Sælir Vaktarar.
Ég keypti mér Packard Bell SB86 (C2D-2GB-8600gs) tölvu um daginn (ætlaði að kaupa Acer Aspire 5920G en skipti um skoðun á síðustu stundu - skilaði svo PB tölvunni).
Vista Premium var á tölvunni og ég prófaði að spila GRAW2 og Stalker, en leikirnir höktuðu - jafnvel þó að ég lækkaði allar stillingar; MIKIL vonbrigði.
Ég reyndi að uppfæra alla rekla og skoðaði allar hugsanlegar stillingar (gat t.d. ekki uppfært Nvidia driver nema að heimasíðu PB).
Að endingu fór ég með tölvuna og skilaði henni. Mér skilst að ég fái hana endurgreidda á morgun....
Nú að kjarna málsins:
Þið sem eruð að spila leiki á Vista; er hægt að nota þetta stýrikerfi með leikjum (er þetta almennt vesen með stýrikerfið, eða er þetta driver vandamál?) eða eruð þið að nota XP til að spila leiki?
Ég er að spá í að setja upp DUALBOOT á þá fartölvu sem ég fæ mér, enda vil ég vinna með bæði kerfin.
Á Vista langt í land eða er þetta bara driver vandamál hjá Packard Bell? Á maður að halda sig við XP í leikjunum?
Fyrirspurn: Vista, Xp Pro og leikir
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 85
- Skráði sig: Lau 08. Júl 2006 12:08
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Fyrirspurn: Vista, Xp Pro og leikir
"A computer is a machine for manipulating data according to a list of instructions."
Ég sé nú bara sáralítinn mun á Vista og XP þegar kemur að leikjum. Driverar eru líka uppfærðir miklu oftar fyrir Vista en XP núna.
Ef þig vantar geforce drivera fyrir fartölvuna þá eru moddaðir desktopdriverar á http://www.laptopvideo2go.com.
Þar færðu nýjustu Nvidia driverana fyrir fartölvuna. Þeir virkar þó misvel en yfirleitt alltaf töluvert betur en frá framleiðandanum þar sem þeir eru ævafornir yfirleitt.
Fartölvuskjákort eru þó undantekningalaust soldið slappari en desktopkortin en bróðir minn sem keypti sér nýlega 5920G spilar WoW með 4xAA og Anisotropic í botni á fullu frameratei í Vista, og samt á WoW að eiga við FPS issues að stríða í honum samkvæmt Nvidia.
GRAW 1 (veit ekki með 2) spilaðist hægt á desktopvélinni minni þegar ég prófaði hann. Hann var jú flottur en ég var ekki sérstaklega hrifinn af performanceinu í graphicsvélinni í honum.
Ég myndi byrja á að finna góða graphicsdrivera á síðunni og prófa mig áfram.
Ef þig vantar geforce drivera fyrir fartölvuna þá eru moddaðir desktopdriverar á http://www.laptopvideo2go.com.
Þar færðu nýjustu Nvidia driverana fyrir fartölvuna. Þeir virkar þó misvel en yfirleitt alltaf töluvert betur en frá framleiðandanum þar sem þeir eru ævafornir yfirleitt.
Fartölvuskjákort eru þó undantekningalaust soldið slappari en desktopkortin en bróðir minn sem keypti sér nýlega 5920G spilar WoW með 4xAA og Anisotropic í botni á fullu frameratei í Vista, og samt á WoW að eiga við FPS issues að stríða í honum samkvæmt Nvidia.
GRAW 1 (veit ekki með 2) spilaðist hægt á desktopvélinni minni þegar ég prófaði hann. Hann var jú flottur en ég var ekki sérstaklega hrifinn af performanceinu í graphicsvélinni í honum.
Ég myndi byrja á að finna góða graphicsdrivera á síðunni og prófa mig áfram.