AMD eða Intel?

Svara

Höfundur
Pegazuz
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Mið 16. Maí 2007 19:07
Staða: Ótengdur

AMD eða Intel?

Póstur af Pegazuz »

Kvöldið, ef maður er að fara að fá sér tölvu í dag, hvort á maður þá að fá sér AMD eða Intel örgjörva?

Með leikjaspilun og svona í huga.

Með von um góð svör, Pegazuz.

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Intel Core 2 Duo. Ekki spurning.

E6700 er kominn í undir 20.000 og er það alveg hrikalega öflugur örri. Hann ætti alveg leikandi að ráða við alla þá DX10 þungu leiki sem munu líta dagsins ljós á þessu ári amk.

Svo er líka E6600 ekkert mikið slakari og hann er kominn í rétt um 12.000 og eflaust best bang for buck í dag.

AMD er því miður ekki málið eins og staðan er í dag.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

littel-jake
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Lau 18. Ágú 2007 20:04
Staða: Ótengdur

Póstur af littel-jake »

En hversu langt er Intel komið fram yfir AMD

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Athlon 64 X2 6000+ sem er öflugasti AMD örgjörvin er ca einhverstaðar rétt rúmlega öflugri en intel E6600. Eða á milli Intel E6600, E6700 í afli.

Intel framleiðir síðan þó nokkra örgjörva sem eru öflugri en E6700 bæði Core 2 Duo og Core 2 Quad.

Í dag er AMD X2 6000+ alls ekkert slæm kaup á Íslandi mv. verð og afl ef þú ætlar ekki að yfirklukka.

sibbsibb
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Mið 15. Ágú 2007 12:51
Staða: Ótengdur

Póstur af sibbsibb »

Hér rakst ég á góða grein sem ætti að svara spurningu þinni nokkuð vel held ég. Mjög áhugaverður lestur ef maður er að spá í að uppfæra örgjörvan (líkt og ég er að fara gera) og er kannski ekki tilbúinn að eyða of mikið í það samt.

http://www.tomshardware.com/2007/05/04/ ... index.html
Svara