
Viftustýringarfront í gamla tölvu
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Viftustýringarfront í gamla tölvu
Ég er að spá í að fá mér svona viftustýringu í gamla tölvu sem ég er með, ég þarf það ekki nauðsynlega en þar sem Speedfan virðist ekki alveg virka á þessari tölvu þá væri fínt að hafa eitthvað sem sýnir hitastig og javnvel viftuhraða þó fáar viftur verði í kassanum. Ég rakst á þessa hér (SilverStone FP52S) sem kemur aldeilis þrusuvel út, en svo sá ég líka þetta hér (tvær kæliviftur í 5,25) sem myndi gefa góða kælingu á réttum stað þar sem örgjörvinn er svoldið innilokaður og án viftu (gömul týpa, bara með heatsink sem er svosem alltílagi, en væri gott að hafa aðeins meiri kælingu). Hvort er sniðugara? Einhverjar betri hugmyndir kannski? Er að spá í að kaupa kannski bara bæði, það eru þrjú 5,25 stæði í kassanum svo dvd drif væri efst, viftustýringar unit-ið næst og svo kæliviftu unit-ið neðst. Sniðugt? 

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]