ég þarf smá upplýsingar - svo er mál með vexti að ég er tónlistarmaður og þetta endalausa suð í tölvunum mínum er að pirra mig slatta. Nú er ég að spá í að kaupa nýja tölvu, þ.e. hlutina og svo púsla saman, en vantar upplýsingar um hvernig best sé að gera tölvuna algjörlega silent en samt sem áður kæla hana vel.
Hef reyndar séð umræður um vatnskælingu, en veit ekki alveg hvort ég þori að hafa fljótandi vökva inní tölvunni hehehe...
Öll ráð vel þegin, önnur en þau að setja tölvuna í annað herbergi hehe... það er neyðarúrræði í mínum huga.
