Hugmynd: Er ekki svolítið hart að gera greinarmun á 50 kr?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Svara

Er þú fylgjandi þessari hugmynd?

Poll ended at Mán 28. Jan 2008 18:27

9
32%
Nei
15
54%
Get ekki myndað mér skoðun
4
14%
 
Total votes: 28

Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hugmynd: Er ekki svolítið hart að gera greinarmun á 50 kr?

Póstur af Sallarólegur »

Var að velta fyrir mér þegar ég skoðaði verðvaktina. Eins og allir vita þá er alltaf lægsta verðið merkt með grænum bakgrunni. Sá að það var yfirleitt sama búðin með lægstu verðin í hverjum flokki. Svo skoðaði ég hin verðin...
Yfirleitt munar þetta ekki nema kannski 100-200 krónum. Ég er alveg viss um að fólk, sem tökum sem dæmi er að fara kaupa flakkarabox og svo harðan disk. Segjum að maður finni boxið í versun X og kaupi það. Verslun X er með 500GB harðan disk á 8.950 en verslun Y býður upp á samskonar disk á 8.890. Það sjá nú allir að maður myndi frekar versla diskinn í verslun X fyrst maður er kominn þangað.

Þess vegna legg ég til að:
Ef bilið á milli lægsta verðsins og verðsins þar fyrir ofan er...hvað eigum við að segja... 200 kr eða minna þá fái þeir báðir grænan reit.

Hvernig hljómar þetta?
*EDIT* The end
Last edited by Sallarólegur on Lau 29. Des 2007 19:02, edited 1 time in total.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd: Er ekki svolítið hart að gera greinarmun á 50 k

Póstur af GuðjónR »

Viktor skrifaði:Svo er ég með mynd af smá mannlegum mistökum, í sambandi við græna reitinn. Lítið á verðin í DDR2 flokkinum... er computer.is alltaf með lægsta verðið? Ættu ekki bæði fyrirtækin í þessu tilfelli að fá grænan bakgrunn?
Bæði fyrirtæki hvaða?
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd: Er ekki svolítið hart að gera greinarmun á 50 k

Póstur af Sallarólegur »

GuðjónR skrifaði:
Viktor skrifaði:Svo er ég með mynd af smá mannlegum mistökum, í sambandi við græna reitinn. Lítið á verðin í DDR2 flokkinum... er computer.is alltaf með lægsta verðið? Ættu ekki bæði fyrirtækin í þessu tilfelli að fá grænan bakgrunn?
Bæði fyrirtæki hvaða?
Hvernig lýst þér á hugmyndina?
Mér skjátlaðist með mistökin :). En pointið er semsagt, að bæði 1.990 fái grænan miða rétt eins og 1.950.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd: Er ekki svolítið hart að gera greinarmun á 50 k

Póstur af Yank »

Viktor skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Viktor skrifaði:Svo er ég með mynd af smá mannlegum mistökum, í sambandi við græna reitinn. Lítið á verðin í DDR2 flokkinum... er computer.is alltaf með lægsta verðið? Ættu ekki bæði fyrirtækin í þessu tilfelli að fá grænan bakgrunn?
Bæði fyrirtæki hvaða?
Hvernig lýst þér á hugmyndina?
Mér skjátlaðist með mistökin :). En pointið er semsagt, að bæði 1.990 fái grænan miða rétt eins og 1.950.
Þetta er ekki góð hugmynd. Verslanir lækka verðið til þess að verða grænar. Ef ekki þarf að vera með lægsta verðið til að vera grænn. Hver er eiginlega tilgangurinn?

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Sammála. Lægsta verðið er og verður alltaf lægsta verðið = grænt.

Annað ekki :)
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd: Er ekki svolítið hart að gera greinarmun á 50 k

Póstur af GuðjónR »

Yank skrifaði:Ef ekki þarf að vera með lægsta verðið til að vera grænn. Hver er eiginlega tilgangurinn?
Þetta segir eiginlega allt sem segja þarf.
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugmynd: Er ekki svolítið hart að gera greinarmun á 50 k

Póstur af Sallarólegur »

Yank skrifaði:
Viktor skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Viktor skrifaði:Svo er ég með mynd af smá mannlegum mistökum, í sambandi við græna reitinn. Lítið á verðin í DDR2 flokkinum... er computer.is alltaf með lægsta verðið? Ættu ekki bæði fyrirtækin í þessu tilfelli að fá grænan bakgrunn?
Bæði fyrirtæki hvaða?
Hvernig lýst þér á hugmyndina?
Mér skjátlaðist með mistökin :). En pointið er semsagt, að bæði 1.990 fái grænan miða rétt eins og 1.950.
Þetta er ekki góð hugmynd. Verslanir lækka verðið til þess að verða grænar. Ef ekki þarf að vera með lægsta verðið til að vera grænn. Hver er eiginlega tilgangurinn?
Mér finnst asnalegt að verslun með 9.890 sé metin með betri verð en verslun sem bíður sömu vöru á 9.900. Hvernig er ekki hægt að vera sammála þessu :o
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Af því að vaktin gengur út á að finna lægsta verð.
Það mætti alveg eins segja að HDD, RAM og GPU síðurnar væru ósanngjarnar.
Þar er verið að leita af lægsta verði en ekki endilega bestu vörunni.
Ég kaupi t.d. aldrei það ódýrasta í RAM ... vil ekki noname RAM, en fullt af fólki vill það.

Ég skil samt það sem þú átt við og svona sjónarmið og skoðanir eiga fullan rétt á sér.
Last edited by GuðjónR on Lau 29. Des 2007 21:48, edited 1 time in total.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

GuðjónR skrifaði:Af því að vaktin gengur út á að finna lægsta verð.
Það mætti alveg eins segja að HDD, RAM og GPU síðurnar væru ósanngjarnar.
Þar er verið að leita af lægsta verði en ekki endilega bestu vörunni.
Ég kaupi t.d. aldrei það ódýrasta í RAM ... vil ekki noname RAM, en fullt af fólki vill það.

Ég skil samt það sem þú átt við og svona sjónarmið og skoðanir eiga fullan rétt á sér.


:shock: whaaaaat

Er ég að lesa þetta á internetinu sjálfu ?!?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

CendenZ skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Af því að vaktin gengur út á að finna lægsta verð.
Það mætti alveg eins segja að HDD, RAM og GPU síðurnar væru ósanngjarnar.
Þar er verið að leita af lægsta verði en ekki endilega bestu vörunni.
Ég kaupi t.d. aldrei það ódýrasta í RAM ... vil ekki noname RAM, en fullt af fólki vill það.

Ég skil samt það sem þú átt við og svona sjónarmið og skoðanir eiga fullan rétt á sér.


:shock: whaaaaat

Er ég að lesa þetta á internetinu sjálfu ?!?
uhh hvað?
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Áður en vaktin.is kom til sögunnar, þá gat verðmunur á milli verslanna verið allt að 300% á helstu íhlutum. Þegar fólk hafði ekki hugmynd um annað en að versla í EJS, Opnum Kerfum, Tæknival (R.I.P), Tölvulistanum (sem allir héldu að væru ódýrastir), var það alveg grunlaust fyrir grimmri álagningu. Forsendur fyrir stofnun vaktin.is á sínum tíma var að benda á helstu verð á helstu vörum, svo fólk hafði einhverskonar yfirsýn um hvað þessir hlutir kostuðu hér á Íslandi, og einnig að benda á aðrar smærri verslanir sem buðu betri kjör.

Aldrei grunaði okkur að verslanirnar myndu enda á að fara í verðstríð og keppast við að lækka um verðin sín um 50 kr. í senn, leyfi ég mér að segja, eingöngu vegna tilvistar vaktin.is :-)

Hvar værum við í dag annars? - Álagning á HDD, CPU og sumu öðru er nánast engin í dag.

Viðbót: Þessi ofur-harða samkeppni sem vaktin.is hefur valdið, sem hefur leitt til þessara 50-króna-verðstríða, er í raun alls ekki gott fyrir neytendur sem eru að leita að stærri kaupum en bara einum hörðum diski. Margar verslanirnar lækka verðin í botn eða greiða jafnvel með vörunum, bara til þess að lokka fólk inn í búðina hjá sér, og selur þeim svo tölvukassa, mús og lyklaborð t.d., með mikilli álagningu. Því vil ég minna á að verðtaflan á forsíðu vaktarinnar segir ekki einusinni hálfa söguna. Best er að kíkja í allar búðirnar og kynna sér þjónustulundina og verð á öllu mögulegu. Persónulega kaupi ég ekki frá ódýrustu búðinni, heldur búðinni sem veitir mér pottþétta og heiðarlega þjónustu frá A-Ö.
Last edited by kiddi on Lau 29. Des 2007 22:05, edited 1 time in total.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Svo sammála kidda!!!
Skjámynd

egglumber
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Sun 30. Des 2007 21:14
Staða: Ótengdur

100kr ?

Póstur af egglumber »

ok mér finst að það ætti að vera lægsta verðið og allir inan við 100kr ættu að vera með grænan bakgrunn
Mr.egglumber
ég vill biðjast forláts fyrir þær stafsetningarvillur sem ég gerði eða gerði ekki
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Sallarólegur »

En afhverju fær Computer.is grænan bakgrunn þegar tvær verslanir eru með sama verðið?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Re: 100kr ?

Póstur af Yank »

egglumber skrifaði:ok mér finst að það ætti að vera lægsta verðið og allir inan við 100kr ættu að vera með grænan bakgrunn
Afhverju ekki 150 kr eða bara 1000 kall?
Afhverju eiga ekki verslanir sem staðsettar eru í Kópavogi að vera 250-500 kr. ódýrari en verslanir sem staðsettar eru í RVK, til þess að vera grænar, því það kostar ca það að keyra þangað heiman frá mér?

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

en hvernig væri að hafa lægsta verðið náttúrulega grænt og svo næstlægsta gult?
og hafa hæsta verðið rautt?
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

dagur90 skrifaði:en hvernig væri að hafa lægsta verðið náttúrulega grænt og svo næstlægsta gult?
og hafa hæsta verðið rautt?
Það var gert meira bullið.

Okkar nýja slogan "Jólin allt árið um kring, Vaktin.is"
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Póstur af Blackened »

dagur90 skrifaði:en hvernig væri að hafa lægsta verðið náttúrulega grænt og svo næstlægsta gult?
og hafa hæsta verðið rautt?
Finnst reyndar ekki svo vitlaus hugmynd að hafa næstlægsta verðið gult.. en það svosem gæti endað í of mikilli vinnu og of miklu brasi við þetta alltsaman..

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Zedro skrifaði:Það var gert meira bullið.
var það gert meira bullið? já

,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, þetta er ágætt að nota til þess að textinn verði auðlesanlegur

Hundar bitu menn og konur hlupu í burtu og geltu.

Hundar bitu menn og konur, hlupu í burtu og geltu.
Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!
Svara