allt í rugli í netupplýsingum (ipconfig)

Svara

Höfundur
birgiro
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 12:24
Staða: Ótengdur

allt í rugli í netupplýsingum (ipconfig)

Póstur af birgiro »

málið er þannig að systir mín á acer tölvu sem er ekki gömul svona 5 mánaða. og hún ætlaði að nota hana núna í skólanum. þeir í skólanum þurfa að vita netlinkinn á tölvuna sem á að sjást í cmd (ipconfig).

þar kemur all í rugli. venjulega eru svona 2 tunnel adapter local gluggar . enn hjá henni eru þær um 45 sem sagt allt í rugli. ég var að spá hvort að það væri hægt að taka netdriverinn úr tölvunni og setja hann svo upp aftur. °

síðan fylgdi enginn stýrikerfisdiskur með tölvunni svo að ég get ekki strýpað tölvuna og´við erum búinn að fara í tölvulistann þar sem að hún var keypt og þeir geta lagað þetta með því að setja tölvuna upp nýtt . en þeir vilja þá rukka hana um 20 þús fyrir það 5 mín verk.


hefur einhver lent í einhverju svipuðu og vill deila upplýsingum.


takk
Computer

Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Staða: Ótengdur

Póstur af Gets »

Þeir hafa enga heimild til að selja henni hugbúnað/stýrikerfi frá Microsoft án þess að láta diskinn fylgja.
Sumir hafa reint þetta í gegnum tíðina en ég hélt að allir væru löngu hættir þessu.
Ertu samt alveg viss um að systa hafi bara ekki týnt disknum og ekkert vitað hvaða diskur þetta var, betra að vera með það á hreinu áður en farið er að gera læti.
Prófaðu að tala við þá aftur á morgun "tala við einhvern sem ræður" og segðu að þú vitir hver réttur þinn er, ef það ekki dugar þá er bara segja þeim að þú látir neytendasamtökin athuga þetta.

Höfundur
birgiro
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 12:24
Staða: Ótengdur

Póstur af birgiro »

það er allveg öruggt að það voru ekki diskar með tölvunni. hann sagði þarna niðurfrá að það væri eigilega aldrei diskar meti ð nýjum tölvum í dag. ég keypti hjá þeim tolvu fyrir svon 3 árum og það fylgdu diskar með henni og ég hef einu sinni farið með mína tölvu þangað bilaða og þeir gerðu við hana og ég borgaði ekkert.

það væri samt betra ef að hægt væri að laga þetta án þess að setja tölvuna upp á nýtt.
ef einhver veit hvað gæti verið að þá væri fínt að vita hvað skal gera.
--er einhvað vit í þessu með driverinn??
Computer

Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Staða: Ótengdur

Póstur af Gets »

Það er lítið má fyrir þig að fara inná heimasíðu Acer og ná í driverana fyrir netkortið, fara svo inn í Device Manager velja þar netkortið og uninstalla drivernum, restarta og setja nýja driverinn inn.

http://support.acer-euro.com/drivers/downloads.html


Ég ætla að hringja í Tölvulistan á morgun og spyrja þá hvort að þetta sé ný stefna hjá þeim að selja stýrikerfi án diskana það kallast nefnilega vörusvik.
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Ég fekk ekki WinXP diska á sínum tíma með lappa frúarinnar (1 og hálft ár síðan).
Það er svona spes partition á vélinni sem á að vera backup o.O
Eflaust nýtt OEM kjaftæði sem fylgir vélunum nú til dags.. HP btw.
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Zedro skrifaði:Ég fekk ekki WinXP diska á sínum tíma með lappa frúarinnar (1 og hálft ár síðan).
Það er svona spes partition á vélinni sem á að vera backup o.O
Eflaust nýtt OEM kjaftæði sem fylgir vélunum nú til dags.. HP btw.

Sama hérna...8.2 gb partition og bæklingur sem segir að maður eigið að kaupa sér DVD og gera backup.
Sparnaðarráð McDonalds.
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Póstur af Halli25 »

GuðjónR skrifaði:
Zedro skrifaði:Ég fekk ekki WinXP diska á sínum tíma með lappa frúarinnar (1 og hálft ár síðan).
Það er svona spes partition á vélinni sem á að vera backup o.O
Eflaust nýtt OEM kjaftæði sem fylgir vélunum nú til dags.. HP btw.

Sama hérna...8.2 gb partition og bæklingur sem segir að maður eigið að kaupa sér DVD og gera backup.
Sparnaðarráð McDonalds.

Sama dæmi með flesta framleiðendur... til hvers að eyða pening í almúgan ef þeir geta sjálfir keypt sér DVD til að gera backup ;)
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af einzi »

Jú því að almúginn vill fá ódýrar tölvur, þetta er ein leið til að minnka kostnað.

Höfundur
birgiro
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 12:24
Staða: Ótengdur

Póstur af birgiro »

Það er bara út í hött að það er ætlast til þess að maður gerir backup. þegar maður er með nýja tölvu, þá spáir maður bara ekkert í það og svo þegar hún bilar þá hefur maður engan backup. þá væri nú allveg lágmark að fyrirtækið sem að maður keypti tölvuna af láta fylga með backup á disk.
Computer
Svara