Heimatilbúin hdd kæling (spurningar, experts)

Svara

Höfundur
Tjobbi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Fös 07. Apr 2006 19:25
Staðsetning: Gbr
Staða: Ótengdur

Heimatilbúin hdd kæling (spurningar, experts)

Póstur af Tjobbi »

Sælir, Ég var niðri skóla í dag (Iðnskólanum í Hafnafirði) og var í tíma að búa til sub woofer eða bassa magnara.

Þegar ég var að festa kæliplötuna (uggann) í kassann fékk ég þá hugmynd um að gera svoleiðis með harða diskinn minn þar sem ég er búinn að vera í basli með hitann á honum (samsung spinpoint sata 250gb@45°).

Þið kannist ef til vill flestir við kæliplötu ugganna sem eru aftan á mörgum spennigjöfum.

Hugmyndin var að grípa eina svona stöng, saga hana i tvennt, slípa hana smá til og festa hana síðan ofan á málhlutann á harðadisknum og nota kælikrem á milli.

Er þetta geranlegt? Myndi þetta nokkuð eyðileggja harða diskinn á nokkurn hátt?

Læt eina mynd af kæli plötunni fylgja með.
Viðhengi
tölvan 014.JPG
tölvan 014.JPG (29.03 KiB) Skoðað 1364 sinnum
- asus a8n-sli - amd 3700@2.7ghz - watercooled - sparkle 7800gtx - g-skill 2x1gb ddr500 cl3 - 250gb - 22" acer -

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Re: Heimatilbúin hdd kæling (spurningar, experts)

Póstur af Snorrmund »

Held að það væri sniðugra að setja tvö svona á sitthvorar hliðarnar á harðadisknum. Eini gallinn er að þá kemuru þessu ekki i venjulegt "slot" fyrir harðan disk :? gætir þá kannski gert þetta þannig að þetta passi akkurat í geisladrifa dótið .. annars hvernig málmur er þetta? bara venjulegt vinkiljárn úr kopar?

Höfundur
Tjobbi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Fös 07. Apr 2006 19:25
Staðsetning: Gbr
Staða: Ótengdur

Póstur af Tjobbi »

Afhverju helduru að það sé betra?

Hefði haldið að þessi hérna |_| væri langbest í þetta, þá leiðiru hitann um allann flötinn og sendir hann síðann upp.

Þetta er eitthvað spes ál sem kennarinn lét panta, fékk að taka eitt stykki með heim :)

Eina sem ég er að spá í er að hvort þetta skildi nokkuð fokka í einhverjum chippum eða plöttum í hd.
- asus a8n-sli - amd 3700@2.7ghz - watercooled - sparkle 7800gtx - g-skill 2x1gb ddr500 cl3 - 250gb - 22" acer -

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Það eru til mun betri málmar til þess að leiða hita en ál. Með þeim betri ef ekki bestur er kopar.

Höfundur
Tjobbi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Fös 07. Apr 2006 19:25
Staðsetning: Gbr
Staða: Ótengdur

Póstur af Tjobbi »

Yank skrifaði:Það eru til mun betri málmar til þess að leiða hita en ál. Með þeim betri ef ekki bestur er kopar.
Já ég veit en ýmindaðu þér kostnaðinn á svona stærð af koparstykki 5mm gegnheill kopar í þessari stærð plús það að hann hefði þá þurft að kaupa 200 stykki.

Þetta ál á víst að virka þrusuvel, ætla prufa það :)

En hvað seigiði, haldiði að þetta sé óhætt?
- asus a8n-sli - amd 3700@2.7ghz - watercooled - sparkle 7800gtx - g-skill 2x1gb ddr500 cl3 - 250gb - 22" acer -

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af Taxi »

Go for it. :wink:
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Póstur af ManiO »

Hvernig ætlaru að festa? En væri ekki hægt að fá blokk? Búa til þitt eigið heatsink og skella svo viftu á. |_|_|_|
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Tjobbi skrifaði:
Yank skrifaði:Það eru til mun betri málmar til þess að leiða hita en ál. Með þeim betri ef ekki bestur er kopar.
Já ég veit en ýmindaðu þér kostnaðinn á svona stærð af koparstykki 5mm gegnheill kopar í þessari stærð plús það að hann hefði þá þurft að kaupa 200 stykki.

Þetta ál á víst að virka þrusuvel, ætla prufa það :)

En hvað seigiði, haldiði að þetta sé óhætt?
Ég skil.

En það sem ég er að hugsa er ekki endilega sem mest af kopar í þyngd. Heldur stærð snertiflatar við umhverfi. Þ.e. stærri snertiflötur við andrúmsloft þ.a.l. meiri leiðni hitar burt. Slíkum snertifleti væri hægt að ná með þunnum litlum ræmum af kopar.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

eða þunnum ræmum af áli. Hugmyndin er sú að hafa sem mest yfirborð fyrir loftið að taka hitan af.
"Give what you can, take what you need."

Harvest
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Póstur af Harvest »

Held nú að þetta muni ekki eyðileggja neitt....

En á hvaða braut lærir maður að gera svona í þessum skóla?
Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

Yank skrifaði:Það eru til mun betri málmar til þess að leiða hita en ál. Með þeim betri ef ekki bestur er kopar.

Reyndar leiðir silfur hita betur en kopar.
Plús það þá leiðir ál ekkert illa hita, og reyndar mun skemmtilegra efni að vinna, tala nú ekki um kostnað
,álið ætti að vera kringum 400kr kg,
kopar flokkast sem eðalmálmur og er verðlagður eftir því , 3-4 dýrrari ef ekki meira.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

45°C á hörðum disk er nú ekkert svakalegt og vel innan skynsamlegra marka.

SIKO
Ofur-Nörd
Póstar: 209
Skráði sig: Mið 14. Jan 2004 23:23
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af SIKO »

elv skrifaði:
Yank skrifaði:Það eru til mun betri málmar til þess að leiða hita en ál. Með þeim betri ef ekki bestur er kopar.

Reyndar leiðir silfur hita betur en kopar.
Plús það þá leiðir ál ekkert illa hita, og reyndar mun skemmtilegra efni að vinna, tala nú ekki um kostnað
,álið ætti að vera kringum 400kr kg,
kopar flokkast sem eðalmálmur og er verðlagður eftir því , 3-4 dýrrari ef ekki meira.
og gull betur en silfur comon strakurinn er ekki með kopar né silfur hvað þá gull til að kæla enn harðan disk
I Mac 24" 2.8ghz, 4gb ddr800 1TB, ATI Raedon HD... of fullt af öðru drasli....
www.sikoairbrushing.com...
sprauta tölvur líka :)

Höfundur
Tjobbi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Fös 07. Apr 2006 19:25
Staðsetning: Gbr
Staða: Ótengdur

Póstur af Tjobbi »

SIKO skrifaði:
elv skrifaði:
Yank skrifaði:Það eru til mun betri málmar til þess að leiða hita en ál. Með þeim betri ef ekki bestur er kopar.

Reyndar leiðir silfur hita betur en kopar.
Plús það þá leiðir ál ekkert illa hita, og reyndar mun skemmtilegra efni að vinna, tala nú ekki um kostnað
,álið ætti að vera kringum 400kr kg,
kopar flokkast sem eðalmálmur og er verðlagður eftir því , 3-4 dýrrari ef ekki meira.
og gull betur en silfur comon strakurinn er ekki með kopar né silfur hvað þá gull til að kæla enn harðan disk
Gull leiðir ekki betur en silfur.

Silfur er sá málmur sem er með mestu leiðnina en hann er fokdýr, þessvegna er oftast notaður kopar við kælingar.

Hann er mun ódýrari en silfur en skilar svipaðri kælingu.

Edit:

Jæja ég prufaði þetta, sagaði bútinn í tvennt og slípaði vel. Setti síðan nokkra dropa af kælikremi á fletina og kom þeim fyrir á hd.

Viti menn, hann fer ekki yfir 40° :) Þetta er ódýr og góð lausn til að halda hd undir hættumörkum.

Kem með myndir síðar.
- asus a8n-sli - amd 3700@2.7ghz - watercooled - sparkle 7800gtx - g-skill 2x1gb ddr500 cl3 - 250gb - 22" acer -
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Póstur af ManiO »

Gull leiðir rafmagn betur en silfur.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Höfundur
Tjobbi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Fös 07. Apr 2006 19:25
Staðsetning: Gbr
Staða: Ótengdur

Póstur af Tjobbi »

4x0n skrifaði:Gull leiðir rafmagn betur en silfur.
Nokkuð viss um að silfur leiði betur.
- asus a8n-sli - amd 3700@2.7ghz - watercooled - sparkle 7800gtx - g-skill 2x1gb ddr500 cl3 - 250gb - 22" acer -

Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Póstur af Xyron »

4x0n skrifaði:Gull leiðir rafmagn betur en silfur.
ekki samkvæmt wikipedia.. þá leiðir silfur rafmagn best, en aftur á móti þá leiðir gulll hita betur(demantar best)
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Póstur af ManiO »

Ahh, gull leiðir ekki betur en silfur, en þolir meira af veðrun og þess háttar og þar af leiðandi notað í "electrical contacts". My bad.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1323
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Mazi! »

Ég fékk mér bara eitthvað drasl til að kæla harðadiskinn minn sem ég sá í BT Þetta er alveg deadsilent! :)
Viðhengi
kaeling
kaeling
kæling.jpg (239.34 KiB) Skoðað 885 sinnum
Mazi -
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Póstur af SolidFeather »

Ég lokaði minn einmitt inní í svona anti-hljóð-boxi og hann er alltaf í 45°C.


Búinn að vera þannig heillengi og svínvirkar
Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1323
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Mazi! »

SolidFeather skrifaði:Ég lokaði minn einmitt inní í svona anti-hljóð-boxi og hann er alltaf í 45°C.


Búinn að vera þannig heillengi og svínvirkar

hitinn breyttist svaklega við þetta, var alltaf í 45-50

Mynd
Mazi -

Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Póstur af Xyron »

Mazi! skrifaði:Ég fékk mér bara eitthvað drasl til að kæla harðadiskinn minn sem ég sá í BT Þetta er alveg deadsilent! :)
varla að megi kalla það drasl þá :)
Svara