elv skrifaði:Mjög gaman að fylgjast með þessari umræðu, tala nú ekki um þegar menn vilja meina að það sé hægt að reka ríkissjóð svo mikið betur og dæla peningum í hitt og þetta.
Þannig að , mig langar að sjá ykkur gera æfingu sem ASÍ lætur fólk gera á námskeiðum.
Ríkissjóður er með sirka 300millarða(að vísu rétt yfir 270 milljarðar í þeim gögnum sem ég er með, þau eru frá 2004, en þetta er svipað í dag) innkomu og hérna fyrir neðan eru útgjalda liðinir, skiptið þessu svo
Almenn opinber þjónusta
Löggæsla og öryggismál
Fræðslumál
Heilbrigðismál
Almannatryggingar og velferðarmál
Húsnæðis-, skipulags- og hreinsunarmál
Menningar- og kirkjumál
Eldsneytis- og orkumál
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál
Iðnaðarmál
Samgöngumál
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega
Önnur útgjöld ríkissjóðs
Var mjög gaman hjá okkur að sjá hvar fólk vildi spara og láta meira í staðinn
ps og ekki svindla á þessu
Iss,ekkert mál.
Selja RÚV til hæstbjóðanda með engum ákvæðum um menningarlegt hlutverk RÚV í framtíðinni.Ríkið á ekki að vera í samkeppni við frjálsan markað í fjölmiðlum.
Skylda hið opinbera til að hafa öll útboð OPIN,það er stórfé sóað í kaup
á of dýrum búnaði og þjónustu vegna LOKAÐRA útboða.
Skera utanríkisþjónustuna mikið niður,lágmark um helming.
Fækka sendirherrum og sendiráðum.
Sama á við um ferðalög allra opinberra starfsmanna,fræðsluferðir og þessar fundarferðir sem eru bara yfirskin fyrir skemmtun eftir 2 klukkutíma Powerpoint slideshow eða 30 mín fund með einhverjum um eitthvað sem skiptir afar litlu máli fyrir almenna borgara Íslands.
Hætta að snobba fyrir alþjóðasamfélaginu með þáttöku í ýmsum hernaðaraðgerðum og keyptu sæti í öryggisráði sameinuðuþjófanna,
með milljarða kostnaði af skattfé okkar.
Menning og kirkja fá ekkert.
þetta á ekki að tengjast ríkissjóð á neinn hátt,nema með greiðslu skatta og gjalda af menningarlegri og kirkjulegri starfsemi.
Landbúnaður og sjávarútvegurinn fá ekkert.
þetta eru atvinnugreinar sem eiga að bera sig sjálfar í alþjóðlegri samkeppni eða hætta starfsemi.
það sem sparaðist á þessum málaflokkum myndi ég flytja til,
1/3 til fræslumála,með áherslu á hátæknimenntun.það er framtíð allra.
1/3 til heilbrigðismála með áherslu á öldrunarmál.við verðum öll gömul.
Og 1/3 til iðnaðarmála,með áherslu á hátækniiðnað,eins og Finnland.
Og þetta er bara byrjunin á því sem ætti að breyta,skattfé okkar er gróflega misnotað og því þarf að breyta til hagsbóta fyrir alla.
Já "elv" það ER hægt að gera MIKIÐ betur í rekstri ríkissjóðs.
það er staðreynd,ekki bara góð meining eins og þú virðist halda.