Hvað er fínt hitastig að miða við þegar maður er að yfirklukka? Ég náði Q6600 í 3,0GHz (333fsb) á 1,29 voltum en hitinn í 100% load er 65°c (skv Intel TAT). Er með Thermalright Ultra 120 og Sharkoon "Golf Ball" á örranum.
Viðhengi
Q6600.JPG (329.15 KiB) Skoðað 282 sinnum
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
65°° með Tr ultra og sharkoon viftu Þú ættir að fá mun lægri hitastig með svoleiðis kælingu.Hvernig er loftflæðið í kassanum þínum?Er heatsinkið í góðu "kontakti" við örrann?
Ég er einmitt með sama setup, Q6600 m/ Thermalright ultra 120 ásamt Sharkoon viftu og er hitinn hjá mér kringum 32-34° idle og fer í rétt rúmlega 40-42° í vinnslu,
það er án yfirklukks, ég er með stepping B3 sem er heitari en nýji G0, hvorn ert þú með?