UT2k4 verður jólaleikurinn í ár

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

gnarr skrifaði:nei... hann fjallar um fótbolta og er þar af leiðandi LEIÐINLEGUR!

Ah, huglægt mat, alltaf jafn gott til að dæma hluti.
Hlutlaust mat hlýtur engu að síður að vera að CM selst gríðarlega vel og hefur gríðarlegan fanbase. Hvort hann er skemmtilegur/leiðinlegur kemur því ekkert við hvort hann er huge.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Daz: Þú verður að viðurkenna að CM er ekkert skemmtilegur fyrir þá seþ fylgjast ekkert með fótbolta (eins og ég sem horfi kanski á hluta af leik 3 hverju helgi)
Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

CM er það sama og að horfa á reiknivél sem reiknar að sjálfum sér, það er ekkert að gerast í leiknum, ég vann, ég tapaði og svo frammvegis. ég skil ekki hvernig fólki finnst skemmtilegt að horfa á mynd sem breytir um lit öðru hverju.
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

odinnn skrifaði:CM er það sama og að horfa á reiknivél sem reiknar að sjálfum sér, það er ekkert að gerast í leiknum, ég vann, ég tapaði og svo frammvegis. ég skil ekki hvernig fólki finnst skemmtilegt að horfa á mynd sem breytir um lit öðru hverju.

besta svarið

DippeR
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 07. Okt 2002 20:00
Staða: Ótengdur

Póstur af DippeR »

Pandemic skrifaði:Unreal turnament 2004 þetta er alveg pure blanda af Halo Pc og C&C renegader


Nah.. UT2004 er bara UT2003 með aukaefni. Það er bara gametýpan onslaught sem svipar til Halo og Renegade. En hinar týpurnar eru allar óbreyttar nema Assault sem að kemur líka nýtt inn. Assault gengur þannig fyrir sig að eitt lið vinnur að því að ráðast á beis sem að hitt liðið á að verja. Ef að árásarliðinu tekst að ná beisinu (með því að vinna ýmis objectives) þá þarf hitt liðið að ráðast á beisið og reyna að vinna tíma hins liðsins.

CTF, DM og allt það helst óbreytt :)
kv,
DippeR
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

gumol skrifaði:Daz: Þú verður að viðurkenna að CM er ekkert skemmtilegur fyrir þá sem fylgjast ekkert með fótbolta (eins og ég sem horfi kanski á hluta af leik 3 hverju helgi)

Skal fúslega viðurkenna það. Engu að síður stór markaður fyrir þennan leik.
Og voðalega er það eitthvað sorglegt að sjá tölvunörda gera lítið úr tölvuleik... (tökum eftir því að ekki er ég að gera lítið úr FPS leikjum þó ég hefi lítið gaman af þeim).
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

enda ert þú bara fiktari.. hehe :) ekkert trew nörd sko!

spáðu samt hvað það er eitthvða asnalegt að segja frá þessu!

"ég var að fá mér GEÐVEIKA tölvu í gær! næ alveg 9000fps í CM"
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

daz CM er fínn ef maður er fótbolta nörd og það er ekkert að því að spila hann ef þú ert slíkur
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

CM var fínn þegar CM2 kom út... ég var allur í honum þá en núna prufaði ég þennan nýja og kann ekkert á hann. Veit ekkert hvaða leikmenn eru góðir og hverjir ekki. En ég er alveg sammála Daz að markaðurinn fyrir CM er mjög stór. Hann er miklu stærri hérna á íslandi heldur en nokkutíman UT2003 eða UT2004 og mun alltaf vera það. Ég hef gjörsamlega enga trú á UT2004 eða Unreal bara í heildina. Það eru allir að spila cs, bf eða aðra raunverulega leiki sem byggjast á raunverulegum hreyfingum og raunverulegum byssum. Það mætti segja að Unreal og quake er bara dottið úr týsku.
kv,
Castrate
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

ég vona að WW2 fari að detta úr tísku maður er komin með ógeð á þessu rugli, allt er gott í hófi en þetta er alltof mikið. Battlefield, dod, wolfenstein, endalaust af MOH... og endalaust fleiri að bætast við. eruð þið kanski farnir að stökkva á alla þjóðverja niðri í bæ og kalla þá nasista?

Það er stór markaður fyrir CM ég sagði aldrei annað en það er af sömu ástæðum og the sims seljast vel, hann nær til þess hóps sem hefur engan áhuga á tölvuleikjum og gengur á tölvu þó hún sé með hræódýrt skjákort... matur
Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

Daz skrifaði:Og voðalega er það eitthvað sorglegt að sjá tölvunörda gera lítið úr tölvuleik...

þetta er ekki tölvuleikur í mínum huga bara ein stór reyknivél með flottu skinni.

Roger_the_shrubber
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 03:22
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Roger_the_shrubber »

Þetta WWII þema er að detta út og í staðinn kemur Víetnam.. gott eða slæmt? :roll:
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Roger_the_shrubber skrifaði:Þetta WWII þema er að detta út og í staðinn kemur Víetnam.. gott eða slæmt? :roll:

Ég vil fá nútíma hernað og það raunverulegan, t.d. americas army, afhverju fer það ekki í tísku aftur? nóg er af hættum í nútímanum, t.d. hægt að láta leiki gerast í kóreu eða arabalöndunum, ok það eru að koma ágætlega mikið af "rabaleikjum" en þeir eru allir í fyrra persaflóastríði...
Svo á americas army að fara í tísku en það gerist ekki fyrr en fólk fer að hafa áhuga á hernaði og lesa það sem er á http://www.adtdl.army.mil/rtddltextv.html
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

americas army er snilldar leikur. ég er bara ða bíða eftir 2.0 og nýrri 3d vél. þessi sme er núna er hræðileg :p
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

hræðileg 3D vél? þeir eru ekkert að fara að skipta um þessa vél næstu árin þeta er UT2003 vélin en það sem var að þessu var léleg módel, vélin er fær um miklu miklu betra en AAO. ertu búin að prófa síðustu útgáfu? þeir skiptu um öll módel á byssum og köllum... komin upp í +600mb núna og snilldar medic skóla. varstu búin að sjá taka prófið ?

vonandi að þeir fari að kaupa einhverja almennilega þyngdar vél í þetta, kallarnir núna rúlla ekkert niður brekkur eða stiga, ættu að kaupa rétt að karma eins og var í 2k3...

þú verður líka að hafa í huga að nær öll þessi maps eru eldgömul og voru gerð til að sem flestir gætu spilað þau enda er þetta gert með þeim huga að lokka fólk til að skrá sig í herin
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

já. ég spila 1.9 ;) og er búin með medic skólann. mér fynnst þessi vél bara ekki virka rétt fyirr landslagið þarna. en eitt.. veistyu hvernig maður tekur advanced markmansship? þeas, sniperana? ég er búinn með allt, og hitti allt neam 1 eða 2 í markmansship prófinu. en ég get ekki tekið advanced :p
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Ertu viss um að þú sért búin með allt rétt? Það er ekkert mál að fá sniper en oftast ekki þess virði að nota hann þar sem hann er ekki eins einfaldur í notkun og í öðrum leikjum. Kíktiru á síðuna sem ég benti þér á hér fyrir ofan, book of survival og þannig...

En ég skil ekki hvernig þessi vél er ekki að duga fyrir landslagið, hefurðu séð vandað landslag með henni með helling af grasi á hreyfingu og vönduðu, raunverulegu landslagi með texture sem er samansett úr mörgum layers? Þetta er fært um svo miklu meira en er notað í AAO. prófaðu að setja upp ut2k3 og leika þér með landslags vélina, þú verður fljótur að gera miklu flottara landslag heldur en í öllum leikjum sem er búið að gefa út.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég er búinn með allt training sem er hægt. búinn með flest meiraðsegja 2x eða oftar (nema náttla medic). en ég get samt ekki tekið adanced markmansship :p hvað gerðir þú til að geta tekið það? hvða þurfitur að klára áður?
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

man ekkert eftir þessu það vel, margir mánuðir síðan ég fór í það, kanski ekki með nógu mörg honour points?
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ok..núna kem ég alveg af fjöllum.. hvar finn ég honour points?
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

honour points eru nokkurskonar reynslu stig, sá sem hefur flest reynslu stigin hefur forgang, og t.d. ef margir vilja fá bestu byssuna í einhverju mission þá fær sá sem hefur flest honour points hana á undan. svo eru líka sérstakir honour servers þar sem fólk má bara spila með ákveðið mörg honour poinst.

Roger_the_shrubber
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 03:22
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Roger_the_shrubber »

Ég ætlaði að spila Americas Army en tókst bara aldrei að skrá mig í "personnel jacket" eftir fyrstu skotæfingarnar, jafnvel þótt mér takist að logga mig inn í main menu :( þannig að ég gafst bara upp. Var samt orðinn skrambi hittinn :lol:
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Roger_the_shrubber skrifaði:Ég ætlaði að spila Americas Army en tókst bara aldrei að skrá mig í "personnel jacket" eftir fyrstu skotæfingarnar, jafnvel þótt mér takist að logga mig inn í main menu :( þannig að ég gafst bara upp. Var samt orðinn skrambi hittinn :lol:

þú þarft að vera nettengdur á meðan múhaha. nei ég var bara að stríða þér. Þú þarft líka að standast prófin :wink:
Það er hugsanlegt að það hafi verið of mikið álag serverunum hjá þeim varstu að spila þetta þegar leikurinn var ný komin af stað? Það voru svo brjálæðislega margir sem spiluðu hann útaf því að þetta er official us army þannig að maður skilur vel álagið...

Roger_the_shrubber
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 03:22
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Roger_the_shrubber »

Jámm, ætla að reyna aftur seinna bara.. ætla að ná medic að minnsta kosti áður en haldið er á server-a :lol: Ef það gengur ekki þá verður bara Halo að duga.. :wink:
Svara