ég er nýgræðingur í overclocki og byrjaði bara án þess að lesa mér til neitt eiginlega og það endaði ekki mjög vel ef þetta er endirinn.
Þannig er mál með vexti að ég er með
Gigabyte GA-8IPE1000 Pro-G móðurborð og
intel pentium4 2,60Ghz/512/800 og
2x256 Mb kingstom minni 400 minnir mig
og sata 160 GiB harðan disk.
ég byrjaði á því að hækka fsb í 250x13 og þá drap tölvan á sér, þá resetaði ég biosinn og reyndi aftur með 240x13 og það gekk ágætlega þangað til að ég var kominn inn á desktopið að þá restartaði tölvan sér. þetta var vegna þess að sata diskurinn var eitthvað viðkvæmur, þá gerði ég pci/agp (eða eitthvað) í disable og þá virkaði allt. þá langaði mig í meiri hraða og setti í 250x13 og hækkaði vcore um eitt þrep, man ekki alveg hvað mikið en held úr 1,5250 í 1,5375 og þá virkaði allt. en þá langaði mig að vita hvernig örgjörfi liti út og tók hann úr móðurborðinu en þegar ég sá hvað þetta var pínlega lítið stykki setti ég hann bara aftur inn í móðurborðið.
þá gerðist ekki neitt, skjárinn breyttist ekki einusinni en harðidiskurinn fór í gang og kæliplatan á örgjörfanum hitnaði (kom við hana) en skjárinn gerði ekki neitt og ég spyr HVAÐ GÆTI VERIÐ AÐ?
Gerði ég eitthvað sjúklega vitlaust

en eru allir sata harðir diskar svona viðkvæmir? og eru sata2 eða ide eitthvað skárri með yfirklukkun.
Fiktarinn kveður að sinni.
