nView

Svara
Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

nView

Póstur af MezzUp »

Sælir, eins og þið e.t.v. vitið þá var ég að festa kaupa á Sparkle GeForce4 Ti4200 8x. Á þessu korti eru 3 tengi. Eitt fyrir analog skjá, annað fyrir digital (hægt að breyta í analog með millistykki) og þriðja fyrir TV-OUT/millistykki fyrir TV-OUT og TV-IN. Með þessum tengjum á ég að geta nýtt mér möguleikan nView sem að fylgir með driverunum (40.72).
ok, allt í gúddí, ég er með 19" tengdan í analog tengið og svo er ég búinn að skella analog/digital millistykkinu á 15" skjáinn. EN þegar ég tengi millistykkið í DVI portið á kortinu þá dettur 19" út og ekkert kemur á 15".
Ég er búinn að prufa þetta með eldri driverum og víxla portum(19" í DVI og setja svo 15" í analog).
Ef að ég er með 15" bara tengdan þá kemur ekkert en hinsvegar veit ég að 15" virkar (prufaði hann í annari töllu)
Any ideas?
Svara