Umsjónarmenn Pirate Bay ákærðir

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Umsjónarmenn Pirate Bay ákærðir

Póstur af beatmaster »

mbl.is skrifaði:Sænskur saksóknari hefur lagt fram ákæru á hendur umsjónarmanna vefsíðunnar The Pirate Bay, og sakar þá um að hafa aðstoðað milljónir manna um allan heim við að brjóta lög um höfundarrétt.

Á vefsíðunni deilir fólk með sér skrám með vísunum á efni á stafrænu sniðið, á borð við kvikmyndir, tónlist og annað höfundarréttarvarið efni. Vefurinn var stofnaður árið 2004 og nota á bilinu 10-15 milljónir manna hann að öllun jöfnu.

Hakan Roswell, saksóknari, segir vefinn hafa tekjur af auglýsingum og þannig hagnist umsjónarmenn vefjarins á ólöglegri dreifingu.

Ef þeir fjórir sem hafa verið handteknir verða fundnir sekir bíður þeirra allt að tveggja ára fangelsisvist.

Á lista yfir efni sem sótt hefur verið með hjálp Pirate Bay, sem saksóknarinn hefur lagt fram, eru plötur á borð við Let It Be með Bítlunum, Intensive Care, með Robbie Williams og kvikmyndin um Harry Potter og eldbikarinn.

Vefsíðunni var um tíma lokað í maí árið 2006, en hún var opnuð fáeinum dögum síðar eftir að vefurinn hafði verið settur upp á netþjónum í Hollandi.
Fyrir þau 0.000009% sem að vita ekki hvaða síða þetta er má kíkja á hana hérna
Last edited by beatmaster on Fim 31. Jan 2008 12:58, edited 1 time in total.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

Græðgin á það til að fella lýðinn.

halldorjonz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Póstur af halldorjonz »

Meira hér á ensku, frétt frá TPB:

http://torrentfreak.com/pirate-bay-is-safe-080131/

"The Pirate Bay is not hosted in Sweden anymore, in fact, the Pirate Bay crew claims that they themselves have no idea where the servers are located. After the raid on their servers in 2006, they decided that it was better not to know where they are. One thing is sure though, they are not hosted in just one country." haha snilld :P
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

Þeir eru ekki á höttunum eftir síðunni sjálfri heldur að sakfella þá sem hagnast á rekstrinum.

Þeir verða kærðir fyrir skattsvik og að hafa hagnast á rekstri á ólöglegum vef.
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Dagur »

CendenZ skrifaði:Þeir eru ekki á höttunum eftir síðunni sjálfri heldur að sakfella þá sem hagnast á rekstrinum.

Þeir verða kærðir fyrir skattsvik og að hafa hagnast á rekstri á ólöglegum vef.
Þeir verða samt fyrst að sýna fram á að vefurinn sé ólöglegur í því landi sem þjónarnir eru áður en þeir geta gert það.
Það er til dæmis alveg löglegt fyrir Íslending að reka spilavíti í Las Vegas þótt hann megi það ekki hér á landi.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

Dagur skrifaði:
CendenZ skrifaði:Þeir eru ekki á höttunum eftir síðunni sjálfri heldur að sakfella þá sem hagnast á rekstrinum.

Þeir verða kærðir fyrir skattsvik og að hafa hagnast á rekstri á ólöglegum vef.
Þeir verða samt fyrst að sýna fram á að vefurinn sé ólöglegur í því landi sem þjónarnir eru áður en þeir geta gert það.
Það er til dæmis alveg löglegt fyrir Íslending að reka spilavíti í Las Vegas þótt hann megi það ekki hér á landi.
En hagnaðurinn má ekki renna óskertur í vasa þessa einstaklings og notkunin verður þá einungis að vera í las vegas.

Ef Piratebay hefði ekki verið með sölu á fatnaði eða öðrum vörum hefði málið ekki orðið til.
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Mér finnst að svona torrent síður ættu að láta allan gróða renna óskiptann til góðgerðamála! :)
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

eigill3000
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 30. Des 2007 03:21
Staða: Ótengdur

Póstur af eigill3000 »

Zedro skrifaði:Mér finnst að svona torrent síður ættu að láta allan gróða renna óskiptann til góðgerðamála! :)

Góðgerðamál = Download...? :D
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

eigill3000 skrifaði:
Zedro skrifaði:Mér finnst að svona torrent síður ættu að láta allan gróða renna óskiptann til góðgerðamála! :)

Góðgerðamál = Download...? :D
Nei, bara taka alla gróða af auglýsingum og gefa í sjóði.
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Staða: Ótengdur

Póstur af ErectuZ »

Mér skilst að allur gróði sem rekstraraðilar piratebay hafa uppúr sölu á fatnaði, auglýsingum o.fl fari ekki í þeirra eigin vasa heldur í viðhald á síðunni og vélbúnaði.

Veit svosem ekki hve mikill sannleikur er í því, en já, það er spurning hvað myndi gerast ef þeir myndu gefa allan umframgróða til góðgerðarmála, myndu þá saksóknararnir vera álitnir sem illir að vera að taka burtu gróða frá góðgerðarmálum? :lol:
Svara