ég var að fá mér ADSL og datt þá í hug að þar sem tölvan er mikið í gangi og kannski ekki alltaf verið að fylgjast með henni að setja upp eitt stikki firewall. það fyrsta sem ég gerði þegar ég var kominn með ADSL-ið var að tékka á hraðanum og var að skoða static.hugi.is og fann þar einhvern firewall og náði náttúrulega í hann. nú er ég búinn að setja hann upp og að er allveg trilltur að stoppa einhverja "hakkara". á síðustu 10 mín hafa verið 150 tilraunir til að komast inní tölvuna mína.
eru margir að nota svona firewall eða kannski einhvern annan sem er betri?
Ég hef notað þennan eldvegg, er kannski ekki alveg að fá 150 árásir per 10 mín.
Það sem er einnig áhugavert eru þau forrit sem reyna að komast út á netið frá tölvunni þinni......!!!
Ég notaði Zonealarm lengi og var mjög ánægður með hann (fékk í það minnsta mikla öryggistilfinning ). Svo komst ég að því að ZA corruptar flest öllum downloadum hjá mér, varð brjálaður og eyddi öllu sem byrjar á Z úr tölvunni. Núna er ég óöruggur en get notað það sem ég sæki af netinu.