Ráðleggingar fyrir 1680x1050 fartölvukaup

Svara
Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar fyrir 1680x1050 fartölvukaup

Póstur af zaiLex »

Ég er að fara að kaupa mér fartölvu og væri til í smá ráðleggingar

Hugmyndin er að fara í fartölvu til að losa mig við borðtölvuna og losa mig þar með við hitann og hljóðið sem henni fylgir og jafnframt fá meira pláss á borðið og geta hreyft tölvuna af vild. En vandamálin sem fylgja tölvukaupum eru endalaus þegar maður gerir eitthverjar kröfur. Ég mun nota tölvuna bara í vafr, einföld forrit eins og google earth og office, er ekkert í photoshop og ekki í leikjum. Ég vil 15" 1680x1050 skjá, semsagt ekki of þung eða neitt ultra portable. Tölvan verður að vera 100% silent eða allavega 99% í léttri windows vinnslu. Þannig að markmiðið er eitthvað svohljóðandi:

skjár: 15" 1680x1050
örgörvi: Er intel core duo ekki eina vitið í dag? Eru það ekki hljóðlátustu tölvurnar? við erum við að tala um 1,6-2,2ghz, skiptir ekki öllu máli.
skjákort: Intel GMA X3100 eða X1300 ATi skjákort eða eitthvað þvíumlíkt ekkileikja skjákort, ræður þetta ekki alveg örugglega 100% við aero 100% smooth?, ég verð brjálaður ef ég
sé eitthvað hökt í aero í vista. Ég veit að intel skjákortið fær 3,4 í windows experince í graphics, er það nóg fyrir 100% smooth aero?)
vinnsluminni: 1-2gb
harði diskurinn: skiptir eigilega engu því ég verð með flakkara fyrir allt draslið
stýrikerfi: gott ef windows vista fylgir
batterý: er ekkert mikið að spá í því, ég gerir mér grein fyrir því að vista gerir það slappt svo ég er ekkert hissa að það væri svona 2klst á nýrri tölvu.

Úrvalið með þessum skjá á Íslandi er voðalega lítið. Það eru eigilega bara þessar hérna tvær sem koma til greina sem eru ekki leikjatölvur:

http://start.is/product_info.php?cPath=138_235&products_id=1854 - HP 6710b
http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=87_88&products_id=4507 - Acer 6465

En báðar eru með vandamál, það er mikið talað um á netinu að viftan á 6710b sé alltaf í gangi og það sé þannig á mörgum HP tölvum, jafnvel við það bara að
ýta á start takkann, og að hún sé hávær og pirrandi. Þetta er náttúrulega algjör deal-breaker fyrir mig, annars eru specarnir á þessari tölvu næstum
fullkomnir og mér lýst mjög mjög vel ég hana. Ég fór í Start í dag til að skoða hana en hún var ekki til sýnis en þeir ætla að vera búnir að setja hana upp
fyrir morgundaginn svo ég get örugglega kíkt á þetta á morgun.

Acer tölvan er hinsvegar 30.000 dýrari fyrir ekki neitt nema + 1gb minni, webcam og 8cell yfir 6cell batterý, + það að ég myndi kaupa vista því xp fylgir ekki með sem gerir það 45.000 dýrara, en ég vil ekki kaupa vista upgrade eitthvað því það er vesen uppá format er það ekki? (BTW hvernig er þetta með vista, getur maður bara installað því 3x? las það einhverstaðar). Acer tölvan er síðan með gloss skjá en ég vil frekar matte skjá eins og HP tölvan er með.

Svo lýst mér mikið betur á HP merkið heldur en Acer.

Aðrir valkostir eru að kaupa t.d. thinkpad t61 úti en ég meika ekki hversu ljótar thinkpad eru og ég vil hafa ábyrgð á tölvunni með því að kaupa hana hérlendis.

Hvort ætti ég að bíða eftir firmware/BIOS fixi á HP tölvunni sambandi við viftuna (ekki víst að það komi) eða skella mér á acerinn? Væri svo til í að fá svar við öllum hinum spurningunum sem eru skáletraðar.

EDIT: Svo var ég að spá í, í minni gömlu fartölvu er maður að heyra svona rafræn hljóð (veit ekki hvernig á að lýsa þessu) þegar maður er með heyrnartól plugged í, semsagt í heyrnartólunum. Er þetta vandamál úr sögunni í nýjum fartölvum?
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zaiLex »

þetta vandamál í 6710b er víst lagað í nýjum sendingum, hef ákveðið að kaupa hana, enda mega æðisleg tölva.
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid

goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Staða: Ótengdur

Póstur af goldfinger »

Bróðir minn keypti 6710b fyrir nokkrum dögum, bætti 1gb minni við og er mega sáttur með hana.
Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zaiLex »

er hann með þetta viftuvandamál? Semsagt að viftan fari í gang bara við það að fara í start eða rétt svo hreyfa músina eða eitthvað álíka lítið álag sem ætti ekki að triggera viftuna. Hvar keypti hann hana?
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
Svara