Vantar upplýsingar um verslanir í USA

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Svara

Höfundur
hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar upplýsingar um verslanir í USA

Póstur af hsm »

Getur einhver gefið mér upp nöfn á tölvuverslunum í USA ég veit um BestBuy og CompUSA ef að þið vitið um einhverjar sem að er gott að versla í ekki bara netverslanir og með gott verð og úrval þá endilega pósta því hér.

Með fyrir fram þökk.
HSM
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Rusty »

BestBuy
CompUSA
OfficeMax
Buy.com
TigerDirect.com
Insight
PC Mall
Target
CDW
ProVantage
PCConnection

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »


Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af Taxi »

Newegg.com
Stór verslun í USA og alltaf með það nýjasta

Höfundur
hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af hsm »

Er ekki megnið af þessu netverslanir, er nokkuð hægt að versla hjá þeim og láta senda á Hotel. Ég er að fara út svo að það væri gott að geta sótt það sjálfur eða láta senda á Hótel :)
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Staða: Ótengdur

Póstur af goldfinger »

Einfaldast að fara í verslun og kaupa, bara spurning um að finna einhverja ódýra sem er nálægt hótelinu þínu.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

goldfinger skrifaði:Einfaldast að fara í verslun og kaupa, bara spurning um að finna einhverja ódýra sem er nálægt hótelinu þínu.
Nokkuð viss um að upphaflega spurningin var liður í að reyna að staðsetja slíka verslun :)

Höfundur
hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af hsm »

Stutturdreki skrifaði:
goldfinger skrifaði:Einfaldast að fara í verslun og kaupa, bara spurning um að finna einhverja ódýra sem er nálægt hótelinu þínu.
Nokkuð viss um að upphaflega spurningin var liður í að reyna að staðsetja slíka verslun :)
Stutturdreki er allveg hvellskír það var einmitt hugmyndin með þessum pósti en takk samt fyrir öll svör :D
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Hvaða borgar ertu að fara til?

Höfundur
hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af hsm »

Veit ekki enþá líklega Boston eða Annapolis(Baltimor)
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Kíktu á www.superpages.com, þeir eru með kort og allt :)

Örugglega til fleirri svona 'yellow pages' síður.

Og svo er nú vaktari búsettur í Boston, djjason, hann hlýtur að rata eitthvað þarna úti.

Höfundur
hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af hsm »

Stutturdreki skrifaði:Kíktu á www.superpages.com, þeir eru með kort og allt :)

Örugglega til fleirri svona 'yellow pages' síður.

Og svo er nú vaktari búsettur í Boston, djjason, hann hlýtur að rata eitthvað þarna úti.
Flott veistu hvernig blóm ég á að koma með til hans djjason :D
Reindar keypti ég X850XT kortið mitt í boston í fyrra hjá CompUSA svo býr vinkona konunar líka í Boston maður er bara allt of latur við að láta aðra hafa fyrir sér :8) .
Við erum ekki búin að ákveða hvert við förum en ég tel líklegast að Boston verði fyrir valinu það er frábær borg, en við sjáum til.

Takk fyrir ég kíki á þetta.
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Microcenter er búð sem ég fór í í Boston.
Það eru til margar, þetta er svona búð sem á allt í búðinni FX örar Opterion og stór GPU.

Best Buy og co. eru bara low end dót í búðunum.

goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Staða: Ótengdur

Póstur af goldfinger »

Stutturdreki skrifaði:
goldfinger skrifaði:Einfaldast að fara í verslun og kaupa, bara spurning um að finna einhverja ódýra sem er nálægt hótelinu þínu.
Nokkuð viss um að upphaflega spurningin var liður í að reyna að staðsetja slíka verslun :)
Hann var líka að athuga með að láta senda á hótel, var einfaldlega að svara því :wink:
Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Re: Vantar upplýsingar um verslanir í USA

Póstur af djjason »

hsm skrifaði:Getur einhver gefið mér upp nöfn á tölvuverslunum í USA ég veit um BestBuy og CompUSA ef að þið vitið um einhverjar sem að er gott að versla í ekki bara netverslanir og með gott verð og úrval þá endilega pósta því hér.

Með fyrir fram þökk.
HSM
Sælir.

Vandamálið með tölvuverzlanir í USA eru að þetta eru allt meira og minna orðnar stórverzlanir, svona BT style, þó svo að ég hiklaust verzli frekar við búðir eins og CompUSA eða BestBuy frekar en BT. Þær eru fínar til síns brúks...selja staka hluti eins og skrifara, harða diska osfrv oft á fínu verði þó svo að ég myndi kanski ekki kaupa tölvu af þeim. Þó hef ég keypt tvær ferðavélar þar fyrir fólk heima og virka þær vel..en þeir einstaklingar þurftu bara ódýran lappa til að skoða tölvupóstinn sinn.

Verzlanir í USA reyna að vera hagkvæmar og ódýrar og því eru ríkjandi tvennskonar form á þeim...stærri stórmarkaðir sbr, BestBuy og svo netverzlanir sem eru ódýrar í rekstri þar sem menn þurfa bara að halda úti einu vöruhúsi og netsíðu.

BestBuy er hægt að finna auðveldlega í downtown Boston og nágrenni. Það er ein í "íslendingamollinu" Galleria í Cambridge og önnur við Fenway neðanjarðarlestarstoppið og er auðvelt að komast í báðar með græńu neðanjarðarlestinni eða leigubíl. CompUSA er ekki alveg downtown heldur eru þær sem ég man eftir í næstu úthverfunum og þangað myndi ég mæla með að menn tækju leigubíl.

Og já svo er það Microcenter eins og hahallur benti á en ég hef reyndar ekki farið þangað en hún er í Cabridge ekki langt frá Gallería en í engu lappfæri.

Hinsvegar verzla ég langt mest sjálfur við Newegg. Hef ekki tölu á því hvað ég hef keypt mikið þar. Topp verzlun, mikið úrval á góðu verði. Afgreiðsla og sending klikkar aldrei. Svo eru náttúrulega til fleirri netverzlanir.

Varðandi það að senda á hótel að þá skiptir það þessi fyrirtæki engu hvert þau senda pakkana svo lengi sem þeir getað verifyað að sá sem borgi ætli að taka á móti pakkanum. Eina sem þeir þurfa til að senda er bara adressu og hótel hafa adressu eins og allt annað. Ég hef oft og mörgum sinnum látið senda mér hluti sem ég hef keypt á netinu á hótel sem ég hef gist á án nokkura vandræða. Ég myndi bara hafa samband við hótelið og láta þá vera inni í málinu þegar þú pantar svona til að baktryggja þig.

Eina hugsanlega vandamálið þitt með að verzla við netverzlanir í USA er að margar hverjar taka ekki við kreditkortum sem eru ekki Bandarísk.


Btw. Ég myndi ekki taka mark á öllu í listanum hans Rusty. Til að mynda þá myndi ég ekki kaupa tölvu í Target.....þar sem það er hliðstætt við að kaupa tölvu í Hagkaupum eða Nóatúni.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

vldimir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 13:27
Staðsetning: otherside
Staða: Ótengdur

Póstur af vldimir »

Hefur sennilega komið áður, en ég nenni einfaldlega ekki að leita.

Hvað ertu að læra út í Boston og í hvaða skóla ertu? Býrðu í skólanum á þessum svokölluðum "dorms"?

Er sjálfur mikið að spá í að fara út, til BNA að læra en skóla systemið þarna úti er svo allt öðruvísi að maður veit hvorki upp né niður hvort maður væri að fara í Collage, High-school eða hvað sem þetta heitir allt saman.

Væri gaman að fá smá info hjá þér um þetta :roll:

Sambandi við verslanir í BNA og Boston, þá er Best Buy lang best fyrir þetta usual eins og skrifara, harðadiska og þess háttar, þú getur þó verið heppin og fundið góða tölvu íhluti í Best Buy búðunum en ég keypti einmitt bæði X800XT og X800pro kort þar ekki fyrir svo löngu.
Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

vldimir skrifaði:Hefur sennilega komið áður, en ég nenni einfaldlega ekki að leita.

Hvað ertu að læra út í Boston og í hvaða skóla ertu? Býrðu í skólanum á þessum svokölluðum "dorms"?

Er sjálfur mikið að spá í að fara út, til BNA að læra en skóla systemið þarna úti er svo allt öðruvísi að maður veit hvorki upp né niður hvort maður væri að fara í Collage, High-school eða hvað sem þetta heitir allt saman.

Væri gaman að fá smá info hjá þér um þetta :roll:

Sambandi við verslanir í BNA og Boston, þá er Best Buy lang best fyrir þetta usual eins og skrifara, harðadiska og þess háttar, þú getur þó verið heppin og fundið góða tölvu íhluti í Best Buy búðunum en ég keypti einmitt bæði X800XT og X800pro kort þar ekki fyrir svo löngu.
Sælir, það er allt í lagi að spyrja. Þetta er öðruvísi en samt ekkert mikið....en þess vegna reynir maður að setja sig í samband við þá sem þekkja þetta til að fá infó. Það gerði ég á sínum tíma.

Ég er í doktorsnámi í tölvunarfræði í Brandeis University. Er í augnablikinu að einblína á software engineering, groupware, online collaboration.

Ég flutti út fyrir tæplega þremur árum síðan. Kláraði masterinn á leiðinni eins og venja er þegar maður er í doktorsnámi. Skólinn sem ég er í er mjög lítill á bandarískan mælikvarða, ca 7000 manns en ég kann best við mig í svoleiðis umhverfi. Hann fylgir ákveðnu módeli, þ.e. hvernig hann skilgreinir sérsviðin sín, og kennir þar af leiðandi ekki allar greinar. Hér er til dæmis ekki kennd verkfræði og lögfræði. Hann er hinsvegar mjög þekktur fyrir science fögin sín (stærðfræði, tölvunarfræði, eðlisfræði osfr) og erum við meðal annars með nokkra þungaviktarkennara í tölvunarfræðideildinni. Hér hafa verið þó nokkuð af Íslendingum í gegnum tíðina (eins og svo reyndar bara almennt í Boston). Það eru tvær stelpur hér í viðskiptafræði í augnablikinu. Geir Haarde og Ólafur Jóhann úr Sony voru báðir í þessum skóla.

Ég bý ekki á dorms. Ég bjó þar fyrsta árið, en það var bara til að auðvelda manni flutningin, því maður þekkti ekki neinn og var ekki alveg að nenna a ð fara að vera húsnæðislaus þegar maður kom út. Nú leigi ég bara íbúð út í bæ. Ég væri ekki til í að búa á dormi lengur....maður bara er ekki einfaldlega í þeirri stemmingu þegar maður er orðinn þetta gamall.

Varðandi skólakerfið þá er það ekkert svo mismunandi. High school er menntaskóli, college er B.Sc./B.A. nám og svo er graduate school meistara og doktorsnám. Ef ég væri þú þá myndi ég vel spá í því að koma hingað í mastersnám/doktor. Hér er æðislegt að vera, Boston er frábær borg, og hér er fullt af ungu fólki og mikil gróska og margir frábærir skólar. Ég mæli hinsvegar ekki með því að menn fari almennt til Bandaríkjanna í B.Sc. eða B.A. nám nema þeir nauðsynlega þurfi.

Þú bara spyrð ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar. Við gætum jafnvel komið á öðrum samskiptamáta en við nýtum í augnablikinu.
Last edited by djjason on Þri 22. Maí 2007 22:34, edited 1 time in total.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

Ic4ruz
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Þri 29. Nóv 2005 17:52
Staðsetning: Egilsstaðir
Staða: Ótengdur

Póstur af Ic4ruz »

en borgar sig nokkuð að kaupa sér T.d fartölvu frá USA, bara svona ódyra fyrir skolan? (i gegnum http://www.shopusa.is væntanlega?)??
Svara