HAHAHA 330k drusla og skjákortið "kemur sem aukahlutur".
Svo er raid draslið og hljóðkortið og allt það sem er á móbóinu tíundað eins og það þurfi að borga "sérstaklega" fyrir það.
Já og ekki gleyma...SKRUNMÚS!!!!! hvað er það annars? kúlumús?
Það stendur 2008 neðst á síðunni þannig að sjálfsagt er þetta ekki grín
Þetta er Quad Xeon vél með ECC vinnsluminni m.a. Þetta er tölva sem keyrir 24/7 í 10 ár undir 100% álagi án þess að klikka. Bara með því að handfjatla svona tölvu þá sjáið þið að þetta er af allt öðrum gæðakaliber en við erum vanir. - Ég veit við getum púslað talsvert öflugri tölvu saman sjálfir fyrir þennan pening, en sú vél yrði eflaust aldrei eins áreiðanleg og þessi. Enda er þetta ætlað fyrirtækjum sem þurfa á þessum áreiðanleika að halda.
Ég viðurkenni samt að álagning á þessar hardcore vinnustöðvar frá HP er svolítið gróf hér á Íslandi, en samt sem áður er fullkomlega eðlilegt að þær séu massadýrar.
Ég ítreka að speccar á svona workstation vélum frá m.a. HP segja bara hálfa söguna. Hin sagan er að þetta eru allt tried&tested íhlutir, sérstaklega valdir eftir áreiðanleika, allt sett saman á óaðfinnanlegan hátt og keyrt í gegnum stíft, mjög stíft gæðaeftirlit. Og ég ítreka aftur jú að hún er óeðlilega dýr þarna hjá BST. Samt sem áður myndi ég segja að það sé eðlilegt að svona viðurkennd workstation vél kosti allavega 2x meira en samanlagðir íhlutir vélarinnar í smásölu.
Þetta er alveg hárrétt hjá Kidda þetta er workstation ! þessi vél er til dæmis með fokdýrum 146GB SAS 3GB/s (15000rpm) diskum sem eru settir upp á SAS RAID stýringu. ÞArna er ekki verið að tala um magn heldur hraða og gæði.
Minnið er 2GB,(2x1GB) 677MHz DDRII ECC RAM, 32GB max (8 slot) Þessar vélar eru stálið sem heldur þjóðfélaginu gangandi bókstaflega það er hægt að treysta á þetta ef þetta helvíti bilar þá verða verkfræðingar um allan heim miður sín !
Við fyrstu sýn þá hljómar þetta fáránlega en það þarf að þekkja þetta til að vita hvað maður er að tala um.
Mér finnst þetta lítill peningur fyrir svona vél. Af hverju? Af því að sá verkfræðingur/tölvunarfræðingur sem þarf svona vél er seldur út á 10-15k á tímann. Verðið á vélbúnaðnum samsvarar því 2-3 daga útseldri vinnu.
Hvort haldiði að sé mikilvægara fyrir þannig aðila að kaupa vélbúnað sem HP/Dell/IBM hefur sett saman og prófað eða að kaupa eitthvað púsl frá einhverju bílskúrsfyrirtæki úti í bæ? Hvað gerir bílskúrsfyrirtækið ef eitthvað klikkar? Ég veit hvað HP og IBM gera - þeir senda þér einfaldlega nýja vél ef þú ert með þjónustusamning. Höfum í huga að ef vélin fer niður í einn dag ertu búinn að missa 1/3 af verði hennar í töpuðum tekjum þannig að hver dagur (jafnvel klukkutími) í niðritíma skiptir verulegu máli. Þannig er þetta amk. í vinnunni hjá mér. Ef tölva klikkar fáum við einfaldlega aðra senda um hæl. Þetta kemur ekki oft fyrir, en það gerist.
Þetta er ástæðan fyrir því að fyrirtæki versla við IBM/Dell/HP því að þessir aðilar geta gefið þeim tryggingu fyrir ákveðnum gæðastaðli og þjónustu. Fyrir fyrirtæki snýst þetta ekki um hvort að memory timings séu aðeins hraðari eða hvernig mús kemur með þessu heldur um áreiðanleika, einfaldan rekstur og þjónustu.
Taliði við nánast hvaða IT manager sem er og hann segir ykkur sömu sögu.
Best að ítreka að þarna er bara verið að tala um fyrirtæki. Þessi góða þjónusta sem fyrirtækin eru hugsanlega að fá lætur sjaldan sjá sig þegar einstaklingar lenda í vandræðum. Með vélar sem þeir borguðu örugglega meira fyrir en fyrirtæki hefði þurft að borga.
gumol skrifaði:Best að ítreka að þarna er bara verið að tala um fyrirtæki. Þessi góða þjónusta sem fyrirtækin eru hugsanlega að fá lætur sjaldan sjá sig þegar einstaklingar lenda í vandræðum. Með vélar sem þeir borguðu örugglega meira fyrir en fyrirtæki hefði þurft að borga.
Það er líka vegma þess að fyrirtæki gera þjónustusamning en einstaklingar ekki.