Þá kemur nú enn ein pælingin. Ég var að fikta aðeins í annari tölvu, og PSUið sem ég fékk með þessum kassa virkar ekki í hinni tölvunni, fæ þá "Either video adapter is bad or is not seated properly. Also, check to ensure the monitor cable is connected properly." villu (í pípa formi). En ég veit að skjákortið og skjárinn eru alveg rétt tengd því ef ég nota annað PSU þá virkar allt fínt. (búinn að prófa að skipta oft). Hinn PSUinn er gamall 235W aopen. Er mögulegt að ég hafi bara fengið FUBAR PSU?
Jæja, ég fékk PSUinu skipt og það virðist vera sem það hafi verið eitthvað gallað... en samt er það ekki nóg. Svo nú ætla ég að redda mér betri viftu, kremi og betra PSU. Meira vesenið fyrir eina skitna tölvu...
Hver sem er gæti látið kæli krem á örgjörva. Bara athuga það að vera ekkert
að troða of mikklu ofan á hann og ekki of littlu fara hinn gullna meðalveg.
Og já bara til að hafa það á hreinu þá virkar þetta fínt hjá mér eftir að ég fékk mér industrial strength PSU og viftu. (Og PSUið í kassanum sem ég fékk upphaflega VAR bilað.)