Bilaður bios

Svara

Höfundur
aero
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 17. Okt 2004 14:22
Staða: Ótengdur

Bilaður bios

Póstur af aero »

Ég er var að uppfæra biosinn og eftir það fer tölvan ekki í gang. Hún beepar 4 sinnum og slekkur síðan á sér. Er einhver möguleiki að keyra inn á biosinn nýtt software eða þarf að skipta um hann (er hægt að skipta um hann)?

DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Póstur af DoRi- »

Hvernig beep eru þetta
ss
tvö löng tvö stutt, eða eitthvað í þá áttina og þá væri líka gott að vita hvernig gerð af BIOS þú ert með (líklegast Award eða Pheonix)

þá er líkega hægt að sjá hvað er að..
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Ég lenti í fokki með BIOS uppfærslu fyrir stuttu...var búinn að reyna allt til að fixa og ekkert virkaði.
Endaði með að plokka BIOS kubbinn úr móbóinu og fara með hann í Íhluti þar sem þeir flössuðu hann upp á nýtt...kostaði 2k og hann virkar 100%

Höfundur
aero
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 17. Okt 2004 14:22
Staða: Ótengdur

Póstur af aero »

Þetta er fujitsu siemens "AMILO Pro V2000" fartölva. Það koma 4 stutt beep.
Móðurborðið er með Intel 855GM Chipset .
Veit ekkert hvernig bios er í henni
Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarj »

að uppfæra bios á vél og vita svo ekkert hvernig bios er í henni hljómar f....d =D>

Þarf líka að segja okkur hvort tölvan gaf til kynna hvort uppfærslan tókst eða ekki. Ef það tókst skv. tölvunni prófaðu að cleara CMOS (RTFM).

Höfundur
aero
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 17. Okt 2004 14:22
Staða: Ótengdur

Póstur af aero »

ég get alveg komið með nafnið á uppfærslunni. (er ekki með það núna)
Uppfærslan tókst (ég veit það).
Ef ég cleara biosinn, er þá ekki enþá uppfærslan í honum?
Fer hann í sitt upprunalegt form?

Hroki
Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarj »

uppfærslan verður ennþá á sínum stað
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af zedro »

Þegar talað er um að Reseta CMOS er átt við að allar stillingar í BIOSnum fara á default. Version BIOSins er samt sem áður enþá eins.
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Höfundur
aero
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 17. Okt 2004 14:22
Staða: Ótengdur

Póstur af aero »

get ég þá ekkert lagað þetta nema að taka biosinn úr og finna einhvern sem getur forritað eeprom?
Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarj »

jú, prófaðu að gera það sem ég sagði, ef þú veist ekki hvað það er að "clear"(reset) CMOS þá áttirðu ekkert erindi í að vera að uppfæra bios til að byrja með.

Mjög algengt er í leiðbeiningum við uppfærslu að það sé bent á að það geti verið þörf á þessu. Nákvæmlega hvernig þetta er gert á þínu móðurborði sérðu í manualnum, eða eins og Zedro segir í sínu avatar > RTFM!

Höfundur
aero
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 17. Okt 2004 14:22
Staða: Ótengdur

Póstur af aero »

arnarj skrifaði:jú, prófaðu að gera það sem ég sagði, ef þú veist ekki hvað það er að "clear"(reset) CMOS þá áttirðu ekkert erindi í að vera að uppfæra bios til að byrja með.

Mjög algengt er í leiðbeiningum við uppfærslu að það sé bent á að það geti verið þörf á þessu. Nákvæmlega hvernig þetta er gert á þínu móðurborði sérðu í manualnum, eða eins og Zedro segir í sínu avatar > RTFM!
Þakka þér fyrir þesar upplýsingar, en hvernig þú kemur þessum upplýsingum frá þér er hrikalegt.
Þessir stælar þínir eru samt alveg hest leiðinlegir. Hvernig þú talar niður til manns er bara fáralegt.
Ég er mjög klár á tölvur, en ég hef bara aldrei lent í því að biosinn bili.
Ég var ekki að finna þessar upplýsingar á netinu og þessvegna ákvað ég að spyrjast um þetta hérna.
Ég er líka í veseni með opna þessa fartölvu og þessvegna ætlaði ég að reyna að komast að því hvort að ég gæti gert þetta án þess að rífa allt í sundur.

Og ég er ekki með manualinn fyrir þessa tölvu

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Í fyrsta lagi skaltu taka batteríið og straumtengi úr sambandi við vélina og
halda "Power-ON" takkanum inni í 5 sekúndur (Stundum "festist" spenna á
viðnámum móðurborðsins og þarf þá að tæma alla spennu af vélinni.

Ef það virkar ekki þá.....

Prófaðu að halda "insert" takkanum á lyklaborðinu inni þegar þú ræsir vélina.
(Virkar með flestum BIOS´um til að resetta)

Ef það virkar ekki þá....

þarftu að opna vélina og aftengja Bios batterýið frá
móðurborðinu (Það er ekki hægt að taka Bios kubbinn úr móðurborðinu því
hann er lóðaður í móðurborðið) halda "Power-ON" takkanum inni í smástund
og tengja svo batteríið við borðið, drösla vélinni lauslega saman og prófa að
ræsa hana.

Ef það virkar ekki þá.....
Grunar mig sterklega að þú hafir sett inn BIOS fyrir
annað revision af vélinni. Semsé ætlað fyrir annað IGP heldur en þú ert með
o.s.frv. Í því tilfelli ertu fokked því þá ertu búinn að breyta móðurborðinu
þínu í afskaplega dýrann hurðastoppara.....

Gangi þér vel..
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Insert og F1 eru mjög vinsælir takkar ;)

Halda inni eða drita á takkann virkar oftast
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

Á desktop vélum já..

Er ég sá eini sem er búinn að lesa þennann þráð og sé að þetta er fartölva?
"Give what you can, take what you need."

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

nr 2... :roll:
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

gnarr skrifaði:Á desktop vélum já..

Er ég sá eini sem er búinn að lesa þennann þráð og sé að þetta er fartölva?
Á við fartölvur alveg eins með Desktop vélar. Skil ekki alveg hvert þú ert að fara með þetta?

Biosbatterýið er oft tengt í leiðinlegt hvítt female tengi sem þarf smá trix til að losa snúruna frá.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég hef aldrei séð Insert eða F1 virka sem cmos bypass á fartölvu.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarj »

aero skrifaði:Þakka þér fyrir þesar upplýsingar, en hvernig þú kemur þessum upplýsingum frá þér er hrikalegt.
Þessir stælar þínir eru samt alveg hest leiðinlegir. Hvernig þú talar niður til manns er bara fáralegt.
Þú afsakar ef ég hljóma þannig sem gæti bara vel passað, það pirrar mig bara stundum hvað fólk fer út í að fikta í hlutum sem það kann alls ekki á og stundar ekki lágmarks rannsóknarvinnu ÁÐUR en það fockar upp tölvu hjá sé. Þú segist ekki vera með manual fyrir tölvuna en það er LÁGMARK að hafa hann, getur t.d. sótt hann á netinu. Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi.

T.d. ef ég ætla að taka dekk undan bíl þá þarf ég að vita að ég þarf að:

1. Losa á rónum.
2. Tjakka bílinn upp.
3. Losa rærnar alveg.

Ef ég klikka á skrefi 2 þá segir sig sjálft að ég er í skítnum. Sem virðist vera svipuð staða og þú ert í með tölvuna.

p.s. vona að þú finnir útúr þessu :8)

Höfundur
aero
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 17. Okt 2004 14:22
Staða: Ótengdur

Póstur af aero »

TechHead skrifaði:Í fyrsta lagi skaltu taka batteríið og straumtengi úr sambandi við vélina og
halda "Power-ON" takkanum inni í 5 sekúndur (Stundum "festist" spenna á
viðnámum móðurborðsins og þarf þá að tæma alla spennu af vélinni.

Ef það virkar ekki þá.....

Prófaðu að halda "insert" takkanum á lyklaborðinu inni þegar þú ræsir vélina.
(Virkar með flestum BIOS´um til að resetta)

Ef það virkar ekki þá....

þarftu að opna vélina og aftengja Bios batterýið frá
móðurborðinu (Það er ekki hægt að taka Bios kubbinn úr móðurborðinu því
hann er lóðaður í móðurborðið) halda "Power-ON" takkanum inni í smástund
og tengja svo batteríið við borðið, drösla vélinni lauslega saman og prófa að
ræsa hana.

Ef það virkar ekki þá.....
Grunar mig sterklega að þú hafir sett inn BIOS fyrir
annað revision af vélinni. Semsé ætlað fyrir annað IGP heldur en þú ert með
o.s.frv. Í því tilfelli ertu fokked því þá ertu búinn að breyta móðurborðinu
þínu í afskaplega dýrann hurðastoppara.....



Gangi þér vel..
Djöfulsins snillingur.
Græjan er komin aftur í gang.
Þakka ykkur kærlega fyrir allar upplýsingar :wink:

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Frábært :D

Hvað af þessu var það sem leisti málið?

Höfundur
aero
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 17. Okt 2004 14:22
Staða: Ótengdur

Póstur af aero »

Fyrsti liðurinn.
Var nú ekki flóknara en það.
Svara