Smá pæling með kassa (P182) og PSU

Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Smá pæling með kassa (P182) og PSU

Póstur af appel »

Ég hef verið að skoða kassa og líst best á Antec P182: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=826

En einsog myndin sýnir þá er aflgjafinn staðsettur neðst í turninum, í sér hólfi:
Mynd


Svo hef ég verið að skoða með aflgjafa, og eru flestir þeirra með viftu sem snýr niður, einsog sést í þessum Corsair HX520 aflgjafa:

Mynd
(snýr öfugt reyndar á myndinni, þið fattið það!)

Það sem ég er að huga er; Hvaða áhrif hefur það á flæðið í kassanum og kælinguna á aflgjafanum ef viftan í aflgjafanum snýr niður að gólfinum í þessum P182 kassa? Mér sýnist þetta vera pínkulítið rými þarna undir aflgafanum og lítur út fyrir að vera algjör hitagildra. Einhver sem getur útskýrt betur?
*-*
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Póstur af appel »

E.t.v. er þetta bara ofpæling.

Fann review um P182 kassannn á silentpcreview.com, og þessa mynd:

Mynd

Kassinn fær helv. góða útreið, og það er þrátt fyrir að vera með aflgjafa sem er alveg eins og á myndinni hér að ofan (þ.e. vifta sem snýr að gólfinu).
*-*
Svara