kísildalur búinn að hækka verðið? og Amd vs. Intel

Svara

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

kísildalur búinn að hækka verðið? og Amd vs. Intel

Póstur af Dazy crazy »

http://kisildalur.is/?p=2&id=407

þessi turn er nokkurn veginn það sama og var hjá þeim fyrir viku nema nýr kassi og 400w+ í aflgjafa og einhver örgjörvakæling.

er þetta 20.000 króna virði.

er þessi turn kannski betri?

http://kisildalur.is/?p=2&id=614

bara hugleiðing.

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

Svona aflgjafa verða svona dýrir þegar það er faríð í 1000W+

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Antec kassinn gerir þetta dýrara.
Svo eru þetta ekkert sérstaklega sambærilegar vélar, hafa einungis sama minni, HD, og skjákort. En móðurborð og örgjörvar allt aðrir.

Ég er ánægður með að Kísildalur ætlar að nota nýja AMD örgjörvan í tilboð sín. Sýnir að þeir eru ekki hræddir, eins og sumir sem bara bjóða upp á Intel og Nvidia samsetningar.

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

Já, úps, megnið er turninn.

Misskildi þig, fannst þú segja mjög "svipaður" turn, og hélt þú værir að meina kassann ekki turn tilboðið.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

Verðið á tölvuturnum er algjört djók hérna á landinu...

Munið þið þegar Dragon XXL kostaði 12 þús kall.

núna fær maður samskonar kassa á ~20 þús kr.

rugl!
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Það er samt ekki endilega að turninn og aflgjafinn hafi ollið þessari 20k hækkun.
Þegar íhlutir eru pantaði fást þér annaðhvort á góðum kjörum eða slæmum.
Gæti vel verið að eitthvað af íhlutunum hafi hækkað frá seinustu sendingu og voula verð
hækkar. Svo má tollurinn alltaf eiga sinn hlut í okurverði á öllu sem kemur á klakann :evil:
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Póstur af appel »

Ég held nú að tölvubúðirnar séu ekkert að leggja mikið á vörurnar, það er virk samkeppni á milli þeirra (flestra) að mínu mati, þökk sé Vaktinni :)

En flutningskostnaður, vsk, tollur o.fl. hækkar verðið að sjálfsögðu.

Ég er nú bara feginn að hafa keypt mína, Quadcore í svona Antec kassa, á 100þús kall.
*-*

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

auk síhækkandi eldsneytisverðs sem gerir flutininginn dýrari, hehe :D

en já ég var að meina hvort tilboðin væru svipuð ekki kassarnir og þegar ég sagði hvort það væri betra var ég að meina hlutfallslega

gæði/verði samanborið við gæði/verði
m.ö.o. hvort þeir séu svipaðir miðað við verð, ég sé strax að þeir eru ekki eins og munur á þeim.

en eru kísildalsmenn þá ekki samt að lækka verðið?
í síðustu viku kostaði þessi turn sem er í þessu tölvutilboði http://kisildalur.is/?p=2&id=512 169.900 iskr

er þetta ekki allt á leiðinni til batnaðar. Og eitt annað sem ég var að velta fyrir mér, ég hef ekki fylgst mjög mikið með tölvumálum þangað til núna að ég þarf nýja, lækkar ekki verðið í janúar, febrúar, eða allavega núna um jólin? bara pæling
takk fyrir öll svörin sem þið hafið verið svo duglegir að semja, ekki bara á þessum þræði heldur öllum hinum, uuu 2 hehe líka. :8)

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

CendenZ skrifaði:Verðið á tölvuturnum er algjört djók hérna á landinu...

Munið þið þegar Dragon XXL kostaði 12 þús kall.

núna fær maður samskonar kassa á ~20 þús kr.

rugl!


Aha, ég á einn svona turn og nota hann ennþá fyrir allt það nýjasta sem ég kaupi :)

Landon
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 22. Nóv 2007 17:46
Staða: Ótengdur

Póstur af Landon »

En er það bara ég eða setja allar verslanir 2GB vinnsluminni í tilboðin með skjá og alles, útaf því að þeir setja alltaf x32 Windows?
t.d. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=512
Show no love. Love will get you killed

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

ég held að það sért bara þú :D
hér er til dæmis "tilboð" með 4GiB vinnsluminni
http://www.task.is/?prodid=2448
vá HVER kaupir svona vél, ef einhver hér hefur gert það væri gaman að fá að vita hvernig hún er að reynast.
kannski lítill séns að einhver sem kaupir tölvu fyrir meira en hálfa milljón segi: "mér finnst hún ekki nógu góð" eða "þetta voru slæm kaup" hehe
gæti reyndar verið með x64 þó ég viti það ekki

hér er önnur
http://www.task.is/?prodid=2445

meira samt grín en alvara hehe :wink:
þið eruð best og góða nótt

wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wixor »

Eina sem mig langar að bæta við hérna: Þú verslar ekki við task.is og þú verslar heldur ekki við computer.is, reyndar bara mín skoðun og ég veit það hafa fleiri þessa skoðun, þannig það tekur því ekki að nefna task.is ...

Harvest
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Póstur af Harvest »

wixor skrifaði:Eina sem mig langar að bæta við hérna: Þú verslar ekki við task.is og þú verslar heldur ekki við computer.is, reyndar bara mín skoðun og ég veit það hafa fleiri þessa skoðun, þannig það tekur því ekki að nefna task.is ...


Ég veit þetta með task.is en computer.is eru fínir. Hvað hefurðu á móti þeim?
Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS

Landon
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 22. Nóv 2007 17:46
Staða: Ótengdur

Póstur af Landon »

wixor er kannski of fínn fýrir computer.is ... þeir eru alltaf mjög ódýrir , eins og hann sé kannski of fínn fyrir föt úr Hagkaup...

eheheh ... segji bara svona
Show no love. Love will get you killed

hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af hsm »

Landon skrifaði:wixor er kannski of fínn fýrir computer.is ... þeir eru alltaf mjög ódýrir , eins og hann sé kannski of fínn fyrir föt úr Hagkaup...

eheheh ... segji bara svona


Ég vil láta koma fram við mig af virðingu :8)
Þess vegna versla ég ekki í computer.is

Það er fínt að versla í computer.is eins og á flestum stöðum, maður bara borgar og alt í lagi með það,
en það hefur bara verið ansi erfitt að eiga við þá með ábyrgð og aðra þjónustu.
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Nákvæmlega.

Vá frábært að fá þennann örgjörva á 500kr lægra verði í computer.is en í Tölvutækni t.d en fá skelfilega þjónustu í kringum það og EF það kemur e-ð upp þá ertu í mjög leiðinlegum málum.


Ég borga hiklaust aukalega fyrir yfirburða þjónustu.


PS, Það er klárlega Kísildalur og Tölvutækni sem hafa vinninginn hvað frábæra þjónustu varðar
Last edited by ÓmarSmith on Fös 07. Des 2007 13:49, edited 1 time in total.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: kísildalur búinn að hækka verðið? og Amd vs. Intel

Póstur af wICE_man »

dagur90 skrifaði:http://kisildalur.is/?p=2&id=407

þessi turn er nokkurn veginn það sama og var hjá þeim fyrir viku nema nýr kassi og 400w+ í aflgjafa og einhver örgjörvakæling.

er þetta 20.000 króna virði.

er þessi turn kannski betri?

http://kisildalur.is/?p=2&id=614

bara hugleiðing.


Það sem hefur breytst er að kominn er 10.900kr dýrari turn. Sjálfur skil ég ekkert í þessu Antec standi eftir að hafa unnið í nokkrum slíkum turnum. En maður verður að fara eftir óskum markaðarins :)

Annað er að 1000W Tacens Supero aflgjafinn er um 10.000kr dýrari en upprunalegi aflgjafinn. Þetta er líka einn af bestu aflgjöfum sem fáanlegur er bæði hvað varðar hljóðláta vinnslu og mikil afköst.

Svo er komin hljóðlátari kæling í staðinn fyrir stock kælinguna sem var, kostar um 2.400kr meira.

Síðast ekki síst eru komin í þetta 2x2GB DDR2-800 CL4-4-4-12 minni í stað 4x1GB sem er mikill kostur þegar til framtíðar er litið og um leið stabílla (menn lenda oft í því að þurfa að slaka á timings þegar að notuð eru 4 minni saman) 19.900kr-(2x8.500kr)=2.900kr.

Svo að í heildina litið er þetta í raun verðlækkun, en ég lít á þetta sem einfaldlega nýtt tilboð.
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
Svara