E6400 overclock á Asus P5N32-E SLI

Svara

Höfundur
Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

E6400 overclock á Asus P5N32-E SLI

Póstur af Cikster »

Jæja, þá er maður aðeins búinn að uppfæra og pína greyið örgjörvan í tilefni af því.

Ætli sé ekki best að telja upp það litla sem er í vélinni atm.

CPU : Intel E6400 (2.13 GHz stock)
Kæling : Scythe Ninja Plus Rev B
MOB : Asus P5N32-E SLI (680i)
MEM : GeIL PC2-8500 2x1 GB 1066 MHz
HD : 6 stk, boot diskur er Raptor 74 GB
CD : TSSTcorp SH-S162A
GRA : eVGA 7950 GX2 og MSI 7300 GS
Kassi : Lian Li V2100 Plus II Silver
PSU : Aspire 680 W

Eftir mikið fikt og test sýnist mér að ég sé kominn á stabílan punkt sem endaði í 45% overclocki á örgjörvanum. Örrinn fer mest upp í 60 gráður hjá mér og Northbride í 45 gráður en það er sennilega kassanum að þakka að stóru leiti. Þar sem þetta móðurborð er ekki með viftu heldur bara heatpipes á milli kubba mundi ég ekki mæla með því fyrir litla þrönga kassa en ég er þrusu sáttur sjálfur.

CPU : 3.09 GHz @ 1.45 Volt
Base FSB : 386 MHz
Quad FSB : 1544 MHz
MEM : 1066 MHz @ 4-5-4-10 2T @ 2.5 Volt

Jæja félagar, hvað á ég að prófa næst? :)

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af Taxi »

Er örugglega 680i kubbasett á þessu borði. :?:
Menn eru að fara vel yfir 400 FSB í Prime-stable,á svona borðum.
Minnin ættu líka að fara mun hærra á 680i kubbasetti.

Ég er búinn að lesa á góðum síðum að það séu 2 mismunandi kubbasett á þessu móðurborði.

Annað er með 680i og hitt er með blöndu/hybrid 650/570 kubbasetti.

ASUS P5N32-E SLI PLUS er hybrid borðið með 650/570 setti. http://www.pcper.com/article.php?aid=371&type=expert

ASUS P5N32-E SLI er með 680i settinu.
Ég vona að þú sért með rétta græju,en ekki PLUS blendinginn.

Náðu í þetta forrit :http://filehippo.com/download_everest_home/

Og kíktu bara á hvaða chipset er á borðinu hjá þér. :wink:

Höfundur
Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Póstur af Cikster »

Þetta er ekki Plus útgáfan (sem kom bara inn á Asus síðuna fyrir 3-4 dögum ef ég man rétt). Er lítið búinn að reyna koma minninu hærra þar sem ég var í smá böggi með timings á því.

Persónulega er ég forvitinn hvað 650/570 Plus borðið mun ná. Óvenjulegt að sjá framleiðendur fara svona langt út fyrir það sem hönnuðurinn hefur gert. :)

Þarf að prófa droppa multiplyer á CPU einhvern daginn og sjá hvað FSB fer en á default multi (x8) þá náði ég bara 386.25 MHz fsb nógu stable til að ná að keyra Aquamark 3, 3Dmark 06 og Super Pi 32M án þess að crasha.

btw, man einhver hver var góði driverinn fyrir gx2 kortin því ég er að verða brjálaður á því að sli modið á því sé ekki að virka.
Svara