Björgunaraðgerðir

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Björgunaraðgerðir

Póstur af so »

Muna að athuga hvort afrit eru í lagi áður en farið er í stóraðgerðir :D

Vinkona mín kom með 2 ára fartölvuna sína um daginn og bað mig að strauja hana. Hún var búinn að vera leiðinleg, alltaf að frjósa og nokkrir búnir að fikta í henni til að finna hvað væri að en ekkert gekk.

Þar sem að nánast ekkert var í tölvunni nema 2 GB af myndum og 2GB af tónlist ákvað ég bara að strauja hana (fljótlegt) án þess að leita að bilun eða vírus og gá hvort hún yrði ekki betri. Hún hafði sem sagt lítið verið notuð nema undir myndir og tónlist og á netinu og var búinn að vera leiðinleg í nokkra mánuði.

Ég byrjaði á að skrifa gögnin, myndirnar og tónlistina á sinnhvorn DVD diskinn með Nero. Allt virtist eðlilegt í skrifferlinu og kom melding um að skrifun hefði tekist fullkomlega eins og vanalega þegar Nero er búinn að skrifa.

Og þá gerði ég þá mestu vitleysu sem ég hef á æfinni gert ( og eru þær þó nokkrar :D ) Það er að segja ég athugaði ekki hvort afritin væru á diskunum.
Nú nú ég straujaði tölvuna eins og ég hef gert 100 sinnum áður. Formattaði og setti upp stýrikerfið og allt gekk vel. Fulluppfærði stýrikerfið og setti upp póstinn, vírusvörn og þau fáu forrit sem voru á vélinni fyrir. Og þá kom að því að setja afritin á sinn stað aftur og :oops: Það var ekkert á diskunum. Eitthvað hefur farið útskeiðis í skrifferlinu því að ég fór með þá í 3 tölvur og engin fann gögn á þeim. Brasaði eitthvað meira með þá en engin gögn voru á þeim enda þegar maður skoðaði skrifhliðina á þeim var hún allveg "hrein".

Ég svitnaði talsvert enda 2 gig af persónulegum myndum og ekki til önnur afrit af nema um helmingnum af þeim.
Las mér til og náði mér svo í forrit sem heitir Get data back NTFS.

Tók svo harða diskinn úr fartölvunni og setti hann sem aukadisk í aðra tölvu og lét svo forritið malla en það tók um 5 tíma að fara yfir diskinn og nagaði ég á mér neglurnar allann tímann :D
Að lokum fann ég nánast allar myndirnar aftur og kom þeim yfir í hina tölvuna. Tónlistina var hins vegar að miklu leiti farinn en það var í góðu lagi því þetta voru allt diskar sem hún á sjálf og því bara smá vinna að setja það inn aftur.

En allt er gott sem endar vel. Nánast allar myndirnar komnar á sinn stað í fartölvunni og tónlistin líka og vélin vinnur eins og ný en var alltaf að frjósa áður.

Einnig er komið afrit sem er í lagi á aðra DVD diska og ég og eigandi fartölvunar bara nokkuð ánægð.
Hún með "nýju" tölvuna sína sem ekki hefur frosið síðan og ég með að geta bætt fyrir þau mistök að athuga ekki með hvort öll afrit væru í lagi en aukavinnan við að endurheimta gögnin og koma þeim aftur á sinn stað kostuðu mig nokkura tíma vinnu, stress og 70 dollara sem forritið kostaði :D

En ég lærði sannanlega nokkuð á þessu og vildi bara deila þessu með ykkur því að taka afrit og vera klár á því að þau eru í lagi er aldrei nógu aft brýnt fyrir fólki og á ekki að koma fyrir okkur nördana að klikka á svona grundvallaratriðum :D
Last edited by so on Fös 06. Júl 2007 17:23, edited 1 time in total.
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

=D> GJ

Hata þegar mar gleimir að backupa eitthvað svo formattar maður :roll:
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af Taxi »

Ég afrita alltaf á annað harddrive og kíki á gögnin eftir það.

En ég lærði það eftir svipaða reynslu og þú varst að lenda í. :lol:

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af so »

Hehe

Já það er best að afrita á flakkara eða inn á annað harðdrif á meðan.

Sjálfur er ég með öll mín persónulegu gögn sem ekki mega glatast, myndir og skjöl á tveimur aðskildum diskum í tölvunni og svo set ég það á flakkara líka ca 1 sinni í mánuði enda hef ég ekki glatað gögnum sjálfur.

Þetta var í fyrsta og vonandi síðasta skipti sem svona lagað kemur fyrir enda er ég óþreytandi við að böggast í fólkinu í kring um mig að eiga afrit af dótinu sínu fyrir utan tölvuna, á flakkara eða diskum.
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Hbvar fékkstu þetta forrit ?

ég fann bara demo af því sem virkaði ekkert.

Vantar full version. Ég á disk sem er í klessu og þarf gögnin af honum.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

tommiáddna
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fös 08. Jún 2007 16:52
Staðsetning: Akranesi, og stolltur af því!
Staða: Ótengdur

Póstur af tommiáddna »

Finnur það á **hóst** Sjóræningjahöfninni **hóst**
iMac G4, 1.256 MB SD RAM, 80 GB HD, 17 " LCD, Apple Pro Keyboard, Mighty Mouse, iPod Mini 4GB, MyBook 250 GB HD
Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1323
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Mazi! »

Hef lent í þessu með Nero að hann skrifi bara ekkert á diskinn en samt segir forritið að allt sé skrifað! :x

annas hef ég lent í svipuðu þegar ég er að Strauja tölvu fyrir einhvern :(

ég hef notað forrit sem heitir "Recover My files" Algjör snilld...
Mazi -

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af so »

http://www.runtime.org/gdb.htm

Hér er linkur á síðuna þar sem ég keypti þetta forrit, Get data back.
Búin að prufa það aftur á öðrum diski sem var í hakki og náði mestu út af honum líka.

Sé á kvittuninni hjá mér að þetta kostaði 79 dollara en ekki 70 eins og ég sagði í fyrsta pósti en það er svo sem ekki allur munurinn og það er þá með ótímabundnu upgrate leyfi.
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Svara