Downclocka?

Skjámynd

Spirou
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:22
Staða: Ótengdur

Póstur af Spirou »

MezzUp skrifaði:pezik: amms, ætli það sé ekki einfaldast :)
Spirou: Ég var að skoða svona diska um daginn en þegar ég skoðaði benchmark þá gekk honum ekkert alltof vel miðað við aðra.
Hvar keyptirðu þá? Hvað kostuðu þeir? Hvað eru þeir stórir? Eru þeir hljóðlátir? Eru þeir að performa verr en aðrir?


Ég er núna með tvo Seagate B IV í linux ráter hjá mér og verð bara að segja að mér finnst þeir bara vera draumur í dós. Þeir eru hljóðlátir í IDLE(ekki að lesa eða skrifa) en það heyrist svipað eða kannski aðeins minna og í venjulegum diskum. Hraðinn er ekki eitthvað sem mér finnst skipta miklu máli þar sem ég er að nota þetta sem file server en ekki að keyra windows á þessu.
Annars var ég með Windows á öðrum diskinum í töluverðan tíma og fannst eins og hann væri hægvirkari en IBM 75gxp sem ég á en gat ekki notað þar sem hann var farinn að klikka.

Ég keypti báða diskana hjá TB/Computer.is fyrst að mig minnir keypti ég hann hjá Computer.is, svo 6 mánuðum seinan keypti ég hann frá TB. Þeir byrjuðu náttúrulega að klúðra pöntunninn í bæði skiptin. Í fyrra skiptið ætlaði ég að kaupa mér Samsung disk en þeir áttu hann ekki til og vildu selja mér Barracuda III, sem ég hafði ekki kynnt mér. Eftir að hafa skoða specana á B III sá ég að hann var alltof hávær svo ég sagði nei takk. Þess í stað keypti ég Barracuda IV sem er með vökva legum og specarni mjög góðir(28dbel í IDLE).
Þegar ég keypti seinni diskinn komu þeir með B III til mín og ég sagði bara NEI, þetta er ekki það sem ég pantaði, hann alveg bara :?: og las á diskinn og náði síðan í rétta diskinn.

Bottom line:
Barracuda IV: lágvær en engin performer í hraða
Tæknibær/Computer.is fínir en þú verður að passa upp á það sem þú ert að kaupa, þeir eiga það til að reyna senda þig út með græn epli þegar þú ert í raun að reyna að kaupa rauð epli.
Skjámynd

Spirou
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:22
Staða: Ótengdur

Póstur af Spirou »

MezzUp skrifaði:Ég á 200Mhz, eitthvað Acorp móðurborð sem að virðist ekki vera til, 32MB EDO ram og svo VooDoo í annarri tölvu :)


:lol: Þetta fer nú bara að vera fyndið, ég er einmitt líka með Acorp móðurborð í ráterinum mínum. Helvítis drasl fyrir Windows en virkar fínt á linux. Acorp er til en þeir eru bílskúrsfyrirtæki miðað við Asus og Abit. http://www.acorp.com.tw/English/default.asp þeir eru með glataða heimasíðu, bæklingarnir þeirra eru skrifaðir af mönnum sem kunna ekki ensku og þar að auki ekki að marka bæklingana miðað við hvernig móðurborðin eru sett upp(ath hef aðeins reynslu af einu stykki).
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

púff..hver nennir að lesa þetta allt?

Póstur af GuðjónR »

Og hefst þá lesturinn.

Ég er búnn að vera ótrúlega óheppinn með HD's fyrir rúmu ári síðan keypti ég mér 60gb IBM hd sem var það stærsta og besta þá.
Fljótlega eftir að ég setti upp diskinn fór að bera á hátíðni hljóði frá honum.
Þetta ágerðist og endaði þannig að það var ekki hægt að sofa í svefnherbergjunum í húsinu þrátt fyrir að tölvan væri inn á lokaðri skrifstofu.

Á endanum gafst ég upp og skilaði honum fékk annan 60gb IBM disk í staðinn, það fór á sömu leið ég skilaði honum, og fékk IBM nr3.
Allt er þegar þrennt er hugsaði ég með mér og setti diskinn upp eina ferðina enn, og hvað gerist? hann er líka gallaður.
Að svo komnu þá fékk ég endurgreitt enda nennti ég ekki að standa í meira bulli með IBM HD's.

Þrem diskum og mörgum mánuðum síðar fékk ég mér 80gb WD disk með 2mb buffer.
Þetta var viku áður en að 8mb buffer diskarnir komu á markað.
Þessir diskar áttu að vera frægir fyrir það hversu hljóðlátir þeir voru.

Ég setti diskinn upp og það leið ekki á löngu þangað til hann var orðinn alveg eins og IBM diskarnir voru.
Á þessum tímapunkti var ég farinn að halda að ég væri sjálfur að rústa diskunum með ULTRA ATA driverum eða einhverju öðru, þetta var einum of.

Ég rölti með diskinn þangað sem ég keypti hann og þeir testuðu hann og komust að því að hann væri gallaður,
þetta væri ekki suð í hausnum á mér heldur galli í diskinum. Það varð úr að ég fékk 120gb WD 8mb disk í staðinn.

Kvekktur en ánægður fór ég með diskinn heim og setti hann enn eina ferðina.
Og viti menn, hann virkar líka svona svakalega vel, algerlega hljóðlaus og það heyrist nánast ekkert í honum í vinnslu,
meira að segja þegar ég defragga tölvuna þá heyrist lítið í honum.
Þetta er því diskur sem ég get mælt með. Bæði er hann að performera frábærlega og líka er hann ultra silent.
:skl

p.s. hver nennti að lesa þetta allt???
Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Það sem að mér finst skrítnast er að það er hvergi minnst á móðurborðið mitt, NEINSSTAÐAR. Ég ætlaði að update'a BIOS, ekkert fannst. Svo æltaði ég að leita að manual til þess að lækka multiplierinn, ekkert fannst. Etta var farið að fara virkilega í taugarnar á mér.
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

Ég er búin að vera með 40gb maxtor disk í 2 ár og ég fattaði það fyrst að hann var geggjað hávær þegar ég keypti mér wd 80 gb 8mb diskinn. :roll:
kv,
Castrate
Skjámynd

Spirou
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:22
Staða: Ótengdur

Póstur af Spirou »

Castrate skrifaði:Ég er búin að vera með 40gb maxtor disk í 2 ár og ég fattaði það fyrst að hann var geggjað hávær þegar ég keypti mér wd 80 gb 8mb diskinn. :roll:


Ótrúlegt en satt þá slitna legur í hörðum diskum. Þess vegna gæti verið að þessi Maxtor diskur hafi einfaldlega ekki verið neitt hávær fyrr en bara nýlega.
Ég átti Maxtor 40gig disk en skipti á honum og 20 gig IBM þar sem ég þoldi ekki ávaðann. Þessi diskur var ekki svona hávær fyrst um sinn, en þegar leið á var ég hættur að geta verið fyrir framan tölvuna út af hávaða.
Seagate BIV er með vökvalegum sem á að minnka slit á þeim svo ég mæli með þeim, aftur.

w201
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 13. Jan 2003 01:32
Staðsetning: heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

downclocka

Póstur af w201 »

Routerin minn er með 450mhz celeron örgjörva án neins viftu bara heatsink
virkar fínt, svo er þessi vél með 500mhz pentium 3 og eins sem blæs á hann er viftan í powersupplyinu, er svona stykki sem beinir blæstrinum á heatsinkið, svo er önnur vél sem keyrir á linux hjá mér með 133mhz bara lítið heatsink á henni aldrei neinn hiti þaðan..

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

hei mezzup ef þú vilt lækka snúningshraðan á viftuni settu þá rheostat á hann(þarr sona tæki til að stjórna voltunum á viftuni)eða bara fáðu þér FAN bus
Skjámynd

J0ssari
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 15:59
Staðsetning: Milli eldingar og kísil smára.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

BT

Póstur af J0ssari »

Haldiði að það sé farandi með IBM HD sem er með þessu venjulega hátíðnihljóði í BT. :?

80gb 120gxp. Einhverjir mán eftir af ábyrgð.

Mundi ekki halda að það væri þessum hálf-þjálfuðu öpum þarna kleyft að finna eitthvað að disknum. Annars veit ég það ekki :)


Guðjón: Hvar keyptiru þína diska ?


Jossari - |\\\\/|0\\\\/3 51C||-|0|2 6|2347 _||_|571C3!
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Ég keypti mína IBM HD hjá Nýherja, og það endaði með því að ég fékk endurgreitt að fullu.
Hátíðnihljóð í HD er galli, og það stór galli. Í þínum sporum myndi ég skila þessum HD.
IBM diskar eru heimsfrægir fyrir það að vera með svona hátíðni galla.
Ég var líka svo óheppinn að kaupa einn 80GB WD disk hjá Tölvulistanum sem var líka gallaður, og það var ekkert mál að að fá nýjann hjá þeim.
Endilega láttu reyna á þetta hjá BT og leyfðu okkur að fylgjast með því hérna á spjallinu hvernin þjónustu þú færð hjá þeim.
Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Póstur af kemiztry »

Ég myndi segja að IBM diskar væru heimsfrægir fyrir að BILA :evil:
kemiztry
Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Hannesinn »

IBM fékk á sig virkilega slæmt orð eftir að þeir bjuggu til diska með einhverjum glerplöttum, og þessir diskar þoldu ekki mikinn hita og hrundu í massavís. Ég er búinn að vera með 30GB IBM af þessari tegund sem var "framleidd ónýt" og hann hefur ekki slegið feilpúst, enda er hann með fínni kælingu og hangir í rétt yfir 30°c (*hóst*sjö-níu-þrettán*hóst*).

Þeir eiga að vera búnir að læra af reynslunni og eru komnir með nýjar tegundir diska. Aðalkosturinn við IBM diska sá að þeir eru langhljóðlátastir, þegar þeir virka rétt ;)
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Póstur af kemiztry »

Já kannski, en ég ætla nú bara að halda mig við Western Digital :wink:
kemiztry
Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Atlinn »

Ég er með einn 14.5 gb IBM og hann hefur ekkert bilað, reyndar svona þegar ég hugsa aðeins þá hefur ekkert, neða einn skjár bilað(hann sprakk) hjá mér.
hah, Davíð í herinn og herinn burt
Svara