Stress test gengur ekki upp

Svara
Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Stress test gengur ekki upp

Póstur af Heliowin »

Ég er með Core 2 Duo E6400 2.13 og er búin að yfirklukka hann upp í 3.2GHz (8x400FSB, Biosin segir að 550 sé hámarkið). Þegar ég ætla að keyra stress test á hann með Orthos þá endurræsist tölvan bara eða stress testið failar. Hvað getur orsakað það? Þarf ég kannski að auka spennuna á örgjörvanum? Er í 1.296v.

Hitinn var í kringum 50° meðan ég keyrði Orthos.

Ég hélt að ég gæti komist upp í 3.2GHz án vandræða. Getur verið að ég hafi rekist á vegg og þurfi að lækka klukkutíðnina?

Ég er búin að disabla eftirfarandi stillingar í Bios:

C1E , Execute Diable Bit , Speed Stepping og allar stillingar í Advanced Chipset. Og líka Chassis intrusion og Smart Fan.

Ég hef sett Fsb to Memory clock ratio á 1:1 (minni sem eru 800MHz sýna 533MHz núna). Hækkað voltin á minninu upp í 2.0v

Móðurborðið er MSI 975X Platinum PowerUp Ed (Bios 7.5 frá því í maí 2007).

Edit: Á maður að stilla Fsb to Memory clock ratio frekar (er 1:1 og sýnir 533MHz, minnin eru 800MHz). Ég hef bara heyrt að maður eigi að stilla það þannig áður en maður byrjar en ekki hvort maður eigi að breyta því með hækkandi klukkutíðni CPU.

Zorba
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Staða: Ótengdur

Póstur af Zorba »

Þú þarft hærri volt til að vera stable á þessu fsb.Örrinn minn er í 2.9 Ghz vegna þess að þá þarf ég ekki að hækka voltin ef ég ætla að yfirklukka meira verð ég að hækka spennuna
eg nota bara auto stillingarnar á minnunum s.s. að minnin stilla sig í 800mhz sjálfvirkt þegar maður er búinn að vera að fikta í fsb.
Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB
Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Heliowin »

Takk fyrir þetta DMT. Ég lækka hann bara niður :cry:

Zorba
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Staða: Ótengdur

Póstur af Zorba »

Eða hækka spennuna? :-k
Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB
Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Heliowin »

DMT skrifaði:Eða hækka spennuna? :-k
Það er jú möguleiki. Ég geri það bara seinna kannski ef ég ætla að fara eitthvert með örrann.

Zorba
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Staða: Ótengdur

Póstur af Zorba »

Jæja þá :wink:
Gangi þér vel með framtíðar yfirklukkið :)
Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af Taxi »

Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af voltunum,er búinn að setja 1,7v inná E6300
til að gá hvort ég færi hærra á volt-aukningu,en nei 3,4GHz var max@1,5v

Ertu með retail viftuna frá Intel.?
Er BIOS 7,5 besti biosinn fyrir OC.? Nýjasti biosinn er EKKI alltaf bestur í OC

Flytja hitann í burtu er aðalmálið,ég nota loftkælingu núna vandræðalaust.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=510
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=511

gnarr er núna með sama örgjörva og er með 1,5v stable á 3,4GHz. :twisted: Big Typoon VX kæling hjá honum núna held ég.

Er líka ekki 1,350v "stock" voltin á þessum örgjörva,
1,4v er alveg öruggt zone fyrir þennan örgjörfa. :wink:
Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Heliowin »

Ég er með viftu sem er mér mjög kær eða Zalman 7700CU og kælir hún mjög vel jafnvel þó ég sé með hana undir 1000 RPM.

Ég hef ekki athugað hvort nýjasti Biosin sé sá besti fyrir oc.
Svara