Hérna eru fyrstu tvær verslanirnar:

Tölvulistinn
Töluvtek
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Póstur af appel »

Alltaf spurning hvort þetta er af asetningi, ekki hægt að sanna það. Best að hringja bara i buðina aður en maður leggur af stað.

Sennilega hefur þetta komið upp i öllum verslunum landsins, gangi þer vel að viðhalda lista yfir þetta.

Personulega finnst mer að neytandinn ætti frekar að hafa vit fyrir ser heldur en að neyða verslanirnar til að hafa vit fyrir honum, annars endum við með eitthvað "nanny-state" þar sem enginn getur skaðað sjalfan sig. Abyrgðin er hja baðum aðilum.
*-*
Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af OverClocker »

Elko hefur stundað þetta í mörg ár..
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Póstur af Gúrú »

Þú hringir að sjálfsögðu á undan þér ef þú ert að fara í búðir eins og BT og Elko... Sérstaklega Elko þar sem að þeir auglýsa kannski 1 tegund af vöru á 2000 kr og eiga svo bara 3 stykki.


Hef samt aldrei lent í þessu með þessar sérhæfðu tölvubúðir(kísil ttek ttækni tvirkni ofl.) , nema @tt.is
Modus ponens

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Getur bætt við Bónus og Krónunni :evil:
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Póstur af Gúrú »

Bónus er auðvitað þekkt fyrir ýmisskonar svindl á markaði, og að nýta sér yfirráðandi markaðsstöðu með því að nánast(eða ekki) gefa vörur til að bola öðrum nýjum(eða gömlum) fyrirtækjum útaf markaðinum.
Modus ponens

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Tekið úr 5 kafla úr handbók neytenda á heimasíðu neytendasamtakanna.
Dæmi: Algengt er einkum hvað varðar ferðalög, að auglýst sé verð til ákveðins ákvörðunarstaðar t.d. frá kr. 15.000.- Þegar þú hringir síðan í ferðaskrifstofuna, er þér sagt, að því miður séu allar ódýru ferðirnar uppseldar, en eftir séu nokkrar ferðir sem kosti kr. 28.000.- Í þessu tilviki getur þú ekki krafist þess að kaupa ferðina á því verði, sem stóð í auglýsingunni. Seljandinn yrði þó að hafa ákveðnar ferðir til sölu á því verði, sem hann auglýsti lægst og sama gildir raunar um búðina, ef hún auglýsir vöru á ákveðnu verði. Hversu mikið fer eftir því hvaða vöru er um að ræða. Sé um mjög fáar ferðir að ræða á því verði, sem ferðaskrifstofan auglýsir lægst, þá ætti að taka það fram sérstaklega í auglýsingunni. Sé það ekki gert og vörurnar eru fáar t.d. ein ferð á lægsta verðinu, þá er um villandi auglýsingu að ræða, en það er brot á reglum um auglýsingar og slíkar auglýsingar er hægt að banna. Þó að svona auglýsing sé bönnuð, gefur það samt neytandanum venjulega ekki sérstakan rétt til að kaupa ódýru ferðina eða ódýru þvottavélina á því verði, sem auglýst var.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Markaðsfræði 101...tálbeituauglýsingar.
Það nota allir þetta...

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

GuðjónR skrifaði:Markaðsfræði 101...tálbeituauglýsingar.
Það nota allir þetta...
Ég get ekki verið sammála því.
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Sumir nota þetta til að losna við lokamagnið af vörunni sem þeir voru með. Mjög misvillandi hvort það er "svindl" í gangi eða einfaldlega bara að klára lagerinn.... :roll:
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

HR
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 23:59
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af HR »

Bara svona fyrir forvitnissakir.

Hvað var það sem kom Tölvutek á listann þinn? :P
Gigabyte Z68x-UD4 | Intel i7-2600K | 32GB Mushkin Blackline 1333MHz CL8 | Gigabyte GTX660Ti OC 2GB WF2X | 240GB Mushkin Chronos Stripe | Antec P280 | Dell U2410M

eigill3000
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 30. Des 2007 03:21
Staða: Ótengdur

Póstur af eigill3000 »

appel skrifaði:Personulega finnst mer að neytandinn ætti frekar að hafa vit fyrir ser heldur en að neyða verslanirnar til að hafa vit fyrir honum,

Verð að vera sammála þessu...
Þú hleypur ekki út í BT bara því að þú sérð einhverja mús á 50 kall...
aMz | egill3000 - aMaziNg Forever!
GeForce 7600 GT - AMD Athlon 3700 @ 2.19 - 2GB Supertalent - 320 + 500 GB HDD - HP móðurborð - Samsung 22"6BW - Dell E177FP 17"
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

gumol skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Markaðsfræði 101...tálbeituauglýsingar.
Það nota allir þetta...
Ég get ekki verið sammála því.
Kannski ofsögum sagt að "allir" geri þetta...alhæfing sem á ekki við.
En mjög margir alla veganna.

Þetta þarf ekki endilega að vera neikvætt og slæmt, stundu er eitthvað auglýst sem manni lýst vel á svo þegar á hólinn er komið bendir sölumaðirinn manni á eitthvað sem kostar aðeins meira en hugsanlega er maður að fá miklu meira fyrir peninginn.
Stundum er bara dýrara að kaupa "ódýrara"...

Mæli samt ekki með því að rjúka í BT af því að kúlumúsin er auglýst á 50kr og labbar út með 10.000 lazer mús...

Halldorhrafn
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Mán 12. Mar 2007 22:50
Staða: Ótengdur

Re: Neytendamál: "Bait and switch"

Póstur af Halldorhrafn »

Dagur skrifaði: Siðast var um að ræða 1GB fartölvuminni sem var auglýst á 3990kr en þeir voru búnir með það en áttu aðra tegund á 4990kr. Ég spurði hversu mörg eintök hafi verið til af hinu og þeir sögðu um 20 stykki.
Þetta er því miður rétt vitnað hjá Dag, vegna mistaka við útgáfu nýs verðlista þá lækkaði ekki verð á backup minninu ef ske kynni að OCZ mundi klárast.

Takk kærlega fyrir ábendinguna og afsakaðu að þú skildir lenda í þessu hjá okkur, en við státum okkur af því að eiga allar vörur í magni sem við auglýsum eins og það er hægt.

Í síðasta 16 BLS bækling voru þó 3 vörur sem ekki lentu hjá okkur í tæka tíð en við gerðum ráðstafanir svo það mundi ekki bitna á kúnnanum en við klikkuðum á þessu.

Þetta hefur allavega verið lagað í sölukerfi þannig að þar til OCZ lendir aftur í næstu viku þá eigum við sambærilegt vinnsluminni á sama verði.

Ég fór yfir sölusöguna á þessu minni og sá að sölumenn höfðu leiðrétt verðið sjálfir í öllum tilvikum nema þínu þannig að endilega komdu í heimsókn eða sendu mér bankareikningsupplýsingar og við endurgreiðum þér mismuninn strax.

Með kveðju,
Halldór
Rekstrarstjóri @ Tölvutek
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Neytendamál: "Bait and switch"

Póstur af Baldurmar »

Halldorhrafn skrifaði:
Dagur skrifaði: Siðast var um að ræða 1GB fartölvuminni sem var auglýst á 3990kr en þeir voru búnir með það en áttu aðra tegund á 4990kr. Ég spurði hversu mörg eintök hafi verið til af hinu og þeir sögðu um 20 stykki.
Þetta er því miður rétt vitnað hjá Dag, vegna mistaka við útgáfu nýs verðlista þá lækkaði ekki verð á backup minninu ef ske kynni að OCZ mundi klárast.

Takk kærlega fyrir ábendinguna og afsakaðu að þú skildir lenda í þessu hjá okkur, en við státum okkur af því að eiga allar vörur í magni sem við auglýsum eins og það er hægt.

Í síðasta 16 BLS bækling voru þó 3 vörur sem ekki lentu hjá okkur í tæka tíð en við gerðum ráðstafanir svo það mundi ekki bitna á kúnnanum en við klikkuðum á þessu.

Þetta hefur allavega verið lagað í sölukerfi þannig að þar til OCZ lendir aftur í næstu viku þá eigum við sambærilegt vinnsluminni á sama verði.

Ég fór yfir sölusöguna á þessu minni og sá að sölumenn höfðu leiðrétt verðið sjálfir í öllum tilvikum nema þínu þannig að endilega komdu í heimsókn eða sendu mér bankareikningsupplýsingar og við endurgreiðum þér mismuninn strax.

Með kveðju,
Halldór
Rekstrarstjóri @ Tölvutek
nettur :8)
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
Svara