Hvort skal kaupa PS3 eða Xbox 360?

Svara

Höfundur
Dust
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Fim 30. Des 2004 15:54
Staðsetning: Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvort skal kaupa PS3 eða Xbox 360?

Póstur af Dust »

Jæja núna eru víst að koma jól, virðist ekki ætla að vera mikið af frostinu svo maður geti hjólað á klakanum. Þaaaannig:

Ætla að gulltryggja að mig eigi ekki eftir að hundleiðast í jólaleysinu og fá mér annar hvorra (hvernig sem það er nú skrifað) tölvuna.

Hef heyrt að allir leikir í þessar leikjatölvur séu framleiddar í Xbox og séu svo transformers-erað :P yfir í ps3 og þá glatast gæði o.s.fr. (sama hvað þetta o.s.fr. á að vera).

Veit ekkert hvort þetta sé rétt eða hvað, bara væri afskaplega þakklátur að fá að heyra frá ykkur hvora tölvuna og afhverju ég á að kaupa hana?

Takk fyrir ljósálfarnir mínir.
Kv. Rykið

P.S. Vissi ekkert hvert á átti að setja þessa fyrirspurn, þannig þetta var mín besta ágiskun.
AMD64 - 3000+1.8ghz@2.4ghz. ASUS A8N-SLI Deluxe. 6800GT. OCZ Platinum EL PC-3200 1024 Dual. OCZ 450w ModStream Psu

gunnargolf
Ofur-Nörd
Póstar: 235
Skráði sig: Þri 07. Mar 2006 13:08
Staða: Ótengdur

Póstur af gunnargolf »

Ég mæli með xbox ef þú ert eingöngu að hugsa um leikjaspilun því að mun fleiri góðir leikir eru eingöngu á xbox.

Hinsvegar ef þér finnst Blu-ray nauðsynlegt, þá mæli ég með PS3.
Intel Core2 Duo E6400@2,4GHz, GeForce 7950 GT, 2x1gb Corsair XMS DDR2 800Mhz og MSI 975X Platinum Powerup ed.

Höfundur
Dust
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Fim 30. Des 2004 15:54
Staðsetning: Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Dust »

SKO! Þarna kom það aftur :D Ég hef ekki hundsvit einu sinni hvað þú varst að meina með Blu-ray. Þannig líklegast þarf ég ekki á því að halda ;)

Takk fyrir þetta, en væri gaman að fá að vita hvað Blu-ray er.

Er það svo kannski staðreynda að fá sér xbox og eru allir á sama máli kannski með það, þannig ég þarf ekki fleiri álit? :8)

Rykið
AMD64 - 3000+1.8ghz@2.4ghz. ASUS A8N-SLI Deluxe. 6800GT. OCZ Platinum EL PC-3200 1024 Dual. OCZ 450w ModStream Psu
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Póstur af ManiO »

Persónulega myndi ég fá mér PS3, enda fáir leikir sem að heilla mig á 360. Dauðlangar í nýja Ratchet & Clank og hlakka ekkert smá til næsta GT ásamt því að kærastan er frekar hrifin af Singstar.


En þú skalt bara skoða leikjaúrvalið og svo hvaða leikir eru að koma í bráð og velja út frá því. En einnig skaltu hafa í huga að ef þú ert mikið fyrir HD efni þá kemur PS3 með Blu-ray, sem er einn af tveimur mynddiskstöðlum fyrir HD efni, en 360 er einungis með HD-DVD drif sem aukahlut.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

http://www.xbox360.is


Xbox360 ALL the way. Ekki nokkur spurning.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

Höfundur
Dust
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Fim 30. Des 2004 15:54
Staðsetning: Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Dust »

Fór aðeins að skoða þetta leikja úrval. Sýnist þá sem Assassin's Creed er bara á ps3.....ef hann er á 360 líka, þá hallast ég meira af henni heldur en ps3

Rykið (í mikilli þökk fyrir fólkið á vaktinni ;) )
AMD64 - 3000+1.8ghz@2.4ghz. ASUS A8N-SLI Deluxe. 6800GT. OCZ Platinum EL PC-3200 1024 Dual. OCZ 450w ModStream Psu

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Hann er til á Xbox360, á hann og búinn að klára ;)

OG hann lookar betur á Xbox360 en á Ps3 líkt og allir aðrir leikir sem eru í gangi.

Og það er staðreynd sem PS3 menn hafa ekkert reynt að þræta fyrir að leikjaframleiðendur þeir gera leikina iðulega með Xbox360 í huga og " PORTA " svo leiknum yfir á PS3 og kannski Wii eða aðrar leikjatölvur og við það auðvitað tapast e-r gæði.

Það er til líka alveg hellingur af þessum reviews á netinu sem og Video Comparison þar sem sést glögglega hvar Xboxið hefur vinninginn.

En ég spái því að eftir svona 2 ár verði leikirnir orðnir kannski fallegri á Ps3 ef þeir fatta hvernig þeir eigi að nýta þennan " Ofur örgjörva " ;)


En að sama skapi þá er minnisnýting og hraði og einnig Skjákortsstýringin í Xbox360 fullkomnari en í Ps3.


En ef ég skiti pening þá fengi ég mér samt Ps3 líka fyrir BluRay og Killzone 2 :)


Over and out
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Staða: Ótengdur

Póstur af Andriante »

Xbox360 bila sjúklega mikið og það er guaranteað að tölvan bili á meðan þú eigir hana og þarft þá alveg að bíða uppí tvær vikur ef þú ert óheppinn þangað til að þú færð nýja.

PS3 er öflugri vél og færð stærri harðandisk, þannig að þú færð meira bang for your buck ef þú velur ps3.

mér finnst hinsvegar online kerfið í xbox vera betra.

Persónulega ætla ég að fá mér ps3 (er tekken fan, verð að fá hann ;)) um jólin, held að það sé meiri framtíð í henni þó að xbox360 hafi byrjað betur.

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Það er ekkert garanterað að hún bili. Þekki fullt af mönnum sem hafa átt sínar alveg frá Launch ´frá 2005.

Ég hef fengið 1 bilaða og skipti henni út á 30 mín í Elko. Það er líka iðulega til nóg af þessum vélum á flestum stöðum þar sem þær eru seldar.

Og stærri harður diskur ?

Elite vélin kemur með 120GB disk, Premium með 20GB

Ekki það að þú hafir neitt sérstaklega mikið með þetta pláss að gera nema þú ætlir að fylla þetta af tónlist eða Demo-um.

Ég hef persónulega aldrei notað meira en 6GB af mínum disk.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

Harvest
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Póstur af Harvest »

xbox með mikklu betir netmöguleikum, fleiri leikir sem að eru komnir og eru á leiðinni sem að heylla mig meira.

Margir óþekktir en þó ágætir leikir sem að verða bara fyrir PS3

Leikir eins og LAIR átti t.d. að vera geggjaður. Hann floppaði BIG TIME.

Ég hef heyrt orðróm um að það sé erfiðara að forrita leiki á PS3 og þeir sem eru að forrita leikina séu hreynlega að "bugast" :P Segi svona.
Þetta eru eflaust sögusagnir.

Hver þarf annars stærri harðan disk í leikjatölvu? ég bara spyr?

Svo geturðu auðvita keypt Elite sem er með MIKKLU stærri hörðum disk og HDMI tengi. Borgar 10k meira fyrir það.
Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS

Höfundur
Dust
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Fim 30. Des 2004 15:54
Staðsetning: Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Dust »

Held það sé þá að fara bara út í búð og versla sér Xbox Elite, vill hafa HDMI tengi og svo er leikur leikanna örlítið skárri þar sem er því um betra :)

Svo efa ps3 fer langt fram úr eftir 2 ár, þá arfleiði ég litlu systir xbox og fæ mér ps3 :D

En takk kærlega fyrir þetta. Það er kominn lending :8)

Hreðjar Rykið
AMD64 - 3000+1.8ghz@2.4ghz. ASUS A8N-SLI Deluxe. 6800GT. OCZ Platinum EL PC-3200 1024 Dual. OCZ 450w ModStream Psu

Höfundur
Dust
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Fim 30. Des 2004 15:54
Staðsetning: Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Dust »

Sweetness, sweetness I was only joking
When I said I'd like to smash every tooth
In your head


Fæ Xbox pakka upp á 80 þús. í tölvuvirkni eftir helgi uhmmm jólunum hefur verið bjargað ;D

God Bless You Blood Thirsty Zeppelins

Rykið
AMD64 - 3000+1.8ghz@2.4ghz. ASUS A8N-SLI Deluxe. 6800GT. OCZ Platinum EL PC-3200 1024 Dual. OCZ 450w ModStream Psu

Geit
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 31. Okt 2007 19:24
Staða: Ótengdur

Póstur af Geit »

Ég er búinn að eiga mína 360 í meira en 1 og hálft ár og hún hefur ekkert bilað. Hún virkar mjög vel og bara svaka góðir leikir í henni, bara fara vel með gripinn ;)

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Ég ætla samt ekkert að neita því að XBOX eru með HUND-gallaða kælingu, eða amk voru þeir með það En menn segja að það sé lítið mál að laga hana sjálfur með því að skipta um kæliblokk og setja betri í staðinn með litilli viftu.

En þetta er alveg 200% ábyrgðarmál EF vélin hjá viðkomandi skyldi klikka þannig að það er aldrei neitt vandamál að fá bara FRESH vél :)
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Póstur af ManiO »

ÓmarSmith skrifaði:það er aldrei neitt vandamál að fá bara FRESH vél :)

Nema fyrir þá sem þurfa að bíða í 2 vikur+ eftir vél... :wink:
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Það hef ég bara aldrei heyrt um. Bæði Tölvuvirkni, BT og ELko hafa alltaf átt nóg af vélum nema kannski rétt í byrjun þannig að ég veit ekki hvaða vesen þetta var sem þú talar um.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

n3tm4n
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 06. Des 2006 19:59
Staðsetning: í Breiðholtinu (109)
Staða: Ótengdur

Póstur af n3tm4n »

ég segi PS3 ftw vegna þess að þú getur hent inn stýrikerfi til að nýta þennan "ofur" örgjörva aðeins meira og leyst af pésann með því að setja inn cedega (directx emulator)
en ef þú filar ekki linux þá færðu þér x360
Amd 6400 X2 (3,2Ghz), Geforce 8600GT, 2Gb RAM
God said: "John come forth and recive eternal life", but john came fifth and won a toaster
Svara