Intel, 8800GTX Sli 4gb minni

Svara

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Intel, 8800GTX Sli 4gb minni

Póstur af Arkidas »

Getið þið aðstoðað mig með þessa vél? Mig vantar basic setup. Kassa, Móðurborð, Örgjörva, Minni og Skjákort. ( Helst nefna viftu á örgjörva og skjákort með ) Ætla að láta þessa tölvu duga í a.m.k. 4 ár svo ég var að hugsa um að hafa 8800GTX sli, en kannski væri ráðlegra að taka eitt Ultra upp á framtíðina?

Verðið má helst ekki fara mikið yfir 200.000 ef hægt er.
Þið megið reikna með verði í Danmörku ef það munar.

Hvernig finnst ykkur:


Með fyrirfram þökk.
Last edited by Arkidas on Fös 03. Ágú 2007 18:19, edited 1 time in total.

TestType
Fiktari
Póstar: 60
Skráði sig: Sun 11. Júl 2004 15:35
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af TestType »

Þú græðir nákvæmlega ekkert á því að hafa tvö kort í SLi nema kannski fyrir viewport á 3D render forriti. Benchmarks hafa sýnt 5-10% FPS increase í tölvuleikjum með tvö kort tengd með SLi. Fyrir utan að tvö GTX kort munu kosta þig að minnsta kosti 110.000 krónur samtals, frekar kaupa eitt GTX, geyma peningin og kaupa svo top-of-the-line kortið á markaðnum tveimur árum seinna ef þú vilt að vélin endist þér í 4 ár.

Varðandi Ultra, það er afskaplega lítill munur á GTX og Ultra. Aðeins hærri klukkuhraðar og örlítið hærra FPS, en allavega 12.000 króna verðmunur. Engan vegin þess virði. Gætir t.d. keypt þér meira vinnsluminni fyrir þann pening og það mun gagnast þér mun meira.

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Arkidas »

Er sli þá aðallega hugsað fyrir minni kort? Mér finnst þetta mjög góður punktur hjá þér, er þó enn að biðja um hjálp við að finna besta set-uppið á góðu verði án þess að fara í 80.000 króna örgjörva.

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Tölva í dag í 4 ár ? haha bjartsýnn ;)


Úrelt á 1 ári sirka ( Þó hún dugi vel )

Þróun er orðin of ör þannig að to shay.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Arkidas »

En hafið þið ekkert við þessa samsetningu að bæta? Er ekkert athugavert við hana? Spurning hvort ég ætti að frekar að kaupa Quad core örgjörva í Danmörku, skilst að hann séu á svipuðu verði og þessi örgjörvi er hér.

Ljosastaur
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mið 30. Maí 2007 16:21
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Ljosastaur »

Ég myndi frekar fá mér E6750 heldur en E6700.
Svara