MezzUp skrifaði:pezik: amms, ætli það sé ekki einfaldast
Spirou: Ég var að skoða svona diska um daginn en þegar ég skoðaði benchmark þá gekk honum ekkert alltof vel miðað við aðra.
Hvar keyptirðu þá? Hvað kostuðu þeir? Hvað eru þeir stórir? Eru þeir hljóðlátir? Eru þeir að performa verr en aðrir?
Ég er núna með tvo Seagate B IV í linux ráter hjá mér og verð bara að segja að mér finnst þeir bara vera draumur í dós. Þeir eru hljóðlátir í IDLE(ekki að lesa eða skrifa) en það heyrist svipað eða kannski aðeins minna og í venjulegum diskum. Hraðinn er ekki eitthvað sem mér finnst skipta miklu máli þar sem ég er að nota þetta sem file server en ekki að keyra windows á þessu.
Annars var ég með Windows á öðrum diskinum í töluverðan tíma og fannst eins og hann væri hægvirkari en IBM 75gxp sem ég á en gat ekki notað þar sem hann var farinn að klikka.
Ég keypti báða diskana hjá TB/Computer.is fyrst að mig minnir keypti ég hann hjá Computer.is, svo 6 mánuðum seinan keypti ég hann frá TB. Þeir byrjuðu náttúrulega að klúðra pöntunninn í bæði skiptin. Í fyrra skiptið ætlaði ég að kaupa mér Samsung disk en þeir áttu hann ekki til og vildu selja mér Barracuda III, sem ég hafði ekki kynnt mér. Eftir að hafa skoða specana á B III sá ég að hann var alltof hávær svo ég sagði nei takk. Þess í stað keypti ég Barracuda IV sem er með vökva legum og specarni mjög góðir(28dbel í IDLE).
Þegar ég keypti seinni diskinn komu þeir með B III til mín og ég sagði bara NEI, þetta er ekki það sem ég pantaði, hann alveg bara og las á diskinn og náði síðan í rétta diskinn.
Bottom line:
Barracuda IV: lágvær en engin performer í hraða
Tæknibær/Computer.is fínir en þú verður að passa upp á það sem þú ert að kaupa, þeir eiga það til að reyna senda þig út með græn epli þegar þú ert í raun að reyna að kaupa rauð epli.