Spurning með aflgjafann minn

Svara

Höfundur
Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Spurning með aflgjafann minn

Póstur af Selurinn »

Er með 550W Coolmax 140mm aflgjafa.

Það eru stillingar aftaná.

L M H Auto

Low Medium High býst ég við.

Hvað er æskilegt að hafa?

P.S. ætla að yfirklukka seinna meir hinn búnaðinn í vélinni.

Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Staða: Ótengdur

Hraði versus hávaði

Póstur af Gets »

Þetta er stiglaus hraðastillir, getur skrúfað upp eða niður hraðan í viftunni að vild, og jú þessar merkingar standa fyrir Low, Medium og High.

Ef að þú spyrð mig hvað sé æskilegast að hafa, þá segi ég hafðu þetta stillt á High
“meiri kæling er alltaf betri kæling” Þéttar og fleira í aflgjöfum endast jú lengur við minni hita.
Þetta er nú samt bara undir þér komið hvernig þú vilt hafa þetta stillt, ég er líka með hraðastilli á aflgjafanum og skrúfaði hann alveg niður og skrúfaði svo rólega upp þangað til ég fór að heyra í viftunni og lækkaði þá örlítið aftur, ég heyri ekkert í viftunni.
Nú veit ég ekki með staðsetningu aflgjafans í kassanum hjá þér, en ef hann er staðsettur efst í kassanum þá dregur hann allan hita út úr kassanum, stundum hafa menn útsogsviftu aftan á kassanum rétt fyrir neðan aflgjafan til að minnka hitaflæðið sem fer upp og út í gegn um aflgjafann.
Við yfirklukkun á vélbúnaði gæti hitastig í kassanum hækkað töluvert og er þá eðlilega meira heitt loft að fara í gegn um aflgjafann, þá geturðu hækkað aðeins meira í hraða viftunnar.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hraði versus hávaði

Póstur af Daz »

Gets skrifaði:Þetta er stiglaus hraðastillir, getur skrúfað upp eða niður hraðan í viftunni að vild, og jú þessar merkingar standa fyrir Low, Medium og High.
Ég myndi nú einmitt halda að þetta væri 3 stiga hraðastillir :D
Annars er örugglega best að hafa hann á auto, nema þér finnist vera mjög lágt hitastig í kassanum og mikill hávaði í viftunni, þá geturðu örugglega sett hann í medium/low
Svara