Og meira um torrent....

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Og meira um torrent....

Póstur af GuðjónR »

Rakst á þessa grein áðan.
Langaði bara að deila þessu með ykkur.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Póstur af ManiO »

"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Póstur af appel »

Málið er ekki hvort það sé ólöglegt að dreifa efni á netinu, heldur hvort svona torrent síður megi óbeint taka þátt í því með þessum trackerum.

Allir þeir sem eru að dreifa efni, seeda og einnig leecha, eru að brjóta lögin, þeir eru að dreifa höfundaréttuvörðu efni. Það er alveg klárt mál. Svo er það allt önnur spurning afhverju fólk kemst upp með það.

Reyndar á eftir að koma niðurstaða í þessu DC máli, sem virðist velkjast um í kerfinu í fleiri fleiri ár (orðin 4 ár núna). Þar treystir lögreglan og ákæruvaldið sér ekki í því að ákæra, a.m.k. ekki ennþá. Ef lögin eru svona veik gagnvart þeim sem eru BEINT að dreifa efni ólöglega á netinu, hvernig helduru að lögin eru gagnvart þeim sem eru óbeint milligönguaðilar?

Ef það yrðu sett lög sem bönnuðu milligöngu á dreifingu á ólöglegu efni, þá myndi það ekki standast stjórnarskrá. Það eru svo margir milligönguleiðar í allskyns glæpum, það er ekki hægt að gera þá ábyrga. Eru byssusalar ábyrgir fyrir morðum með byssum sem þeir selja? Eru símafélögin ábyrg fyrir fíkniefnasölu í gegnum síma? Eru internetfyrirtækin ábyrg fyrir allri umferð í gegnum netkerfin þeirra?


Það er fyrst og fremst á ábyrgð lögreglunnar að sjá um að lögum sé framfylgt. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur ef það væri engin umferðarlögregla, allir myndu keyra á 150km á 90km vegunum. En þar sem við vitum að það er alltaf verið að sekta fólk þá halda flestir sér innan löglegra marka. Lögreglan ræðst ekki á vegagerðina fyrir að byggja vegina!

Einsog staðan er í netheimum í dag er enginn að fylgjast með ólöglegri dreifingu. Það er grátlega einfalt mál að finna út hverjir eru að dreifa þessu efni, og ég skil ekki afhverju lögreglan er ekki bara í því að dæla út sektum/ákærum.

En þá komum við að því að það verður að vera hægt að SANNA að einhver einn aðili hafi verið að framkvæma eitthvert lögbrot. Samanber að löggæslumyndavélar í umferðinni þurfa að taka myndir af a) númeri bíls b) andliti ökumanns. Í netheimum er einfalt mál að fá a) ip númer tölvu, en annað gildir um andlit einstaklingsins. Eigendur bíla eru ekki sjálfkrafa ábyrgir fyrir öllum lögbrotum sem eru framkvæmd með bifreiðinni, rétt eins og skráningaraðili nettengingar er ekki ábyrgur fyrir öllum lögbrotum á nettengingu.

Þetta er ekki einfalt mál :) lögin eru mjög flókin og sennilega mun aldrei koma dómur í málum sem þessum þar sem lögreglan veit að hún myndi tapa. Í raun vill lögreglan viðhalda status quo, þ.e.a.s. að allir séu hræddir við hana.
*-*

CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

Póstur af CraZy »

Svo nátturulega raidin í Ungverjalandi
http://www.rlslog.net/massive-p2p-raids ... vers-down/
synd.. bithumen var ágætis síða

Bessi
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Fim 01. Jan 2004 22:10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Bessi »

appel skrifaði:Í netheimum er einfalt mál að fá a) ip númer tölvu, en annað gildir um andlit einstaklingsins.
Jammie Thomas byggði vörn sína á þessum efa, bæði að þetta hefði verið hún sem var við tölvuna og að þetta hefði hugsanlega verið spoofuð ip-tala. Í stuttu máli þá gekk það ekki.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Póstur af appel »

Hugsanlega væri hægt að byggja vörn sína hér á Íslandi á sömu rökum og aðrir hafa notað með bifreiðar.

Það hafa fallið dómar hér á Íslandi um að lögreglan getur ekki krafist þess að skráningaraðili (eigandi) bíls þurfi að gefa upp hver var að keyra bílinn á ákveðnum tíma.

Ef það eru margir á sama heimili, að nota sömu tölvu, þá geta allir bara haldið kjafti og lögreglan veit ekki hver framdi glæpinn og getur ekkert neytt fólk til að segja frá, og þar með er ekki hægt að gefa út ákæru.



Rassíur hafa ekkert lagalegt gildi. Þær eru notaðar til að vekja ótta í almenningi, með skilaboðum eins og "Þetta líðst ekki!" - en svo kemur í ljós að engin lög voru brotin. Margir muna eftir því þegar internetumferð minnkaði um 60% í nokkrar vikur eftir þessa DC rassíu. Viljum við búa í slíku ríki þar sem við óttumst um okkur?

Þetta er allt spurning hvort við viljum búa í lögregluríki/valdsríki sem notar brute force og hræðsluáróður til að ná fram vilja sínum? T.d. er búnaður gerður upptækur í þessum rassíum, gagnvart einstaklingum sem hugsanlega brutu engin lög, og svo er þessum búnaði ekki skilað, og 4 árum síðar er þessi tölvubúnaður auðvitað einskins virði. Þetta er ekki til fyrirmyndar hvað eðlilega málsmeðferð varðar, og er í raun einkenni valdstjórnar, fasisma.

Ég kalla frekar eftir lögum til að vernda borgarana gagnvart slíku. Ef lögreglan ætlar að fara stunda þetta, fara á heimili einstaklinga og einfaldlega taka eigur þeirra án þess að lög hafi verið brotin, þá búum við ekki lengur í réttarríki, ríki sem grundvallast af lögum og frelsi borgaranna.
*-*

hallihg
Gúrú
Póstar: 521
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Staða: Ótengdur

Póstur af hallihg »

appel mælir orð af visku
count von count

pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Skósveinar

Póstur af pjesi »

Merkilegt hvað það er mikill áróður í fjölmiðlum. Mætti halda að sama batteríið ræki þetta allt. Verið að fjalla um einhverja torrent síðu út í heimi sem kemur okkur hér ekkert við, en síðan er troðið torrent.is inn í miðja frétt.

Held að fréttamenskan hér á landi er í sögulegu lámarki.
asdf
Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af tms »

Kjarni málsins er að fólki finnst það egi ekki að þurfa að fara út í búð að kaupa disk til að setja það á ipoddinn, egi ekki að þurfa að bíða þangað til að þættir séu sýndir á íslandi eða jafnvel aðlaga dagsplanið sitt eftir dagskrá sjönvarpstöðva, eða borga fyrir efni sem maður nýtur ekki. Tæknin hefur gert okkur þetta kleift, lögum og hin eldri ótæknivædda kynslóð hefur ekki tekið framförum eins og okkur.

hallihg
Gúrú
Póstar: 521
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Staða: Ótengdur

Re: Skósveinar

Póstur af hallihg »

pjesi skrifaði:Merkilegt hvað það er mikill áróður í fjölmiðlum. Mætti halda að sama batteríið ræki þetta allt. Verið að fjalla um einhverja torrent síðu út í heimi sem kemur okkur hér ekkert við, en síðan er troðið torrent.is inn í miðja frétt.

Held að fréttamenskan hér á landi er í sögulegu lámarki.


Hárrétt hjá þér pjesi og ég hvet fólk til að lesa þessa grein eftir Svavar Kjarrval:

http://www.torrent.is/news.php?id=21885
count von count
Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af einzi »

Minnir svolítið á nornaveiðar kirkjunnar. Kirkjan með hræðsluáróður og almúginn kokgleypir allt sem heilagann sannleika.

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af Taxi »

appel skrifaði:Hugsanlega væri hægt að byggja vörn sína hér á Íslandi á sömu rökum og aðrir hafa notað með bifreiðar.

Það hafa fallið dómar hér á Íslandi um að lögreglan getur ekki krafist þess að skráningaraðili (eigandi) bíls þurfi að gefa upp hver var að keyra bílinn á ákveðnum tíma.

Ef það eru margir á sama heimili, að nota sömu tölvu, þá geta allir bara haldið kjafti og lögreglan veit ekki hver framdi glæpinn og getur ekkert neytt fólk til að segja frá, og þar með er ekki hægt að gefa út ákæru.



Rassíur hafa ekkert lagalegt gildi. Þær eru notaðar til að vekja ótta í almenningi, með skilaboðum eins og "Þetta líðst ekki!" - en svo kemur í ljós að engin lög voru brotin. Margir muna eftir því þegar internetumferð minnkaði um 60% í nokkrar vikur eftir þessa DC rassíu. Viljum við búa í slíku ríki þar sem við óttumst um okkur?

Þetta er allt spurning hvort við viljum búa í lögregluríki/valdsríki sem notar brute force og hræðsluáróður til að ná fram vilja sínum? T.d. er búnaður gerður upptækur í þessum rassíum, gagnvart einstaklingum sem hugsanlega brutu engin lög, og svo er þessum búnaði ekki skilað, og 4 árum síðar er þessi tölvubúnaður auðvitað einskins virði. Þetta er ekki til fyrirmyndar hvað eðlilega málsmeðferð varðar, og er í raun einkenni valdstjórnar, fasisma.

Ég kalla frekar eftir lögum til að vernda borgarana gagnvart slíku. Ef lögreglan ætlar að fara stunda þetta, fara á heimili einstaklinga og einfaldlega taka eigur þeirra án þess að lög hafi verið brotin, þá búum við ekki lengur í réttarríki, ríki sem grundvallast af lögum og frelsi borgaranna.


Amen.

littel-jake
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Lau 18. Ágú 2007 20:04
Staða: Ótengdur

Póstur af littel-jake »

einzi skrifaði:Minnir svolítið á nornaveiðar kirkjunnar. Kirkjan með hræðsluáróður og almúginn kokgleypir allt sem heilagann sannleika.


Amen brother

pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af pjesi »

asdf
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Sallarólegur »

Hafiði lesið þetta hjá Smáís?
Afhverju eru þeir ekki líka með baráttu gegn bílum, hnífum og öðru í samfélaginu sem hefur reynst lífshættulegt?

...þetta eru ekki fávitar nema þeir sýni það.

Smáís.is skrifaði:Mannslíf í hættu vegna P2P

Í dag var lögreglumanni í Japan vikið frá störfum vegna þess að verulega mikið af viðkvæmum upplýsingum var lekið úr tölvu hans yfir á netið. Lekinn átti sér stað úr einkatölvu lögreglumansins en þar voru geymd umtalsverð gögn sem viðkomu starfi hans. Hann hafði verið með uppsett skráardeiliforrit í tölvunni sinni og hafði niðurhalað ómeðvitað sníkjuforrit sem að var til þess gert að leka skrám úr tölvu viðkomandi.

Lögreglumaðurinn var starfandi í Kitazawa lögreglustöðinni . Meðal skráa sem var lekið voru viðkvæmar upplýsingar um u.þ.b 10.500 einstaklinga sem gerir þetta að stærsta leka á persónuupplýsingum í sögu Japans. Aðrar skrár sem fundu leið sína á netið voru meðal annars vitnisburður, kvartanir til lögreglu og listi yfir meinta glæpamenn. Litinn yfir meinta glæpamenn innihélt nöfn 400 meðlima Yamaguchi-gumi yakuza sem eru taldir verulega hættulegir og tengjast djúpt skipulögðum glæpum.

Þetta er bara enn eitt dæmið um að skráardeiliforrit geta verið stórhættuleg þar sem langflestir þeirra sem nota slík forrit hafa litla til meðal tölvukunnáttu og geta auðveldlega lent í að viðkvæmum upplýsingu er stolið úr tölvu þeirra.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

LOL skráardeiliforrit lífshættuleg? hahaha hvern halda þeir að þeir séu að plata?

Í þessu tilfelli hafa það líklega verið trójuhestar sem hafa verið embeddaðir í
einhverjar klám skrár sem þessi lögreglumaður hefur verið að DL.

Eigum við þá ekki bara að slökkva á Internetinu strákar því að mannslíf eru
nú í húfi ha?

Djöfulsins endemis bitri vitleysisgangur og fasista áróður!

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Viktor skrifaði:
Smáís.is skrifaði:Mannslíf í hættu vegna P2P

Í dag var lögreglumanni í Japan vikið frá störfum vegna þess að verulega mikið af viðkvæmum upplýsingum var lekið úr tölvu hans yfir á netið. Lekinn átti sér stað úr einkatölvu lögreglumansins en þar voru geymd umtalsverð gögn sem viðkomu starfi hans. Hann hafði verið með uppsett skráardeiliforrit í tölvunni sinni og hafði niðurhalað ómeðvitað sníkjuforrit sem að var til þess gert að leka skrám úr tölvu viðkomandi.

Lögreglumaðurinn var starfandi í Kitazawa lögreglustöðinni . Meðal skráa sem var lekið voru viðkvæmar upplýsingar um u.þ.b 10.500 einstaklinga sem gerir þetta að stærsta leka á persónuupplýsingum í sögu Japans. Aðrar skrár sem fundu leið sína á netið voru meðal annars vitnisburður, kvartanir til lögreglu og listi yfir meinta glæpamenn. Litinn yfir meinta glæpamenn innihélt nöfn 400 meðlima Yamaguchi-gumi yakuza sem eru taldir verulega hættulegir og tengjast djúpt skipulögðum glæpum.

Þetta er bara enn eitt dæmið um að skráardeiliforrit geta verið stórhættuleg þar sem langflestir þeirra sem nota slík forrit hafa litla til meðal tölvukunnáttu og geta auðveldlega lent í að viðkvæmum upplýsingu er stolið úr tölvu þeirra.
Hálfvitar!

Þegar maður heldur að þeir hafi náð botninum ná þeir alltaf að gera eitthvað ennþá heimskulegra.

Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Staða: Ótengdur

Póstur af Holy Smoke »

Vá... þetta eru ekki einu sinni rök gegn p2p. Þetta eru rök gegn netkerfum.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Póstur af Gúrú »

Eins og það sé p2p að kenna að vírusum sé dreift??


Eins og að kenna Bill Gates um þetta því að hann á Microsoft sem hannaði Windows..
Modus ponens
Svara