Jæja, góða kvöldið hér.
Ég er að vona að konan lengi í ólinni fljótlega og leyfi mér að versla mér nýjan lappa.
Ég vil fyrirferðarlitla tölvu, nenni ekki að druslast með flykki í skólann.
Ég er ekki leikjanörd en vil að tölvan höndli margt margt í einu, þ.m.t. grafíska vinnslu.
Þó skjárinn verði líklegast bara 12,1", þá vil ég samt hafa góða upplausn.
Ég var orðinn heitur fyrir Thinkpad X60, en þá sá ég að það er ekki touchpad á henni og málið datt niður dautt.
Ég á núna Thinkpad tölvu, sem er farin að lýjast eilítið, en hefur staðið sig mjög vel.
Einhverjar uppástungur?
Verðið er ekki vandamál (þ.e. ef konan leyfir mér )
þakkir
Óskar
Ný fartölva
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 8
- Skráði sig: Mið 05. Júl 2006 16:02
- Staðsetning: rvk
- Staða: Ótengdur
Ef þú ert að leita að fartölvu sem er létt og villt samt ekki að fórna krafti og peningar ekki vandamál þá er
sony sz premium klárlega málið að mínu mati.
Hún er með 13.3" widescreen skjá og er gerð úr carbon fiber sem gerir hana ofurlétta eða aðeins 1.68kg. Vandamálið er að ég hef ekki séð hana selda hér á íslandi nema ég sá standard týpuna í computer.is og hún var frekar dýr. Ég keypti mér mína erlendis. Standard týpan er ekki eins létt en munar samt ekki miklu held hún sé tæplega 1.9kg.
sony sz premium klárlega málið að mínu mati.
Hún er með 13.3" widescreen skjá og er gerð úr carbon fiber sem gerir hana ofurlétta eða aðeins 1.68kg. Vandamálið er að ég hef ekki séð hana selda hér á íslandi nema ég sá standard týpuna í computer.is og hún var frekar dýr. Ég keypti mér mína erlendis. Standard týpan er ekki eins létt en munar samt ekki miklu held hún sé tæplega 1.9kg.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 8
- Skráði sig: Mið 05. Júl 2006 16:02
- Staðsetning: rvk
- Staða: Ótengdur