Og því ekki að hafa eitthvað af viti líka... hvað eru þið að nota til að koma í veg fyrir "pop ups" glugga í browsernum ykkar? sjálfur er ég að nota pow sem ég er allveg að virka vel þegar maður er kominn með ágætis database af auglýsingum.
Ég er að nota Ads2Null sem að er alltílagi. En þá er ekki hægt að nota proxy server
Ég var einsusinni með Pop-Up stopper sem að frábært en vegna leti þá nenni ég ekki að setja það aftur upp :þ
Þarna er líka sýnt hvernig nota á hosts fælinn með proxy server.
Ef að mar fær einhver pop-up þá er bara að bæta við servernum í hosts fælinn og línuna í IE.
Var að komast að því að línan í IE þar sem að maður segir hvaða síður eiga að nota proxy og hvaða ekki er limituð við einhvern fjölda stafa þannig að ég er aftur á byrjunarreit.
Hann hindrar alla pop up glugga síðan þegar þú ferð inn á vefsíðu sem þú vilt að sé með pop up þá smellir þú á takka og þar með leyfir google þesari vefsíðu framvegis að hafa pop up glugga. svínvirkar og svo er toolbarinn líka með fullt af öðrum góðum fídusum.
Ég nota bara Mozilla Firebird(hvort sem ég er í Linux eða Win) og ég fæ aldrei nein popup(nema ég leyfi síðunni það). Einnig er hægt að stilla þannig að það sé lítill textagluggi á toolbarnum til að leita á Google.
ég nota google toolbarinn, svo nota ég spybot líka en hann er með mjög fínan "svartann lista" sem hann byggir inn í IE um síður sem senda manni óæskilegar kökur eins og lop.com